Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 96
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann aðallega við aðgerðir á raftækj-
um. Var það samskonar starf og hann
hafði haft með höndum hjá stórfélag-
inu, Chicago Edison Company. —
Efni sitt fékk hann gegnum inn-
kaupsdeild þess félags og naut þar
lánstrausts. Kom það sér ekki lítið
vel meðan þröngt var í búi og var
vottur um það traust er til hans var
borið. Slíks drengskapar er ekki ætíð
að vænta frá stórfélagi. En hann brást
ekki tiltrú er honum var sýnd. Var
það einn meginþáttur í sigurför hans.
Einkum var það talsímafélag eitt er
veitti honum feikna atvinnu eftir að
hafa þaulreynt að hann var bæði
fyllilega hæfur til starfsins og I
hæsta máta trúverðugur. Gróði er
skifti þúsundum dollara tók nú að
falla í hans hlut og það virtist opin
leið til efnalegs sjálfstæðis. En þá
varð á skjót breyting. Félagið er aðal
atvinnuna gaf, tók sjálft að annast
þær aðgerðir er það þarfnaðist. í bili
virtist það tilfinnanlegur hnekkir, en
varð tilefni til stórstígra framfara.
Starf hans fór nú að stefna inn á
algerlega nýja leið. Frumleiki hans
og óþreytandi alúð hans við nákvæm-
ar vísindalegar rannsóknir tók að
bera ávöxt. Hann gaf sig að því aðal-
lega að gera nýjar uppfyndingar á
sviði raffræðinnar og að koma þeim
á framfæri í eigin verkstæði sínu.
Merkur þáttur í starfi hans var fólg-
inn í því að leggja háskólum landsins
til tæki til tilrauna og kenslu í raf-
fræði. Svo víðtækt varð þetta að tæp-
ast er nokkur af fremri tilraunstöðv-
um við háskólana, sem ekki hefir ein-
hverntíma notað áhöld Thordarsons
við kenslu eða rannsóknir. Hann,
sem að mestu hafði verið sinn eigin
kennari, hafði best lag á því að leggja
öðrum til útbúnað til að skýra og
glöggva sig á rafmagninu og eðli
þess. Þessi samvinna við háskólana
varð honum eftir eigin vitnisburði
til mikils þroska. Hann kyntist per-
sónulega öllum helstu eðlisfræðing-
um landsins, starfi þeirra og stefnum-
Þetta varð sem íkveikja í hans frum-
legu sál. Telur hann það sína fulln-
aðar mentun, sem ekki verði ofmetin-
En það kynti hann einnig þeim er lík-
legastir voru að meta yfirburði hans,
og varð honum leið til frama. Fyrir
heimssýninguna í St. Louis (1904)
lét hann smíða eftir beiðni Purdue
háskólans raftæki (million volt 25-
cycle transformer) er var einstakt á
þeirri tíð og vakti feikna athygli-
Veittist honum gullmedalía fyrir.
Eins fór á heimssýningunni í San
Francisco (1915), og aftur veittist
honum gullmedalía. Nú var hann
búinn að ná svo takmarki að upp frá
þessu er hann í fremstu röð sérfræð-
inga og ujjpfyndingamanna ekki að-
eins í Bandaríkjunum heldur í öllum
heimi. Fékk hann einkaleyfi á mesta
fjölda af uppfyndingum í sambandi
við raftæki á bílum og öðrum vélum
og í sambandi við útvarpstæki. Einn-
ig fékk hann einkaleyfi á vélum þeim
er til þess þurfti að smíða uppfynd-
ingar hans. Þannig varð hann stór-
höldur á sviði iðnaðar. En þrátt fyrú'
alla þá umsetningu er til þess þurft1
að standa straum af öllu þessu, átti
hann sífelt hinn sama vakandi hug ef
seildist lengra en komið var. Fram
að því síðasta var hann starfandi viö
ný og aftur ný viðfangsefni. Honum
voru einlægt að opnast nýir heimar
er hann þráði að kanna. Hann va1