Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 98
76 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA glögg. Hugboð alkemistans eru að rætast í viðleitni vísindanna. — Þá er safnið auðugt af hinum fágætustu bókum er hafa að geyma vísindalega uppdrætti og myndir. Sérstaklega snertir það tréskurðarmyndir frá fimtándu til seytjándu aldar. Er þar um kostbæran fjársjóð að ræða. Sama gildir um merkustu rit fuglafræðinn- ar með myndum. Hliðarlegg þessara fræða er að finna í nálægt þrjátíu bindum er fjalla um list þá er birtist í skjaldarmerkjum, sérstaklega þeim er sækja fyrirmyndir í ríki náttúrunn- ar. — Auk þessa er þar að finna hyrn- ingarsteina sígildra bókmenta á sviði fagurfræði og heimspeki. Viska og innsæi hins liðna er í glöggu uppá- haldi til að þræða leið þekkingar og skilnings til áframhalds. Safnið er í sjálfu sér fádæma verð- mætt, en hefir líka ákvarðandi gildi í því að lýsa þeim er safnaði. Bækurnar söfnuðust að honum til að svara þrá og hugarstefnu. Þó yfir 25,000 bindi séu í safninu, var Hjörtur þeim ná- kunnugur. Einungis sá er komist hafði yfir mikil efni gat haft ráð á því að verja svo miklu til bókakaupa, en fyrir honum var það smekkur og þörf sem réði framyfir kaupgetu. Hann las af áfergju og eftirtekt með sjaldgæfri þrautseigju. — Stálminni hans kom sér vel í því að hafa reiðu á safninu og efni þess. Hið sama inn- sæi og lýsti honum á sviði hinna gagnrænu vísinda, kom einnig til greina í vali ogmati á bókum. Auðugt eins og safn hans er, hefir það að sjálfsögðu sín takmörk, en það er alls ekki borg um hleypidóma eigandans. Það speglar lífsskoðun hans á marg- an hátt, trú hans á lífinu og gildi þess og virðingu hans fyrir mannlegri viðleitni. Það er sjaldgæft að vera sjálfmentaður stórhöldur í iðnaði, en hafa um leið slíkan unað af bókum og slíkan skilning á samhengi lífsins. Það ber því vitni að fjársöfnun ein hefir ekki vakað fyrir. Önnur verð- mæti eru tekin til greina. Hann gerði sér líka ant um verkamenn sína. Þessi ummæli eru eftir honum höfð: “Við greiðum hæstu verkalaun sem rekst- urinn þolir og reynum að umgangast svo hver annan að ánægja megi fylgja.” Mannúð, skilningur á þörf- um annara og kyrlát samúð með öðr- um einkendu þennan hógværa fræði- og vísindamann. Hann taldi sig ekki trúmann, en oft fór hann með þetta erindi úr “Scholemaster” eftir Roger Ascham (1570) — bók sem hann átti og mat. Það eru ummæli um látinn vin. “His life he ledde, Christ’s lore to learne, With will to work the same; He raede to knowe, and knew to live And lived to praise his name.” Fáorður eins og hann var um slík efni, talaði það eflaust til hans að læra til að lifa. Óhlutdrægt mat á þessum einstaka manni er að finna í ummælum ame- rísks kennara og vísindamanns, sem kyntist honum um all-langt skeið- Það er dr. Henry Crew, doktor 1 heimspeki og lengi kennari í eðlis- fræði. Hann hefir nú látið af starfi- Honum farast þannig orð og ummaeb hans eru birt með hans samþykki (’ lausri þýðingu) : “Eg get einungis sagt að í viðkynn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.