Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 128

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 128
106 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Biskup íslands tók mér einnig, eins og vænta mátti, sem besta bróður, og stóð mér jafnan opið hið ágæta heimili þeirra hjóna. Fjöldamörg félög sýndu mér vin- áttu og virðingu; hvað snertir félag vort og þjóðræknisstarfið, nefni eg sérstak- lega í því sambandi Þjóðræknisfélagið á islandi, sem hélt mér virðulegt samsæti, en forseti þess, Árni G. Eylands frarri- kvæmdarstjóri, og frú hans, létu sér á margan hátt ant um að gera mér kom- una sem ánægjulegasta. — Félag Vestur islendinga fagnaði mér einnig með fjöl- mennu samkomuhaldi og sæmdi mig fagurri gjöf, en forseti þess er Hálfdán Eiriksson kaupmaður, sonur Eiríks Þor- bergssonar hér í borg. Þingvallanefnd, en hana skipa þeir alþingismennirnir og fyrverandi ráðherrar Jónas Jónsson og Haraldur Guðmundsson, og Sigurður Kristjánsson alþingismaður, bauð mér til dvalar á Þingvöllum í gestavinuáttu sinni, og bæjarstjórn ísafjarðar, en for- seti hennar er Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, bauð mér einnig þangað sem gesti sinum, og þarf eigi að við tökunum að spyrja. Hefi eg þá nefnt nokkur dæmi þess, hvernig mér, sem sendiboða ykkar og talsmanni, var tekið af hálfu hins opin- bera á íslandi. Sérstaklega ánægjulegt var það að sjálfsögðu að endurnýja kynnin við gamla samstarfsmenn héðan að vestan, svo sem prestana sem hér hafa dvalið, og við marga aðra ágætis- menn heimaþjóðarinnar, sem gist hafa bygðir vorar og verið oss kærkomnir og góðir gestir. Sú ósk að samskiftin milli íslendinga austan hafs og vestan megi halda áfram að vera sem fjölþættust og varanlegust, kom fram í mjög drengilegri ræðu í garð V.-ísl., sem þáverandi forsætisráðhérra, dr. Björn Þórðarson, hélt í virðulegu kveðjusamsæti, er utanrikisráðherra og frú hans efndu til fyrir mig, og í viðtöl- um við hann og marga aðra forystu- menn íslensku þjóðarinnar, svo sem þann manninn, sem nú skipar forsætis- ráðherrasessinn, Ólaf Thors alþingis- mann, er einnig sýndi mér mikla góð- vild og gestrisni. En það, sem gladdi mig mest og mér er annast um, að þið vitið og munið, er þetta: Hinni miklu vinsemd og ástúð, sem eg átti hvarvetna að fagna heima á Islandi, þeim mikla bróðurhug, er eg mætti þar af allra hálfu, var fyrst og fremst beint til ykkar, landa minna í Vesturheimi. — Þessvegna hefir mér orð- ið svo fjölyrt um þá hliðina á ferð minni- Eg fór heim til Islands með fangið og hjartað fult af hlýjum kveðjum héðan að vestan. Þeim reyndi eg að skila, eftir því sem eg var maður til og ástæður leyfðu, enda var eg altaf að skila kveðj- um þessa tæpa tvo mánuði, sem eg dvaldi á Islandi. Eg kom vestur aftur með ennþá fleiri kveðjur. Hinum opin- beru kveðjum skilaði eg á hinni fj°*' mennu þjóðhátíð á Gimli 7. ágúst. Mörgum hinna hefi eg þegar komið til skila, en öðrum mun eg halda áfram að skila eftir því, sem mér er frekast unt- Einni kveðjunni ætla eg þó að skila hef» og er hún gott dæmi um andann og hlý' huginn í hinum fjölmörgu kveðjum til Vestur-lslendinga, sem mér voru falda1 til fyrirgreiðslu meðan eg dvaldi á ís' landi og einnig í bréfum síðan heim kom. Umrædd kveðja er frá Lárusi J- Rist, íþróttafrömuði og kennara, seIT1 mörgum er hér vestra að góðu kunnun og barst mér í símskeyti rétt áður en eý lagði af stað heimleiðis vestur um lofti11 blá. Hún er á þessa leið: “Vinur, þakka komuna og vask- lega, dugmikla baráttu í þágu góðra málefna. Berðu alúðarkveðju til landanna vestan hafs með þakklm^1 fyrir drengilegar móttökur og °' gleymanlegar ánægjustundir fra ferðalaginu um íslensku bygðirnar- Heill þú heim komir. Heill þú á sinn- um sért.” I móttökufagnaði þeim, sem fraIft kvæmdanefnd Þjóðræknisfélagsins he mér, þegar eg kom úr íslandsferð minI11J var þeirri mjög athyglisverðu hugmý11 hreyft af fleirum en einum ræðumanh^’ að félagið ætti að koma á fót og staI^ rækja upplýsinga skrifstofu, með fös
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.