Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 134
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
deildin svo lánsöm, að fá biskup íslands
og sendifulltrúa herra Sigurgeir Sig-
urðsson til sín og Mountain-bygðar.
I fylgd með honum voru þeir Dr. Beck,
J. J. Bildfell og Bergþór E. Johnson. Var
svo auglýst samkoma á Mountain laug-
ardagskvöldið 4. mars. Var hún mjög
vel sótt og að öllu leyti ein sú skemtileg-
asta, sem við höfum haft í fleiri ár. Séra
H. Sigmar stýrði samkomunni; var mikið
um söng og ræðuhöld. Hinn göfugi
gestur flutti þar mjög heillandi ræðu,
sem honum var þakkað fyrir með hrifn-
ing og fögnuði. Ennfremur komu fram
á ræðupallinn Dr. Beck og séra K. K.
Ólafsson, sem einnig var gestur deildar-
innar. Fluttu þeir báðir snjöll erindi.
Stór blandaður kór undir stjórn Mr. Th.
Thorleifson söng mörg ættjarðarlög, var
söngurinn söngflokk og söngstjóra tii
sóma. Mrs. Gvend Björnson var við hljóð-
færið. Ennfremur sungu 8 ungar stúlkur
nokkra söngva, og Mrs. H. Sigmar og
Mrs. W. Halldorson sungu einnig tvö
lög (duets).
Er deildin mjög þakklát öllu þessu
fólki, sem hjálpaði til þess að gera þessa
samkomu svo uppbyggilega, og um leið
svo afar sérstæða og minningaríka.
Dr. Beck afhenti biskupnum langt og
gott bréf frá rikisstjóra Norður Dakota,
Mr. John Moses, þar sem hann meðal
annars minnist á að það gleðji sig mikið,
að hann hefði getað heimsótt Norður
Dakota, fjölmennustu bygðir íslendinga
í Bandaríkjunum. Var þetta bréf frá
ríkisstjóranum einn vottur, af ótalmörg-
um, um velvild þá og virðing sem okkar
ágæti tigni gestur mætti í þessu landi —
beggja megin línunnar. Veðrið þetta
áminsta kvöld, 4. mars, var mjög gott
og glampandi tunglsljós og heiðríkja, og
svo leið bara einn dagur, og þá höfðum
við Dakota snjóbyl, sem stóð yfir í tvo
daga — reglulegur góubylur!
Árið 1944 verður um næstu aldaraðir
talið stérstætt í sögu og öllu athafnalífi
hinnar íslensku þjóðar. 17. júní það
sumar var stofnað lýðveldi, og þjóðin
þar með frjáls I öllum sínum málum og
boðin velkomin í keðju allra lýðfrjálsra
landa.
Þorsteinn M. Jónsson, ritstjóri Nýrra
kvöldvaka, sagði í snjallri ræðu, seiu
hann hélt á Akureyri 17. júní, að þetta
væri þriðja örlagastundin, sem rynm
upp yfir hina íslensku þjóð. Hinar tvœr
væru, stundin þegar alþingi var stofnsett
930, stundin þegar Islendingar gáfust
upp á alþingi fyrir Noregskonungi 1262.
og stundin í ár 17. júní, þegar Islending'
ar endurheimtu að fullu, það sem Þeir
létu af höndum 1262—64.
Nú geymir framtíðin það í skauti
sínu hvernig þjóðin fer með þennati
mikla sigur, því vandi fylgir vegsernd
hverri. Nú þarf þjóðin að vera samtaka
og gæta þess vel, að innbyrðis sundrung
og flokkarígur, spilli ekki fyrir, þegar
um úrlausn .vandamála er að ræða.
Svo sem segir sig sjálft, þegar jain
mikill sigur var í vændum, var um lel
hafinn undirbúningur að hátíðaliöldun1
um land alt, því þjóðin var í hátíðaskaP1’
og hrifningu af þessum langþráða al'
burði, sem í vændum var.
Við hér í vestrinu urðum snortin lii<a
og fanst sjálfsagt að samgleðjast heitua
þjóðinni þennan dag.
Við byrjuðum auðvitað fyrst með
að senda fulltrúa, til þess að koma fra^'
á Þingvölíum 17. júní fyrir hönd Þj°0
ræknisfélagsins, og allra IslendiuÞ1
beggja megin línunnar. Þið vitið 0 ‘
hver fulltrúinn var, okkar skarpi 0
duglegi forseti; má segja um hann ein
og fleiri ágæta gesti, að hann kom 1 ^
vetna fram okkur til heiðurs, fór sigurin.
um landið, var hyltur á margvísleSarf
hátt, og með gjöfum kvaddur, eins 00
forni höfðingjasiðurinn var.
Ykkur til fróðleiks og minnis, vil
el
ður
skýra hér frá, hvernig einn blaðamai.s
skrifar um kveðjuræðu Dr. Beck I'1
lendinga. ^
Blaðamaðurinn sem hér á hlut að U1
heitir Vilhjálmur Vilhjálmsson, :iia^.f
kallar sig “á horninu” og skrifar ™
Alþýðublaðið, honum fórust orð á Þe
leið: ^t.
“Prófessor Beck kvaddi þjóðina 1 g
varpinu á sunnudagskvöldið, og e%
að fleirum hafi fundist eins og mér>