Unga Ísland - 01.06.1948, Síða 29
27
strengina mjúklega með löngum beittum nöglunum. Þeir
léku eins og þeir væru dáleiddir, og höfuð þeirra hnigu lengra
og lengra niður á bringuna, rétt eins og þeir væru að sofna.
Skyndilega ráku þeir upp nístandi óp, svo að börnin urðu
dauðhrædd og Don Pedro þreif um agalskaftið á rýting sín-
um, spruttu á fætur og hringsnerust í æðisgengnum dansi
um leiksviðið, börðu bumbur sínar og sungu tryllingslega
söngva á kokmæltri tungu sinni. Svo köstuðu þeir sér á
jörðina og lágu þar grafkyrrir, og einasta hljóðið, sem rauf
þögnina, voru daufir tónar zítarstrengjanna. Þetta endur-
tóku þeir nokkrum sinnum, því næst fóru þeir andartak
burt úr tjaldinu, en komu að vörmu spori aftur með brún-
an, loðinn björn í taumi og litla apa á herðum sér. Björn-
mn stóð spekingslega á höfði, og apaskrípin léku alls kon-
ar listir með tveim flökkudrengjum, sem virtust vera hús-
bændur þeirra, börðust með litlum sverðum og skutu úr
byssum og gerðu hermannalistir eins og þeir væru sjálfir
h'fvörður kóngsins.
Sígaunarnir vöktu mikla hrifningu.
En fyndnasta skemmtiatriði dagsins var áreiðanlega
dans litla dvergsins. Þegar hann hlunkaðist inn á leikvöll-
mn, skjögrandi á bognum fótleggjunum og vaggaði óeð'li-
lega stóru, vansköpuðu höfðinu, æptu börnin upp af fögn-
uði, og kóngsdóttirin sjálf hló svo mikið, að hertogafrúin
varð að rninna hana á, að enda þótt mörg dæmi væru til þess
a Spáni, að kóngsdóttir gréti, svo að jafningjar hennar sæju,
þá væri ekkert fordæmi fyrir því, að prinsessa með konungs-
blóð í æðum sér, mætti hlæja dátt frammi fyrir þeim,
sem af ógöfugra bergi væru brotnir. En dvergurinn var
blátt áfram óviðjafnanlegur, og jafnvel spánska hirðin, sem
var þekkt fyrir ástríðu sína, þótt fáguð væri, á öllu því, sem
ógeðslegt var og ægilegt,, liafði aldrei áður augum litið slíka
ófreskju.
Þetta var líka fyrsta sinn, sem hann kom fram á sjónar-