Hugur - 01.06.2008, Page 37
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 35-44
Ragnar Baldursson
Ferlisfræði öldungsins og
aðgerðalausar athafnir
Um Bókina um veginn
Hugmyndafræði daoismans hefur verið órofa þáttur í hugmyndaheimi Kínverja í
yfir tvö þúsund ár. Kynslóð eftir kynslóð, keisaraætt eftir keisaraætt hefúr daoism-
inn gegnt hlutverki náttúrulegs mótvægis við forsjárhyggju og siðfestu konfúsíus-
arsinna og mótað menningu og hugmyndaheim hins kínverska samfélags ásamt
honum.
Höfuðrit daoismans, Laozi Laotse slcv. eldri umritun) eða Dao dejing (jjjf
íií>£5), sem er almennt þekkt á íslensku undir heitinu Bókin um veginn, er vafalítið
eitt áhrifamesta heimspekirit veraldarsögunnar. Ahrif bókarinnar ná langt út fyrir
hið kínverska menningarsvæði, allt til eyríkisins í Norður-Atlantshafi þar sem
menningarfrömuðir hafa sótt í hana hugmyndir og jafnvel gengið með hana sér
til sáluhjálpar.
Áhrif þessa litla kvers eru ekki síst merkileg í ljósi þess hvað texti þess er óljós
og opinn fyrir túlkun, en kannski er margræðnin einmitt ein af ástæðunum fyrir
vinsældum þess. Ymsir hugsuðir sem aðhyllast mjög mismunandi og jafnvel and-
stæð skoðanakerfi hafa firndið hugmyndum sínum stoð í þessu torræða riti.
Þýðing Bókarinnar um veginn á erlendar tungur bitnar óhjákvæmilega á marg-
ræðni hennar. Þýðandinn stendur ítrekað frammi fyrir vali á milli margvíslegra
túlkunarmöguleika. Margræðni textans er oft vafalítið viljandi því að kínverskir
hugsuðir töldu oft kost að haga orðum sínum með þeim hætti að merking þeirra
væri opin fyrir túlkun. Þannig getur ein og sama fullyrðingin innifalið margar
merkingar sem í fljótu bragði virðast ósamrýmanlegar en sýna í raun mismunandi
sjónarhorn á viðfangsefnið.
Þetta er ein helsta ástæðan fyrir fjölda mismunandi þýðinga á Bókinni um veg-
inn sem gefnar hafa verið út á öllum helsm þjóðtungum heims, yfir þrjátíu á
ensku, þrjár á íslensku og fleiri á leiðinni. Svo mikill munur er á sumum þessara
þýðinga að erfitt er að sjá í fljótu bragði að þær byggja á sama frumtexta. Fyrstu