Hugur - 01.06.2008, Side 81

Hugur - 01.06.2008, Side 81
Stokkar og steinar Platons 79 Hippías lendir í vandræðum. Fyrst velur hann fyrri kostinn: hið viðurkvæmilega er það sem lætur hluti virðast fagra. Þessu hafnar Sókrates, því hann vill vita hvað lætur hluti vera fagra. Þá leggur Hippías til (29403-04): En Sókrates, hið viðurkvæmilega lætur hluti bæði vera og virðast fagra, þegar það er nærri. - [Sókrates:] Það er þá ómögulegt fyrir þá hluti sem eru raunverulega fagrir að virðast ekki vera fagrir, fyrst það sem lætur þá virðast fagra er nærri? - [Hippías:] Það er ómögulegt. - [Sókrates:] Þá skulum við samþykkja þetta, Hippías: allt það sem er raunverulega fag- urt (bæði siðir og sýslur manna) sýnist bæði og virðist öllum vera fagurt alltaf? Eða hið gagnstæða: þetta er óþekkt og meiri miskh'ð og deilur eru um það en nokkuð annað, bæði í einkamálum milli einstaklinga og opinberlega milli ríkja? - [Hippías:] Frekar hið síðara, Sókrates: þetta er óþekkt. — [Sókrates:] Sú væri ekki raunin ef sýnd fegurðarinnar hefði bæst við það. Og hún hefði bæst við ef hið viðurkvæmilega væri fagurt og léti hluti ekki aðeins vera fagra heldur einnig virðast fagra. Þannig væri hið viðurkvæmilega (geri það hluti fagra) hið fagra sem við leitum en ekki það sem léti hluti virðast fagra. Eða, sé hið viðurkvæmilega það sem lætur hluti virðast fagra, þá væri það ekki það fagra sem við leitum. Því að það lætur hluti vera fagra, en eitt og sér gæti það ekki látið hluti bæði virðast og vera fagra, né gæti það nokkuð annað. Ljóslega má nota þessi orðaskipti til að skýra frummyndina sem Platon fynnir til sögunnar síðar, þ.e. í Fœdoni. Það er ljóst að sögnin fainespai merkir virðast vera, enda kemur nafnhátturinn skýrt og greinilega fram. Hitt er að þeir félagar segja að fólk greini á um hvað sé fagurt, sem jafngildir því að hlutir virðist sumum fagrir en öðrum ekki. Enn fremur á þessi deila að sýna að það sé óvitað hvaða hlutir séu fagrir. En það væri ekki óvitað ef hlutir virtust óbrigðullega vera fagrir. Þess vegna er vitað að hlutur er fagur ef hann virðist óbrigðullega vera fagur. Þetta er sama hugmyndin og í Fœdoni. Frummyndir og skynhlutir hafa óh'ka stöðu gagnvart þekkingunni. Platon telur að við höfum þekkingu á frummyndum vegna þess að þær virðast óbrigðullega vera eins. Þessa þekkingu höfum við ekki á skynhlutum, af því þeir virðast ýmist vera svona eða ekki svona. Þá eru frummyndir þekkjanlegar, en skynhlutir ekki. Þessi greinarmunur er þekkingarfræðilegur en ekki verufræðilegur. Þessa túlkun má hafa í huga við lestur eins allra mikilvægasta kafla Ríkisins, þar sem þekkingarfræðilegur greinarmunur frummynda og skynhluta er viðfangs- efnið. I línum 47639-480313 reynir Sókrates að sannfæra unnendur sjónarspils um að frummyndir séu til. Hann hefur þegar gert greinarmun á þessu fólki og heimspekingum sem trúa því að til séu frummyndir (eins og hið fagra sjálft) sem eru aðskildar skynhlutum (svo sem fögrum hlutum). Unnendur sjónarspils hafa skoðanir, en heimspekingar hafa þekkingu.39 Síðan segir hann og gerir grein fyrir hugmynd sinni um veruleikann (47733-4): 39 Um sálargáfiirnar þekkingu og skoðun í Rikinu, og svo viðföng þeirra, sjá Hintikka (1973: 9).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.