Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 74
72
Svavar Hrafn Svavarsson
irnir virðast ýmist vera jafnir eða ójafhir, en það er óbrigðult að hið jafna
sjálft virðist vera jafnt.
(5) Þessi eiginleiki hins jafna sjálfs (að virðast óbrigðullega vera jafnt) að-
greinir það frá venjulegum hlutum og grundvallar þá þekkingu okkar að
hið jafna sjálft sé jafnt.
(6) Niðurstaðan: Ef hið jafna sjálft er til, er það ólíkt skynhlutum í því að það
er þekkjanlegt sem jafnt vegna þess að það virðist óbrigðullega vera jafnt.
Athugum nú rökfærsluna bemr. Platon lætur Sókrates byrja (7439-12):
[Sókrates:] Við segjum, ekki satt, að eitthvað sé jafnt. Eg á ekki við stokk
jafnan stokki eða stein steini eða nokkuð af því tagi, heldur eitthvað ann-
að handan alls þessa, hið jafna sjálft.
Sókrates leggur hér til að hið jafna sjálft sé ólikt skynhlutum sem eru jafnir. Þetta
tvennt er ólíkt og að líkindum er hið jafna sjálft ekki skynjanlegt. Hann leggur
einnig til, og tilfærir þannig dæmi um sjálfsegð frummyndar, að hið jafna sjálft
sé jafnt. Umsögnin „er jafnt“ getur því átt við tvo ólíka hluti, skynhluti og hið
(óskynjanlega) jafna sjálft.17
Þótt almennt sé viðurkennt að Platon leggi hér til að hið jafna sjálft sé ólíkt
skynjanlegum jöfnum hlutum, þá hefúr tíðkast að gera h'tið úr sjálfsegð frum-
myndarinnar. Það er ástæðulaust, enda er textinn skýr. Platon lýsir oft yfir sjálf-
segð frummynda, meira að segja annars staðar í Fœdoni (10004-5; sbr. Ó5d4-6).18
Sókrates heldur áfram (74ai2-bi):
[Sókrates:] Ættum við að segja að þetta væri eitthvað eða ekki neitt?
[Simmías:] Vissulega ættum við að segja það [að þetta væri eitthvað], við
Seif, ábyggilega.
Sókrates segir hér að til sé eitthvað sem sé hið jafna sjálft. Þetta er eðlileg leið
til að segja á forngrísku að hið jafna sjálft sé til. Þessari staðhæfingu fylgir ekki
að hið jafna sjálft sé aðskilið skynhlutum, heldur aðeins að það sé til, rétt eins og
skynhlutir; það gæti þess vegna verið alveg eins og skynhlutir. Enda segir Sókrates
skömmu síðar (7604-5): „ef þessir hlutir eru ekki til, þá er þessi rökræða til einsk-
is“. Platon þarf nú rök til að sýna muninn á frummyndum og skynhlutum. Rökin
láta ekki á sér standa. Sókrates byrjar með því að spyrja Simmías hvort við vitum
í rauninni hvað hið jafna sjálft sé (74^2-4):
17 í öðru samhengi (65^4-65) hafði Simmías samþykkt að eitthvað væri réttlátt í sjálfu sér, nefnilega
réttlætið. Þó voru engin rök tilfærð. A sama stað lagði Sókrates áhcrslu á að við skynjuðum ekki
það sem væri réttlátt í sjálfu sér, heldur skildum það aðeins með huganum.
18 Svavar Hrafn Svavarsson (2009) gerir grein fyrir fyrri þýðingum og tiltekur frekari rök fyrir þýð-
ingunni að ofan. Platon álítur ekki sjálfsegð frummynda vandkvæðum bundna, a.m.k. ekki áður
en hann skrifar Parmenides, sbr. Frede (1988:51-52).