Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 41
39
Ferlisfrœði öldungsins og aðgerðalausar athafnir
Bókin um veginn
i. kafli
Ferlið' sem unnt er að lýsa' er ekki ferlið varanlega.3
Nafn4 sem unnt er að nefna er ekki varanlegt5 nafn.
Nafnlaust er upphaf himins og jarðar.6
Hið nefnda7 er móðir tugþúsunda.8
I varanlegu tilvistarleysi má því vænta þess að greina dulið eðli9
og í varanlegri tilveru má vænta þess að sjá hið fullmótaða.10
Þetta tvennt" á sér sameiginlegan uppruna en mismunandi nöfn.11
Saman er það kennt við dulúð,
dulúð á dulúð ofan,
hlið að ótal leyndarmálum.'3
1 M, „dao“. Þetta textabrot og aðrar tilvitnanir í Bókina um veginn eru úr óútkominni þýðingu
RB.
2 „dao“ er notað hér sem sagnorð þar sem það hefur merkinguna „að segja frá“ eða „lýsa“.
3 ‘S, „chang“ mætti líka þýða sem „eilífa“.
4 Íj, „ming“, „nafh“, sem hefitr undirmerkinguna „hugtak“, því að í fomkínversku var ekki
gerður greinarmunur á „nöfnum“ (orðum) og „hugtökum". Hugsanlega er því átt við að nafn
á hugtaki sé ekki hugtakið sjálft.
5 Enginn munur er á eintölu og fleirtölu og enginn greinir er í kínversku þannig að þetta gæti
jafnt vísað til nafna almennt eða sértæks nafns eða hugtaks. Þetta er því ýmist túlkað sem
tilvísun til tilgangsleysis þess að lýsa ferlinu (dao) með orðum eða að nöfn (eða hugtök) hafi
sértæka tilvísun og geti því ekki verið algild og óbreytanleg. Einnig mætti t.d. þýða: „Ferli sem
hægt er að lýsa er ekki varanlegt ferli; nöfn sem hægt er að nefna eru ekki varanleg nöfn.“
6 35^, „wu ming“, orðrétt: „án (ekkert) + nafn“; annar þýðingarmöguleiki: „(Það er) tilveruleys-
ið (sem) nefnist“, svo að setningin verður: „Tilveruleysi nefnist upphaf heimsins."
7 -fl'íj, „hefiir + nafn“ sem má einnig þýða „tilveran nefnist", setningin yrði þá: „(Það er) til-
veran (sem) nefnist móðir allra fýrirbæra.“
8 75ÍÍ), „wan wu“, vísar til allra hluta, dýra og manna. Laozi á hugsanlega við að tilkoma hug-
taka sé skilyrði fyrir því að greina á milli hluta og fyrirbæra.
9 Annar þýðingarmöguleiki: „Þess vegna má einatt án langana greina dulúð þess.“
10 Annar þýðingarmöguleiki: „Einatt með löngunum má greina birtingarmynd þess.“
11 Annað hvort er átt við „tilveruleysi og tilveru“ eða „að vera án langana og hafa langanir“.
iz Tilveruleysi og tilvera eru hvort sitt hugtakið þótt þau séu hvort öðru háð um tilveru sína.
13 Yfirleitt túlkað sem lykillinn að leyndardómi tilverunnar.
„dao“ samræmist boðskap Bókarinnar um veginn er að skoða hvernig það fellur að
textanum. Stefnt er að nýrri útgáfu Bókarinnar um veginn á næstu misserum þar
sem „dao“ er þýtt sem „ferli“. Meðfylgjandi er fyrsta kaflabrotið úr þessari nýju
þýðingu til hliðsjónar með skýringum sem gefa nokkra hugmynd um það hversu
opinn frumtextinn er fyrir túlkun og mismunandi þýðingarmöguleikum.
Dyggðin
Aðalmerking „de“ (Ífí) jafnt í fornkínversku sem nútímamáli er „dyggð“ eða
„siðgæði". Líklega er notkun orðsins í titli Bókarinnar um veginn, „Dao de jing“,