Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 107
Gagnrýnar manneskjur
105
borin ásamt ýmsu öðru úr raunhyggju 20. aldar er hið tæknilega skynsemishugtak
enn í fúllu fjöri svo sem sjá má í áherslunni á aðferðir og aðferðafræði sem kjarna
vísindanna.
Þetta tæknilega skynsemishugtak var hins vegar framandi í grískri heimspeki,
ekki síst í heimspeki Sókratesar, Platons og Aristótelesar. Finnski heimspeking-
urinn Georg Henrik von Wright lýsir þessu svo:
I stað þess að áh'ta grísk vísindi vanþróuð væri réttara að segja að þau hafi
verið vísindi í öðrum skilningi en okkar, að þau setji sér önnur markmið,
leiti gilda á annan hátt en nútímavísindi gera. Þau mótuðust af þeirri
viðleitni að finna í skynsamlegri skipan náttúrunnar reglur fyrir sann-
gjarnri samfélagsskipan, að finna mælikvarða fyrir hið góða líf og jafn-
framt hvaða takmörk maðurinn ætti að virða til að sleppa við refsingu.
Þetta viðhorf að hið skynsamlega sé það sem er sanngjarnt og réttmætt
er okkkur framandi."
Það skynsemishugtak sem von Wright eignar hinum grísku vísindum er aug-
ljóslega allt annað en hið tæknilega skynsemishugtak sem ég lýsti hér á undan.
Viðfang skynseminnar er ekki einungis leiðir að markmiðum heldur einniggildis-
dómar um óh'k markmið. Hjá Hönnuh Arendt birtist hin gríska hugmynd um
skynsemina í því að hæfileikinn til að hugsa - „hæfileikinn til að greina rétt frá
röngu, fagurt frá ljótu“ - getur komið í veg fyrir að maður fremji ihvirki. Hugsun
er gagnrýnin rannsókn, ekki bara á leiðum að gefnum markmiðum heldur einnig
á markmiðunum sjálfum. I samræmi við þetta getum við bætt nýjum lið við til-
gátuna að ofan um hvað það sé að vera gagnrýnin manneskja:
(III) Gagnrýnin er sú manneskja sem býr yfir (i) gagnrýnu hugferði, þ.e. hún
íhugar eigin skoðanir, bæði inntak þeirra og forsendurnar sem þær byggja
á, (ii) skynsamlegum sköpunarmætti, þ.e. hún breytir í samræmi við hugs-
anir sínar, hugsunin úthverfist í verki, og þessu til viðbótar þá (iii) beinist
gagnrýni hennar og sköpunarmáttur að henni sjálfri sem siðferðilegri veru
ekki síður en ytri viðfangsefnum.
En erum við þá komin til botns í því hvað það er að vera gagnrýnin manneskja?
4. Gagnrýnið samfélag
Kannski byggist gagnrýni hinnar gagnrýnu mannsekju á því að hún sé skynsemis-
vera í hinum forna gríska skilningi þess orðs. Ef við förum aftur til myndar Rodins
af hugsuðinum, þá má segja að þar birtist skynsemin í þögulli og djúpri íhugun.
Samfélag skynsamra einstaldinga verður þá samfélag einstaklinga sem leggja sig
niður við shka íhugun. Á næstu síðu höfum við mynd af því.
11 Georg Henrik von Wright, Jerúsalem, Aþena og Manchester", Framfaragodsögnin, íslensk þýð-
ing eftir Þorleif Hauksson, Hið íslenzka bókmenntafelag, Reykjavík 2003, bls. 132.