Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 44
42
Ragnar Baldursson
Eining andstceðnanna - f$^PB
Táknin yin (|5fy) og yang (pH) koma aðeins einu sinni fyrir í Bókinni um veginn þar
sem fjaUað er um uppruna heimsins:
Ferlið fæðir eitt, eitt fæðir tvennt, tvennt fæðir þrennt, þrennt fæðir tug-
þúsundir (öll fyrirbæri).Tugþúsundir taka skuggann (yin, |ífy) á bakið og
sólina (yang, þ'H) í fangið og öðlast jafnvægi með samþættingu orkuflæð-
isins (qi, ^) (42. kafli).
Þrátt fyrir að það sé tæpast hægt að segja að hugtökin „yin“ og „yang“ séu hluti
af orðaforða Bókarinnar um veginn kemur hugmyndin um einingu andstæðnanna
sem óaðskiljanlegur þáttur tilverunnar og grundvallareiginleikar ferlisins skýrt
fram. Það er engin tilviljun að merkið fyrir yin og yang er einkennistákn daoism-
ans. Daoistar eiga þó tæplega heiðurinn af því að innleiða þessi hugmynd um yin
og yang inn í kínverska hugsun.Yin-yang hugtakið kemur úr Breytingaritning-
unni J|£n, einu af grunnritum kínverskrar hugsunar, sem bæði daoistar og síðari
tíma konfusíusarsinnar vísa til.
Þessi hugmynd um tvíþætt eðli veraldarinnar er margítrekuð í Bókinni um veg-
inn með mismunandi orðalagi:
I hinu fagra, sem heimurinn þekkir sem fegurð, felst ljótleiki. I hinu
góða, sem allir þekkja sem gæsku, felst illska. Þannig lifna tilvera og til-
veruleysi hvort úr öðru. Torvelt og auðvelt umhverfist. Langt og skammt
skiptist á. Hátt og lágt umsteypist. Tónar og hljómur samtvinnast. Fram
og aftur eltist á ... (2. kafli).
Færa má rök fyrir því að þessi hugmynd um einingu og baráttu andstæðna sem
undirliggjandi þætti framþróunar og breytinga sé eitt mikilvægasta framlag kín-
verskrar heimspeki til mannlegrar hugsunar. Hún varð hluti af viðteknum hug-
myndaheimi Kínverja meira tvö þúsund árum áður en þýski heimspekingurinn
Hegel leiddi hugann að díalektísku eðli þróunar.
Áhrif daoismans
Daoistar urðu undir í baráttunni við konfusíusarsinna á sviði stjórnmálanna enda
hentaði stjórnleysisboðskapur daoismans illa stjórn hins volduga og víðfeðma
kínverska keisaraveldis. Við sameiningu Kína í eina ríkiseiningu 221 f.Kr. varð
til stærsta og fjölmennasta ríki veraldar sem krafðist skilvirkrar stjórnsýslu. Keis-
arastjórnin þurfti að sjá um flóðavarnir, umfangsmikil áveitukerfi, hún safnaði
kornbirgðum til dreifingar í uppskerubresti, lagði vegi og skipaskurði og varði
landamæri ríkisins fyrir árásum herskárra hirðingjaættbálka sem girntust ríki-