Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 90

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 90
88 Eyja Margrét Brynjarsdóttir fyndið og það sem gerir það ekki er ófyndið. Skemmtiþátturinn er þá fyndinn ef og aðeins ef Gvendur telur hann fyndinn. I þessu tilviki hefiir Gudda rangt fyrir sér með því að vera ósammála Gvendi þótt ekki sé hægt að segja að það sé með öllu óháð huglægum viðbrögðum hvort eitthvað er fyndið þar sem það er jú háð viðbrögðum eins aðila, þ.e. Gvendar. Hér er því ekki um hreina hluthyggju að ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs. Dæmi um eiginleika sem ákveðnir aðilar virðast fá að skilgreina á þennan hátt er „að vera í tísku". Við fáum sendar tillcynn- ingar frá tískupostulum um að víðar buxur séu í tísku í ár og að þröngu buxurnar frá því í fyrra séu ekki lengur í tísku, eða að nú sé í tísku að hafa allt í fjólubláu inni á heimilinu og að réttast sé að fleygja svarthvítu innanstokksmununum sem við fylltum allt með í fyrra. Annað sambærilegt dæmi gæti verið „að vera uppáhalds- matur Guddu“. Tiltekinn réttur hefúr þennan eiginleika ef og aðeins ef Gudda lítur á hann sem uppáhaldsmatinn sinn. En ósennilegt er að þetta geti gilt um alla þá eiginleika sem við viljum líta á sem huglæga með einhverjum hætti, í mörgum tilfellum virðist réttara að gera ráð fyrir að við höfum öll jafnan rétt þegar kemur að ákvörðun viðkomandi eiginleika og h'klega er fyndni einn af þeim. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er að hvað sem öðrum eiginleikum líður þá er fyndni tæpast þannig að hægt sé að halda því fram að Gudda hafi hreinlega rangt fyrir sér ef hún segir skemmtiþáttinn ekki fyndinn. Við sitjum uppi með þá kröfu að Gvendur og Gudda og huglæg afstaða þeirra hafi eitthvað um það að segja hvort þátturinn sé fyndinn. Jafnframt virðist rétt að mæta þeirri kröfu að Gvendur og Gudda séu jafnrétthá þegar skoðanir á fyndni eru annars vegar, fremur en að annað þeirra eigi að vera einhvers konar fyndnieinvaldur sem fái að ákvarða hvað er fyndið. Þetta þýðir að ef um raunverulegan ágreining er að ræða milli Gvendar og Guddu þegar annað segir skemmtiþáttinn fyndinn og hitt neitar því, þá hljóti sá ágreiningur að eiga að vera villulaus. Raunhæfu kostirnir í þessu tilviki eru villulaus ágreiningur eða enginn ágreiningur. Villulaus ágreiningur Ef við ætlum að halda okkur við að ágreiningur ríki milli Guddu og Gvendar (sem við gerum enn um stund) þurfum við sem sagt að gera ráð fyrir því að sá ágrein- ingur sé villulaus. Gudda og Gvendur hafa bæði rétt fyrir sér þegar þau færa fram tvær ósamrýmanlegar staðhæfingar. Hvernig í ósköpunum er það hægt? Eins og gefur að skilja hefur einmitt þetta staðið í sumum en þessi möguleiki virðist gera ráð fyrir einhvers konar afstæðiskenningu um sannleika, það er að einhvern veg- inn geti það bæði verið satt og ósatt að skemmtiþátturinn sé fyndinn. Sú hugmynd að sannleikurinn geti verið afstæður hefur þótt tortryggileg meðal þorra heimspekinga, ef ekki fjarstæðukennd. Annað hvort er setning sönn eða ósönn, en hún getur ómögulega verið hvort tveggja. Þetta er til dæmis sú mynd af sannleikanum sem Þorsteinn Gylfason bregður upp og ekki er annað hægt en kinka kolli við lesturinn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.