Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 67

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 67
Stokkar og steinar Platons 65 frummyndir: þær eru stöðugar og óbrigðular í birtingum sínum, en þessi óbrigð- ulleiki tryggir þekkjanleika þeirra og því einnig veruleika þeirra. 1. Sitt sýnist hverjum Arið 1979 birti heimspekingurinn Myles Burnyeat grein sem ber heitið „Conflict- ing Appearances". I greininni sem átti eftir að verða víðfræg gerði hann eftirfar- andi athugasemd að umræðuefni: óh'ku fólki, og stundum sama fólki við ólíkar aðstæður eða á óh'kum tímum, sýnist x vera F og x vera ekki-C. Til skýringar mætti taka sama dæmi og Platon tiltekur í Þeætetosi (152^2): „[Sókrates:] Hendir ekki stundum þegar sami vindurinn blæs að öðrum okkar finnist kalt en hinum ekki? Eða að öðrum okkar finnist svoh'tið kalt en hinum mjög kalt? [Þeætetos:] Oldungis." Óhkt Platoni telur Burnyeat þessa athugasemd ekki gefa tilefni til sérstakra ályktana, enda virðist í fljótu bragði ekki vera réttlætanlegt að draga neina veigamikla ályktun af henni, nema þá að einhver hafi rangt fyrir sér. En það sem er óneitanlega merkilegt við hana, og verðskuldar athygli, er hve margar ályktanir hafa þrátt fyrir allt verið dregnar af henni. Til dæmis hefur verið dregin sú ályktun að fyrst sýndir stangist á, þá sé ekkert í raun eins og það sýnist. Margar og kannski allar þessara ályktana nýta sér fullyrðingu sem kveður á um hvernig bcri að álykta út frá eftirfarandi staðhæfingu: Efsumum sýnist eitthvað vera Fen öðrum sýnistþað vera ekki-F, þá erþað ekki í raun og veru/í eðli sínu/ raunverulega F (eða ekki-F). Þetta er sláandi staðhæfing, og ekki síður í umhverfðri mynd: ef eitthvað er í raun og veru / í eðli sínu / raunverulega F (eða ekki-F), þá sýnist öllum það vera F (eða ekki-F). Fyrri útgáfan kemur fyrir hjá ýmsum heimspekingum, en Burnyeat finnur ekkert dæmi um hina síðari, og hefur það til marks um hversu hjákátleg hún sýnist, og hversu hæpin hún sé.1 Sjálfur telur Burnyeat að heim- spekingar sem gera sér mat úr þessum staðhæfingum notist við bjagað líkan af því hvernig skynjun virkar; greinin hans er útskýring á þessu líkani.2 Nú held ég að það sé ekki að ástæðulausu að heimspekingar hafa litið þá stað- reynd alvarlegum augum að sýndir stangast á, og þess vegna held ég að staðhæf- inguna beri að taka alvarlega, hversu skrýtin sem hún kann að virðast.Tilgáta mín á að skýra hvers vegna heimspekingar hafa séð sig knúna til að bregðast á þennan hátt við því sem við getum kallað ósamkvæmni eða ágreining sýndanna. Sú tilgáta á Hka að skýra, að hluta, hugmynd Platons með frummyndunum, a.m.k. eins og hann setur hana fram í Fædoni, Rikinu og reyndar fleiri samræðum. Athugum þá staðhæfinguna og ástæðuna fyrir því að yfirleitt var mark á henni tekið. Lítum á eftirfarandi skilyrðissamband: (a) ef x er raunverulega F, þá virðist x óbrigðullega vera F. Hvað merkir „óbrigðullega"? Hér merkir það að x virðist öllum 1 Burnyeat (1979: 75). 2 Líkanið segir hann vera (75) „an undeclared picture or model of what perception is or ought to be like. It is an inappropriate picture, even more inappropriate when carried over into the moral sphere, and for that reason it is not something a philosopher will readily acknowledge, even to himself.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.