Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 48
46
jón Egill Eypórsson
helgirita gerir það og að verkum að engin leið er að gera henni nein heildræn í
skil í svo stuttu máli, fremur en afgreiða mætti Biblíuna og þýðingu hennar fyrir
Vesturlönd með einni stuttri grein. Slík er þýðing hennar á hinu austur-asíska
menningarsvæði.
Sögulegt samhengi
Breytingaritningin á eins og fýrr segir rætur að rekja til að minnsta kosti n. og 12.
árhundraðs fýrir Krists burð. Þetta er tíminn þegar Shang-veldið pSjfjj (1600-
1046 f.Kr.) líður undir lok og Zhou-veldið jajijíjj (1122-256 f.ICr.) hefst.Til að gera
langa sögu alltof stutta, þá ríktu konungar Shang-ættarinnar yfir hinu eiginlega
Kína3 til forna frá u.þ.b. 1600 til um 1100 f.Kr.4 og er þessi tími án efa þekktastur
fýrir áletranir á svokölluðum spádómsbeinum (jiaguwen Eþ'ra'3^) sem eru elstu
rituðu heimildir frá Kína. Shang-konungar þessir fóru ekki aðeins með verald-
legt vald heldur voru og æðstuprestar ríkisins eins og alvanalegt er í frumstæðari
samfélagsgerðum, og er því freistandi að kalla þá goða eða goð-konunga fremur
en konunga. Spádómsbeinin voru þannig til komin að þessir goð-konungar og
prestar beittu hita til þess að framkalla sprungumynstur á tiltölulega flötum dýra-
beinum (aðallega var notast við herðablöð nautgripa) eða skjaldbökuskeljum, en
svo var ýmislegt varðandi spádómana grafið í beinin og skeljarnar. Þessar áletranir
eru greinilega stig í þróun kínversks ritsmáls og þykir einnig ljóst að ritmál þetta
er ekki á neinu frumstigi, heldur eru mörg sérkenni kínversks ritmáls þegar mjög
vel mótuð. Hversu mikil tengsl eru á milli þessara spádómsbeina annars vegar og
aðalvéfréttar Zhou-veldisins hins vegar er ekki ljóst.
Bókin er oft á tíðum skoðuð í fýrrnefndu konfiísísku samhengi, enda á hún þar
fýllilega heima sem eitt af mikilvægustu ritum þeirrar útfærslu konfusíusarhyggju
sem frá Han-tímanum }|§fý] (206 f.Kr.-220 e.Kr.) verður að opinberri heimspeki
og stjórnsýslufýrirmynd Kínverska keisaradæmisins. Hins vegar liggja rætur
hennar aftur í gráa forneskju og mun frumstæðari samfélagsgerð, þ.e. fýrrgreint
goð-konungaveldi. A þeim tíma, er Shang-veldið líður undir lok og Zhou-veldið
hefst, áttu sér stað ákveðnar trúarlegar og stjórnsýslulegar breytingar. Þó eru þær
smávægilegar í samanburði við möndulöldina sem ríður yfir Kína á tímabilinu
sem kennt er við vor og haust chun qiu jjfX (770-476 f.Kr.) og hin stríðandi ríki
zhanguo fjcílsl (475-221 f.Kr.). I kínverskri söguskoðun þykir eðlilegt að h'ta á hið
skammlífa Qin-veldi IjHjlj (221-206 f.Kr.) sem mikilvægan vendipunkt í sögunni
þar sem hinn sögufrægi fýrsti keisari Qin leiddi ríki sitt til sigurs og batt enda
3 Það svæði sem hér er átt við er í stórum drátmm austurhluti Gulárdals í Norður-Kína; landsvæði
sem samsvarar nokkurnveginn i lenan-fylki, suðvesmrhluta Shanxi-fylkis, og vesturhluta Shan-
dong-fýlkis nútímans. Segja má að þetta svæði sé hið eiginlega landsvæði Kina til foma og vagga
kínverskrar menningar.
4 Ekki hafa fræðimenn sæst á ákveðin ártöl varðandi þá atburði og sögulegu persónur sem hér um
ræðir, og það sem sett hefur verið fram hleypur á áratugum. Einnig ber þess að gæta að sennilegt
er að ættarveldi Kína til forna hafi öll verið til á sama tíma, átt bæði í ófriði og samvinnu og
skiptingin í tímabil endurspegli sviptingar í valdajafhvægi milli þessara ætta fremur en eiginleg
konungsættaskipti líkt og seinna á keisaraveldistímanum og í evrópskri sögu.