Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 61
Tákn og merkingar í Breytingaritningunni — Yi Jing
59
ekki.“'8 Og er hér átt við að þeir sem hafa kynnt sér vel heimspeki og siðfræði
Breytingaritningarinnar og lifi samkvæmt henni hafi ekki neina þörf fyrir dul-
spekilegt athæfi eins og að leita til véfrétta. Hér er á ferðinni afar rökræn hugsun
sem grundvallast einnig á þeirri siðfræði sem var rædd hér á undan og felur í sér
að Breytingaritningin kenni fyrirmyndarlífsstíl í takt við vilja himins og náttúru-
lögmála, en sömuleiðis er undirskilið að Breytingaritninguna skyldi engan veginn
nota til veraldlegrar nytsemi, og að hún sé þegar allt kemur til alls, eðli síns vegna,
gagnslaus til slíkra nota.
I Skýringum Zuo við Vor- og haustannálana Chun qiu zuo zhuan'9
segir frá Nan Guai lénsmanni nokkrum sem var ósáttur við lénsherra sinn
og hugðist segja sig úr lögum við hann og ganga til liðs við óvinveitt ríki. Hann
framkvæmdi spádóm og fékk sexgraf númer 2 11111! kun eða „hið móttæki-
lega“, með 6 í fimmta sæti, það er fimmta lína var breytanleg og gefur þá af sér
sexgraf 8 ] \ ] 111 bi lt eða „samstaða". Línutexti þessi hljóðar svo: „m.’YtibCrS • Að
klæðast gulu að neðan færir mikla gæfu,“ sem Nan Guai skildi sem svo að hann
væri að gera rétt og að áætlun hans færi farsællega, en ráðfærði sig þó við vitran
mann. Sá sagði:
m • • Wi • rztm • 7v • mzm-tíL • • TmM
• mrm • Tm^ •
Gult er fitur miðjunnar (hjartans); klæðið er skraut neðri hluta h'kamans;
hið mikla er hámark hins góða. Ef miðjan (hjartað) er ekki trú, þá nær
það ekki þessum sanna lit. Ef neðri hlutinn er ekki í samræmi (við hið
efra), þá getur það ekki klæðst skrúði. Ef atvik eru ekki af hinu góða, þá
ná þau ekki hámarki gæfunnar.20
Hinn vitri maður heldur áfram og biður Nan Guai að skoða hug sinn og tilgang
í þessu máh. I stuttu máli, Nan Guai hefði átt að skilja spádóminn svo að ef
hann gerði hluti af hollustu og heihndum pá hefði hann mikla gæfu, en þar sem
hann hugði á svik þá gilti spáin ekki um hann, heldur bæri að líta á hana sem
viðvörun um breytni til manns sem ekki uppfyhti þau siðferðislegu skilyrði sem
eru forsenda þess að geta notað Breytingaritninguna. Zhang Zai ^fltSc er annar
mikih Breytingafræðimaður Song-tímans og tekur í sama streng, en eftir honum
er haft: „ÍyMjWÍTM • -'FJ!I/JNAÍM • Breytingarnar vinna fyrir hinn upplýsta
mann, en ekki fyrir smámenni."
19 Vor- og haustannálana var minnst á hér á undan (neðanmálsgrein 2). Verkið er að stofni til saga
fyrrgreinds Lu-ríkis en enn bitastæðari þykja þó skýringar Zuo og annarra sem eru mjög ýtarleg-
ar og einhverjar mikilvægustu heimildir um Kína til forna.
20 James Legge (þýð.): 2he Ch'un Ts’ew with the Tso Chuen 14/ríl'/-1, Taipei: SMC Publishing
Inc., 1991. bls. 637-641.