Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 118
ii6
Maurice Merleau-Ponty
in hefur átt sér stað. Yfirveguð greining telur sig feta stíg hinnar undangengnu
mótunar í öfuga átt og finna í hinum „innra manni“, svo notað sé orðalag heil-
ags Agústínusar, mótandi afl sem jafngilti þessum innra manni allt frá upphafi.
Þannig leiðir yfirvegunin út í öfgar og kemur sér fyrir í sjálfsveru sem ekkert fær
grandað og býr handan veru og tíma. En þarna er mikill einfeldningsháttur á ferð,
eða réttara sagt mjög ófullkomin yfirvegun sem missir sjónar á uppruna sínum.
Ég byrja að yfirvega, yfirvegun mín er yfirvegun á einhverju óyfirveguðu, og hún
getur ekki verið óafvitandi um sjálfa sig sem atburð, því að þá h'tur hún á sig
sem sannkallaða sköpun, sem breytingu á innviðum vitundarinnar. Það tilheyrir
yfirveguninni að uppgötva heiminn fyrir utan eigin athafnir - þann heim sem er
sjálfsverunni gefinn af því að sjálfsveran er gefin sjálfri sér. Hinu raunverulega
þarf að lýsa en ekki búa það til eða móta það. Þetta merkir að ég get ekki dregið
skynjunina í dilk með samhæfingum af toga dóma, athafna eða umsagna. Skyn-
svið mitt er á hverju augabragði þakið leiftrum, skrjáfi og hverfulli snertingu sem
ég er ófær um að tengja nákvæmlega hinu skynjanlega samhengi en staðset þó
umsvifalaust í heiminum og rugla aldrei saman við dagdrauma mína. Á hverju
andartaki umlyk ég hka hlutina draumsýnum mínum og ímynda mér hluti og
persónur sem eru þeirrar gerðar að nærvera þeirra stangast ekki á við samhengið,
en engu að síður renna þau ekki saman við heiminn; þau eru á undan heiminum,
á leiksviði ímyndunaraflsins. Væri raunveruleiki skynjunar minnar eingöngu
grundvallaður á innra samræmi „eftirmynda" \„repre'sentations“] hlyti hún ætíð
að vera hikandi; þá væri ég ofurseldur ágiskunum og þyrfti á hverju augabragði
að leysa í sundur falskar samhæfingar mínar og tengja afbrigðileg fyrirbæri, sem
ég hefði áður útilokað frá raunveruleikanum, að nýju við hann. En málum er alls
ekki háttað á þennan veg. Hið raunverulega er þéttur vefur sem lætur ekki dóma
okkar ráða því hvaða furðumyndir hann tekur á sig eða hvaða afurðum ímynd-
unarafls okkar, jafnvel hinum sennilegustu, hann vísar frá sér. Skynjunin er ekki
vísindi um heiminn, hún er ekki einu sinni athöfn eða meðvituð afstaða. Hún er
sá grunnur sem allar athafnir spretta af og jafnframt sú forsenda sem þær ganga
út frá. Heimurinn er ekki viðfang sem fylgir ákveðnum mótunarlögmálum sem
ég hef í fórum mínum, heldur náttúrulegt umhverfi eða svið allra hugsana minna
og ljósra skynjana. Sannleikurinn „býr“ ekki aðeins í hinum „innra manni“4 eða,
réttara sagt, það er enginn innri maður til; maðurinn er í heiminum og það er í
heiminum sem hann öðlast þekkingu á sjálfum sér. Þegar ég sný mér að sjálfum
mér og geng út frá kreddum viðtekinna skoðana eða vísindanna er það ekki upp-
spretta innri sannleika sem verður fyrir mér, heldur sjálfsvera helguð heiminum.
*
I þessu ljósi ber að skoða eiginlega merkingu hinnar frægu afturfærslu fyrirbæra-
fræðinnar. Vafalaust er þar komið það úrlausnarefni sem Husserl varði mestum
tíma í að gera sjálfum sér ljósa grein fyrir - og um ekkert úrlausnarefni varð hon-
um jafn tíðrætt eins og marka má afþví veigamikla hlutverki sem „vandinn um
4 ,Jn te redi; in interiore homine habitat veritas“ segir heilagur Ágústínus.