Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 80
7«
Svavar Hrafn Svavarsson
Jæja þá, sagði hann. Upplifum við eitthvað eins og þetta í tilfelli jöfnu
stokkanna og hinna jöfnu hlutanna sem við vorum nú að tala um? Hvort
virðast þeir [jafnir skynjanlegir hlutir] okkur vera jafnir á sama hátt og
hið jafna sjálft...
Hér útskýrir Sókrates muninn á skynhlutum og frummyndum. Hann spyr hvort
við upplifum skynhluti eins og við upplifum frummynd: virðast þeir okkur vera
óbrigðullega jafnir eins og hið jafna sjálft? Spurningin er skýr og greinileg og
nafnhátturinn h'ka. Hann spyr ekki hvort skynjanlegir jafnir hlutir séu ljóslega
jafnir eins og hið jafna sjálft. Munurinn á skynjanlegum jöfnum hlutum og frum-
myndinni felst í muninum á upplifun okkar á þeim. Síðan lýkur Sókrates við
spurninguna:
..., eða skortir þá eitthvað í því að vera eins og hið jafna ellegar ekkert?
Þá skortir heilmikið, sagði hann [Simmías].
Það er ljóst hvað skynjanlega jafna hluti skortir. Þá skortir þann eiginleika að
virðast óbrigðuUega vera jafnir. Þetta er ófullkomleiki skynheimsins; hann skortir
þekkingarfræðilega samkvæmni.
Nú hefur Platon greint frá nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fýrir
þekkingu á því sem er jafnt: hluturinn verður óbrigðullega að virðast jafn. Eini
hluturinn sem uppfyllir þessi skilyrði er frummyndin, hluturinn í sjálfum sér,
hluturinn sjálfur. Og þetta á við allt sem er í sjálfu sér, eins og (75011-02) „hið fagra
sjálft, hið góða sjálft, hið réttláta, hið fróma og, eins og ég segi, við hvaðeina sem
við getum fest orðið „sjálft“ við“.
Það fylgir þessari stuttu rökfærslu að við höfum ekki þekkingu á því sem
skynjanlegir hlutir eru (jafnir eða ójafnir), þar sem skynjanlegir jafnir hlutir virð-
ast ekki óbrigðullega vera jafnir. I Fædoni segir Platon þetta ekki fullum fetum.
Hins vegar gerir hann það í Hippíasi meirid8
5. Hippías meiri og Ríkið
Sókrates og Hippías leita skilgreiningar á fegurð eða hinu fagra sjálfu. Sókra-
tes er orðinn allþreyttur á Hippíasi, sem er ósköp elskulegur en nokkuð treg-
ur. Sókrates leggur til að hið fagra sjálft sé hið viðurkvæmilega og spyr Hippías
(293611-29482):
Athugaðu þetta. Segjum við þá þetta um hið viðurkvæmilega: er hið
viðurkvæmilega það sem með nærveru sinni lætur sérhvern hlut sem það
er nærri virðast fagran eða vera fagran eða hvorugt?
38 Þessi samræða er að öllum líkindum eftir Platon, þótt um það hafi verið efast; sjá Woodruff (1982:
93-100).