Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 70

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 70
68 Svavar Hrafn Svavarsson (1009^7-12). Niðurstaða slíkxa rökfærslna er sú að ekkert sé eitthvað ákveðið.7 8 Þetta er innsæi þessara hugsuða, segir Aristóteles: ef x er ópekkjanlegt sem F eða ekki-F, pá er x ekki raunverulega F eða ekki-F.s Það sem kemur skýrt í ljós hjá Sextosi, en alls ekki í upphaflegri gerð full- yrðingarinnar, eru tengslin á milli veruleika og sýnda. Annars vegar höfum við: (a) ef x er raunverulega F, pá sýnist x óbrigðullega vera F, en hins vegar: (ai) ef x er raunverulega F, pá er x pekkjanlegt sem F ásamt (a2) ef x er pekkjanlegt sem F, pá sýnist x ávallt vera F. I upphaflegri mynd kemur þekkjanleikinn hvergi fram. En samkvæmt Sextosi höfum við engan aðgang að veruleikanum nema gegnum sýndir, og eina ástæðan fyrir því að sýndum sé treystandi, og eina leiðin til að rétt- læta skoðanir okkar á veruleikanum, væri óbrigðulleiki sýndanna. Nú sjáum við hvaðan styrkur fullyrðingarinnar kemur, hvers vegna hún hefur komið mönnum í uppnám; það er erfitt að gera grein fyrir grundvelli þekking- arinnar. Til að hafna fuUyrðingunni þarf annað hvort að hafna því að veruleikinn sé þekkjanlegur (sem fáir hafa viljað gera) eða því að eini mælikvarði sannleikans sé fullkomin samkvæmni og óbrigðulleiki sýndanna. Sú slóð hefiir oft verið troðin af þekkingarfræðingum fornum og nýjum. Samt eru sum svið einkennilega erfið viðureignar, ekki síst svið siðferðisins, eins og sést af fyrrnefndu dæmi Mackies.9 Hvað um það: sem fyrr segir er hægt að mæta fullyrðingunni á einfaldan hátt, þ.e.a.s. með því að finna eitthvað sem virðist óbrigðullega vera F (og reyndar er það iðulega gert innan siðfræðinnar).Takist það er skilyrðinu fuflnægt. Fullyrðing (a2), ef x er pekkjanlegt sem F, pá sýnist x ávallt vera F, er býsna afdráttarlaus. Hins vegar er hægt að samþykkja hana í grunninn en veikja og skilyrða á ýmsa lund hvað það merki að x virðist óbrigðullega vera F. Til dæmis mætti segja: ef x erpekkjanlegt sem F, pá virðist x óbrigðullega vera F eðlilegum og skynsömum áhorfendum við eðlilegar eða jafnvelfidlkomnar aðstœður. Reyndar má finna fullyrðinguna í þessari mynd hjá Sextosi (Höfuðdrættirpyrrhonismans 3.179). Einhvern veginn þannig yrði hún ásættanlegri fleiri heimspekingum, því breyt- ingin afgreiddi flest fræg dæmi um ágreining sýndanna. Hvað um það: ef maður finnur nú eitthvað sem virðist óbrigðullega vera F, þá gæti maður andað léttar og þóst vita að x væri F, og þess vegna væri x raunverulega F. Og það yrði ábyggileg- ur, óvefengjanlegur og öldungis frumspekilegur sannleikur. Og nú komum við að þætti Platons. 7 Sömu áherslu á þekkjanleika og notkun skilyrðissambandsins má finna í brotum Demokrítosar, Prótagórasar og Herakleitosar. Greinargerð Aristótelesar í 4. bók Frumspekinnar bendir til þess sama, sem oggagnrýni Platons á Prótagóras í samræðunni Þeætetos. Um mögulegt baksvið skoð- unarinnar, sjá Svavar Hrafn Svavarsson (2004: 286-90). 8 Því hefur verið haldið fram að Aristóteles beini spjótum sínum gegn Pyrrlioni þar sem liann beinir rökum gegn skoðunum sem vissulega má finna hjá Pyrrhoni. Það stenst varla; sjá Svavar Hrafn Svavarsson (2004). 9 Sextos notar rök sín gegn þeirri staðhæfingu að til séu náttúruleg gildi (að eitthvað sé náttúrulega gott eða vont). Uppruni skilyrðissambandsins kann vel að vera innan umræðna 5. aldar f.Kr. um stöðu hins réttláta og góða, hvort þetta séu mannasetningar eða náttúruleg fýrirbæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.