Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 42
4o
Ragnar Baldursson
upphaflega til komin vegna þess að síðari hluti verksins, kafli 38, hefst á umfjöllun
um „de“ þar sem segir: „Þeir dyggðugustu eru án dyggða. I því er dyggð þeirra
fóigin “ ítwpmmmm.
Hugmyndin um dyggð án dyggða er nátengd hugmynd daoista um aðgerðaleysi,
„wu wei“ „De“ felur í sér hlutbundna birtingarmynd hins óhlutbundna
„dao“ í gegnum athafnir, eða réttara sagt í „aðgerðalausri hegðun", dyggðum
prýddra stjórnenda. Styrkur slíkra afburðamanna felst í því að athafnir þeirra og
stjórnarstefna er í samræmi við „ferlið", þ.e. stjórnsýsla þeirra samræmist nátt-
úrulegri og óþvingaðri framvindu hlutveruleikans.
Jafnframt fær hugtakið „de“ afleiddar aukamerkingar hjá daoistum, „styrkur"
eða „vald“, enda telja þeir að ferlið (dao) feli í sér uppsprettu raunverulegs valds.
Framburður táknsins íyrir „dyggð" er hinn sami og táknsins flf, „de“, sem
þýðir að „öðlast“ eða „ná fram“, og það er h'ka ákveðin skörun í merkingu þeirra.
„Dyggð án dyggða" verður þannig eitthvað sem menn „öðlast án þess að þeim
hlotnist það“. Dyggðin felst einfaldlega í „aðgerðalausri hegðun eða athöfnum"
sem samræmast náttúrulegum og samfélagslegum ferlum.
Spekingurinn - fllj
Þeir sem náð hafa valdi á dyggðinni eru kallaðir ,pdan“ (fllj), sem væri freistandi að
þýða sem „dýrlingur" ef það orð væri ekki svo trúarlega tengt. Orðið „spekingur"
er líklega skárra enda er átt við djúpvitran einstakling sem hefúr öðlast skilning á
ferhnu (dao) og hagar gjörðum sínum í samræmi við það:
Þess vegna ástundar spekingurinn aðgerðalausar athafnir og framfylgir
kennisetningu án orða. Tugþúsundir h'fvera dafna án þess að hann taki
frumkvæðið... (2. kafli).
Spekingar (xian) voru gjarnan fræðimenn sem drógu sig út úr skarkala heimsins
og hugleiddu hinstu rök tilverunnar, eins og táknið f[Ij (xian) ber reyndar með
sér, því það er samansett af tákninu „maður“, X (ren) og tákninu fyrir „fjalT, [_L|
(shan). Daoisminn er að hluta til upprunninn í hugmyndum þessara einsetu-
manna og í Bókinni um veginn er boðað að farsælast sé að fela þeim stjórn rík-
isins. Þar eru daoistar á öndverðum meiði við fylgismenn Konfúsíusar, sem töldu
menntun lykilinn að farsælli stjóm og að lærdómsmenn væm best fallnir til að
stjórna ríkinu.
Daoistarnir töldu fræðimennsku lærdómsmanna hlutfirrta og til þess fallna að
afvegaleiða samfélagið inn á leið hégóma og fysna:
... Þess vegna felst stjórn spekingsins í því að tæma hug fólks og fylla
maga þess, veikja vilja þess en styrkja beinin. Hann leysir almenning ein-
att úr viðjum þekkingar og fysna og tryggir að gáfumenn dirfast ekki til
athafna. Sé aðgerðaleysi ástundað, þá er engin óstjórn ... (3. kafli).