Hugur - 01.06.2008, Síða 73
Stokkar og steinar Platons
71
j. Fædon 74(19-06
Það er alkunna að skilningur á rökfærslu Platons í Fædoni 74^9-06 er nauðsynlegur
til skilnings á frummyndakenningunni, því þessi rökfærsla er að líkindum fyrsta
skýra tilraun Platons til að útskýra sjálfstæða tilvist frummynda. Athugum fyrst
aðdraganda rökfærslunnar. I línu 73ci hefjast upprifjunarrök, sem eiga að sýna
að við öðlumst þekkingu með því að rifja upp það sem við vissum fyrir. Sókrates
hafði sagt að nám væri ekkert annað en uppriijun (7205-6). Upprifjun getur verið
af tvennu tagi. Hlutir geta orsakað upprifjun líkra og óh'kra hluta (74^2-3). Orsaki
þeir upprifjun líkra hluta, spyr Sókrates hvort ekki sé nauðsynlegt að velta því
einnig fyrir sér hvort þennan hlut skorti eitthvað miðað við þann hlut sem rifj-
aður er upp (7435—7), hvort hann sé ekki ófullkominn að einhverju leyti. Rökin
sem fylgja hafa oft verið nefnd ófullkomleikarökin. Þau eru tilraun til að útskýra
hvað hlut sem orsakar upprifjun skortir í samanburði við hlutinn sem rifjaður er
upp. Þegar upp er staðið hefiir verið útskýrt hvað skynhlut skortir í samanburði
við frummynd.
Hér kynnir Platon frummyndir til sögunnar. Hann færir ekki rök fyrir því að
til séu frummyndir; hann gerir ráð fyrir tilvist þeirra. Hann heldur því fram að
við rifjum upp frummyndir þegar við upplifum skynjanlega hluti. Þetta ferh er
mögulegt vegna þess að hlutirnir tveir eru ólíkir. Spurningin er því: ef frummyndir
eru til, hljóta þær ekki að vera óh'kar venjulegum skynhlutum? Rökin eiga að sýna
í hverju munurinn fehst og hvað megi ráða af honum, nefnilega að við hljótum að
hafa búið yfir þekkingu á frummyndum áður en við skynjuðum venjulega hluti,
sem eru óh'kir frummyndum og orsaka þannig upprifjunina (7409-75^2).
Nú er umdeilt hvernig Platon hugsar sér að þetta tvennt sé óh'kt. Ástæðan er
sú að grundvallarsetning í rökfærslunni er tvíræð (bæði málfræðilega og heim-
spekilega). Þessi setning er svona (74^7-9): „Gerist ekki stundum að jafnir steinar
og stokkar haldist samir en virðist einum jafnir en öðrum ekki?“l6 Meinar Plat-
on að steinar geti virst jafnir einni manneskju en ekki annarri, eða að steinn sé
augsýnilega jafn einum steini en ójafn öðrum? Síðari skoðunin hefiir ráðið ríkj-
um í hálfa öld og gott betur; Platon hefur ekki í huga ágreining sýndanna. Eg
held hins vegar að fyrri kosturinn sé réttur, enda geti textinn vart verið lesinn
öðuvísi. Rökfærslan sem Platon setur fram í textanum, og sömuleiðis í samræð-
unni Hippías meiri, h'tur svo út:
(1) Platon gefur sér að til séu tvenns konar hlutir sem sagðir séu jafnir, venju-
legir skynhlutir eins og stokkar og steinar og svo hið jafna sjálft.
(2) Síðan segir hann að við vitum að hið jafna sjálft sé jafnt.
(3) Rökin eru þessi: Þegar við skynjum venjulega jafna hluti förum við að
hugsa um hið jafna sjálft. Fyrst hið jafna sjálft er ólíkt venjulega jafna
hlutnum er skilyrðum fyrir upprifjun (frá 73c6-di) fullnægt.
(4) Skynjanlegir jafnir hlutir og hið jafna sjálft er ólíkt með því að skynhlut-
■6 1 tilvitnunum úr Fædoni er eilítið brugðið út af þýðingu Sigurðar Nordals og Þorsteins Gylfa-
sonar.