Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 149
Valsað um valdið
H7
styrkjast, margvísleg „afbrigðilegheit" festast í sessi."27 Það sem hér er að verki,
meira eða minna á bak við tjöldin, er náið samspil valds og nautnar: sú viðleitni
valdsins að hafa hemil á kynhfinu, kortleggja það og stýra því út í ystu æsar kveikir
jafnskjótt og jafnharðan nýja nautn sem í reynd er tvíhliða: annars vegar kemur
þar til sú „nautn að beita valdi sem spyr, vakir yfir, fylgist með, njósnar, grefst
fyrir, þreifar á, leiðir í ljós; og á hinn bóginn nautn sem kviknar af því að forðast
þetta vald, flýja það, blekkja það eða skopast að því.“28 A þennan hátt má óhik-
að fuUyrða að veruleikinn sjálfur kynvæðist. Eða, nánar tiltekið, þráin í djúpum
og víðum skilningi er virkjuð í þágu neyslunnar - kynh'f verður neysluvara og
neysluvörurnar kynvæðast. Til marks um þetta mætti nefna þá merku uppfinn-
ingu sem Guðmundur Andri Thorsson hafði orð á í blaðapistli fyrir nokkrum
árum og nefndi „bílkynhneigð" - og með margfræga fasteignaauglýsingu sem
birtist í auglýsingahléi áramótaskaups 2007 í huga má bæta hér um betur og
tala í sama anda um „húskynhneigð". Á þennan hátt má segja að ráðandi öfl í
þjóðfélaginu - sem við skulum einfaldlega nefna „valdið" að hætti Foucaults (en
Marx hefði aftur á móti talað hér um auðmagnið) — virki kynh'fið, magni það upp
og dreifi því út um allt, ef til vill með þeirri afleiðingu að orkan sem í okkur býr
tvístrast og þynnist út, og verður þar af leiðandi meinlausari en ella. Þannig erum
við ekki eins bæld og við höldum - en við erum heldur ekki eins frjáls og við
höldum. I sjálfri viðleitninni til að leika á valdið styrkjum við það og þjónum því.
Samfélagsvélin, vél valdsins, gleypir andstöðuna jafnharðan og stihir henni upp
sem nýju stássi á arinhillu sinni. Valdið gegnsýrir okkur, og ekkert er eðlilegra en
að við spyrjum: hvar má finna skjól? Og hvaðan er vonar að vænta? Hvernig er
hægt að vera raunverulega hinsegin?
* * *
Á meðan við veltum því fyrir okkur hvernig svara megi þeirri spurningu skulum
við h'ta nánar á gagnrýni Foucaults á sálgreiningu að hætti Freuds. Kjarni hennar
er sú skoðun að sálgreiningin geri ekkert annað en lýsa áherslunni á kynh'fið innan
frá, og að fyrir vikið verði hún ekki til annars en að renna stoðum undir ríkjandi
skipan mála, þ.e. áhersluna á hjónabandið skilið sem sambúð gagnkynhneigðra.
Sálgreiningin gengur þannig í hð með ríkjandi ástandi (feðraveldi og gagnkyn-
hneigð) og í raun með bælingunni sem hún þykist þó ætla að vinna bug á - eða
að minnsta kosti takast á við. Áherslan á Ödipusarduldina leikur lykilhlutverk í
þessu sambandi.29 Sem kunnugt er felst duldin sú arna í því að öll langi okkur i
reynd, innst inni, í sjálfum kjarna sálartetursins, til að drepa foður okkar og sænga
hjá móður okkar í hans stað. Þessi löngun kemur til strax í frumbernsku, og setur
í raun mark sitt á fyrstu skref okkar inn í samfélagið sem fullgildar, þ.e. fullorðnar,
verur. Innsta og upprunalegasta löngun mannverunnar er með öðrum orðum sú
27 Foucault, „Bælingartilgátan", s. 198-199.
28 Foucault, „Bælingartilgátan", s. 206-207.
29 Sígilda framsetningu á kenningunni um Odipusarduldina má til dæmis finna hjá Sigmund Freud,
lnngangsjyrirkstrar um sálkönnun, III. liluti [síðara bindi], Sigurjón Björnsson þýddi (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag 1996), s. 356-365 (21. fyrirlestur: Þróunarferli líbídóar og skipulag
kynlífs).