Hugur - 01.06.2008, Síða 116

Hugur - 01.06.2008, Síða 116
Maurice Merleau-Ponty 114 spyr sig að því hvort heimspeki sem nær ekki einu sinni að skilgreina sjálfa sig verðskuldi alla þá athygli sem hún hefiir hlotið, og hvort hér sé ekki fremur um að ræða goðsögn eða tískufyrirbæri. En þó svo væri þyrfti engu að síður að skilja dýrðarljóma þessarar goðsagnar og upptök þessarar tísku. I anda heimspekilegrar alvöru mættí segja: Fyrirbæra- frœðin er stunduð og viðurkennd sem hugsunarháttur eða stíll, hún er til sem hreyf- ing áður en hún kemst til fullrar heimspekilegrar vitundar. Hún hefur lengi verið í mótun og fylgjendur hennar sjá hana að verki út um allt, einkum í ritum Hegels og Kierkegaards, en einnig hjá Marx, Nietzsche og Freud. Engu að síður myndi textafræðileg athugun á þessum ritum ekkert leiða í ljós. I verkunum finnum við aðeins þá merkingu sem við leggjum í þau, og hafi nokkur saga nokkurn tíma þurft túlkunar við, þá er það saga heimspekinnar. Einingu fyrirbærafræðinnar og raunverulegrar merkingar hennar finnum við í okkur sjálfum. Vandinn felst ekki í því að tína til tilvitnanir heldur í því að ákvarða og hlutgera þá jyrirbærafrteði jyrir okkur sem veldur því að margir samtímamenn sem lesið hafa rit Husserls eða Heideggers fá á tilfinninguna að þeir séu ekki að kynnast nýrri heimspeki heldur rekast á eitthvað sem þeir áttu von á. Fyrirbærafræði er ekki hægt að nálgast nema með fyrirbærafræðilegri aðferð. Við skulum því leitast við að tengja saman á skipulegan hátt hin margfrægu stef hennar eins og þau hafa tvinnast saman af sjálfu sér í lífi okkar. Þá munum við ef til vill skilja hvers vegna fyrirbærafræðin hefur verið svo lengi í mótun, sem óráðin gáta og óuppfyllt fyrirheit. * Málið snýst um að lýsa en ekki útskýra eða sundurgreina. Þessi fyrstu fyrirmæli Husserls til fyrirbærafræðinnar í burðarliðnum, um að vera „lýsandi sálarfræði" og snúa aftur „til hlutanna sjálfra", eru fyrst og fremst afneitun á vísindunum. Ég er ekki niðurstaða eða skurðpunktur óh'kra orsakakeðja sem ákvarða h'kama minn eða „sálarlíf'. Mér er fyrirmunað að skilja sjálfan mig sem ekkert annað en h'tíð brot af heiminum, sem einfalt viðfang líffræðinnar, sálarfræðinnar og félags- fræðinnar, né heldur get ég látið heim vísindanna fanga mig. Allt sem ég veit um heiminn, að því meðtöldu sem vísindin hafa látið mér í té, hvílir á eigin við- horfum eða upplifun af heiminum, og án þessara viðhorfa og þessarar upplifunar væri táknmál vísindanna merkingarlaust. Heimsmynd vísindanna er grundvölluð á heimi upphfunarinnar, og ef við viljum gera okkur skýra grein fyrir vísindunum og meta merkingu þeirra og verksvið nákvæmlega verðum við að byrja á því að endurvekja hina upprunalegu upplifun sem við öðlumst af heiminum, þá upplifim sem vísindin eru reist á. Vísindin hafa ekki og munu aldrei, eðh sínu samkvæmt, öðlast sömu tilfinningu fyrir verunni og heimur skynjunarinnar af þeirri einföldu ástæðu að þau ákvarða og útskýra heiminn. Ég er hvorki „lifandi vera“ né „maður“ eða „vitund" með öllum þeim einkennum sem dýrafræði, samfélagsgreining eða aðleiðslusálarfræði eigna þessum óhku afurðum náttúrunnar eða sögunnar. Ég er hin algilda uppspretta og tilvera mín hlýst ekki af því sem á undan mér kemur né heldur af náttúrulegu eða félagslegu umhverfi, heldur beinist hún að þeim og heldur þeim uppi, því það er ég sem ljæ þessari hefð tilveru fyrir mig (og þar með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.