Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 31
Heimhvörf hnattvæðingar og uppstreymi menninga
29
eigin hefð og sýnt nokkurn þrótt síðan Yan Fu tók inn vestræna frjálslyndis-
stefnu seint á tímaskeiði Qing-keisaraveldisins (1644-1911). En á tuttugustu öld
tókst æ kínverskari útgáfu af marx-lenínisma að kæfa deweyískan pragmatisma
í fæðingu, drekkja leifunum af konfiisíusarhyggju og gera sjálfan sig að nýjum
menningarlegum rétttrúnaði. Samtímis litu margir ef ekki flestir nafntoguðustu
meðlimir hinnar nýju konfusíusarhyggju, eins og Tang Junyi og Mou Zongsan,
til Evrópu og einkum Þýskalands sem mælistiku til að réttlæta kínverska „annars
stigs“ hugsun sem virðulega heimspekihefð. Það hefur ótvíræða þýðingu fyrir þá
samræðu sem vænta má í nánustu framtíð að í fyrstu átökunum milli konfusíus-
arhyggju og Dewey, sem áttu sér stað undir merkjum Fjórða maí-hreyfingarinnar
í Kína eftir 1919, fordæmdu menntamenn nýmenningarhreyfingarinnar konfusí-
usarhyggju sem slímlag sem stíflaði æðar Kína og hefti lífsnauðsynlega útbreiðslu
þeirra nýju hugmynda sem þörf væri á til að gera þjóðinni kleift að ganga inn í
heim nútímans. Og þá var mælt með Dewey sem lækningu.6
A meðan marx-maóismi hefur að mestu liðið undir lok hefur átt sér stað greini-
leg þróun í kínverskri samtímaheimspeki. Hún hóf flugið hjá Kant og Hegel,
beindi svo athygli sinni að Wittgenstein og beinir nú sjónum sínum einkum
að fyrirbærafræði og Heidegger. Það er þýðingarmikið fyrir h'kur á konfusísk-
deweyískri samræðu að hvatinn fyrir því að áhuginn færðist frá Kant til Heideg-
gers hefur að umtalsverðu leyti verið sá skyldleiki sem hinn síðarnefndi er talinn
hafa við innfædda hugsunarhætti.71 raun hefur endurreisn kínversks sjálfræðis
um miðja tuttugustu öld og stöðug framvinda Kína í átt til heimsveldis á síðustu
áratugum ýtt undir endurnýjaða en þó gagnrýna vitund Kínverja um eigin menn-
ingarhefð sem grundvöll fyrir sjálfsskilning. Samtímis hefur þessi framvinda
þjónað sem undirstaða þegar fengist er við ferli hnattvæðingarinnar sem skiHn er
sem möguleiki á innsýn í fjölmenningarleg sjónarmið. Þetta eru ferli sem komu
vissulega seint fram á sjónarsviðið en eru nú óhjákvæmileg.
Á sama tíma og evrópsk heimspeki hefur verið álitin mælistika heimspekilegrar
nákvæmni hefur kínverskum fræðimönnum löngum fundist þeir h'tið geta lært
af erlendum hugleiðingum um menningararfleifð Kína og því hunsað að mestu
6 Arið 1919 kom Dewey til Kína í boði fyrrum nemenda sinna við Kólumbíuháskóla, en þar á
meðal voru Hu Shi og Jiang Menglin sem komist höfðu til áhrifa sem bæði fræðimenn og
umbótamenn innan nýmenningarhreyfingarinnar. Um tveggja ára skeið hélt Dewey fyrirlestra
víðsvegar um Kína og fékk hann milda umfjöllun í hinum nýju innlendu dagblöðum. Robert
Clopton og Tsuin-chen Ou greina frá því að „Dewey naut ekki fylgis á meðal fagheimspekinga í
deildum kínverskra háskóla, því flestir þeirra héldu tryggð við þýskar og franskar heimspekihefðir
sem þeir höfðu hlotið þjálfun í á námsárum sínum í Evrópu“, sjá John Dewey: Lectures in China
1919-1920 (Honolulu: University Press of Hawaii, 1973), s. 13. Þeir gefa þar með í skyn að á þessum
óræða tíma hafi hugmyndir Deweys verið „mistúlkaðar" af áheyrendum úr hópi baráttufólks sem
hafi haft í for með sér að álirif þeirra voru meiri á félagslegar og pólitískar þarfir samtímans
en eiginlega fagheimspeki. Leiða má að því líkur að slík „mistúlkun" hefði ekki verið Dewey á
móti skapi og hann hefði jafnvel smtt hana. Sjá Gu Hongliang, Shiyong zhuyi de wudu: Duiuei
zhexue dui Zhongguo xiandaizbexue deyingxiang [Mistúlkun pragmatisma: Ahrif heimspeki Deweys
á kínverska nútimaheimspeki] (Shanghai: Huadong shifan daxue chubanshe, 2000); og Zhang
Baogui, Duweiyu Zhongguo [Dewey og Kina] (Shijiazhuang: Hebei rcnmin chubanshe, 2001).
7 Hér má einkum benda á Zhang Xianglong, Cong xianxiangxue dao Kongfuzi [Frá fyrirbærafræði
til Konfusíusar] (Beijing: Shangwu yinshuguan, 2001). Það er athyglisvert að í ljósi þess að hér er
um fræðirit að ræða naut það óvenju mikilla almennra vinsælda þegar það kom út.