Hugur - 01.06.2008, Side 175
Frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki
Óhætt er að segja að starfsemi Félags áhugamanna um heimspeki standi nú í
blóma og að bjart sé framundan eftir erfið ár í byrjun aldar. Félagsmenn, sem
einnig eru áskrifendur Hugar, eru vel á ijórða hundraðið og „nýliðun" gengur vel.
Að vísu er ekki óþekkt að áskrifendur standi í skuld við félagið, taki þau til sín
sem eiga! Jafnframt eru áskrifendur minntir á að skrá sig á rafrænan póstlista
félagsins, sbr. auglýsingu hér neðst á síðunni.
Frá því að pistill frá stjórn félagsins birtist síðast, þ.e. í Hug 2006, hefur félagið
staðið fyrir ýmsum viðburðum. Þar á meðal má nefna afar fjölsóttan fyrirlestur
slóvenska heimspekingsins Slavojs Zizek við Háskóla Islands 26. janúar 2008,
sem félagið stóð að ásamt öðrum. Félagið stóð fyrir kynningu á Hug að loknum
fyrirlestrinum og aflaði fjölmargra nýrra áskrifenda. I tilefni af útkomu Hugar
2007 var svo haldið málþing um heimspeki menntunar í Háskóla íslands 10. maí
2008 og var það einnig afar vel sótt. Kristján Kristjánsson og Ólafur Páll Jónsson
fluttu erindi og að þeim loknum urðu h'flegar og gagnlegar umræður. Við þetta
tækifæri bættist einnig góður hópur fólks í félagatalið.
A aðalfundi félagsins 12. desember 2007 var stjórn félagsins endurkjörin. Hana
skipuðu Pétur Gauti Valgeirsson formaður, Björn Þorsteinsson gjaldkeri, Kristín
Hildur Sætran ritari, Ólafur Páll Jónsson meðstjórnandi og Hrannar Már Sig-
urðsson varamaður. Á aðalfundi 25. nóvember 2008 urðu nokkrar breytingar á
stjórninni og er hún nú skipuð sem hér segir: Björn Þorsteinsson formaður, Pét-
ur Gauti Valgeirsson gjaldkeri, Kristín Hildur Sætran ritari, Margrét Elísabet
Ólafsdóttir meðstjórnandi og Egill Arnarson varamaður.
Geir Sigurðsson lætur nú af störfum sem ritstjóri Hugar og færir stjórnin hon-
um bestu þakkir fyrir góð störf. Eyja Margrét Brynjarsdóttir verður næsti ritstjóri
tímaritsins og hefur þegar hafist handa; er hún hér með boðin formlega velkomin
í ritstjórastóhnn.
F.h. stjómar FÁH
Björn Þorsteinsson,formaður
bjorntho@hi. is
Ert þú á netfangalista FÁH?
Áskrifendur Hugar og félagsmenn í Félagi áhugamanna um heimspeki eru vel
á fjórða hundraðið. Tilkynningar um fundi og aðra viðburði á vegum félagsins
eru að öðru jöfnu sendar út með tölvupósti. Því er brýnt að félagsmenn séu
(rétt) skráðir á netfangalista félagsins.
Ert þú skráð/ur á netfangalistann? Er skráningin rétt? Hafðu samband
við formann félagsins, Björn Þorsteinsson, í tölvupósti (bjorntho@hi.is) eða
símleiðis (699-0315).