Hugur - 01.06.2008, Side 169
Ritdómar
167
samanstendur af go kennisetningum á 23
blaðsíðum sem Leibniz ritaði að ævi-
kveldi. Það vekur athygli þegar textarnir
þrír eru lesnir hversu lidum breytingum
frumspeki Leibniz virðist taka á þeim
30 árum sem hann fæst við hana, að því
er virðist að mestu í hjáverkum. Grunn-
hugmyndirnar eru nokkurn veginn hinar
sömu enda þótt hugtakanotkunin þróist.
Ædun Leibniz með frumspeki sinni
er að verja hefðbundnar hugmyndir um
persónulegan og skiljanlegan Guð og
að sköpunarverk hans sé gott, enda þótt
(eða einmitt vegna þess að) mennirnir
hefðu frjálsan vilja til þess að breyta ekki
einungis rétt heldur einnig rangt. Rökum
sínum fyrir þeirri sýn teflir Leibniz fram
gegn ýmsum helstu hugsuðum aldarinn-
ar: frumspekilegri tvíhyggju Descartes,
tilefnishyggju Malebranche, algyðistrú
Spinoza o.m.fl. Þegar þessir skotspónar
hans settu fram frumspekikerfi sín reyndu
þeir, hver með sínum hætti, að komast
hjá því að eigna Guði ákveðna eiginleika
sem gætu gert hann að mótsagnakenndri
veru. Að dómi Leibniz væri hins vegar
vel hægt að bjóða upp á frumspeki sem
leyfði Guði að samræmast orðum heil-
agrar ritningar og viðurkenndum hug-
myndum manna um hann en sem væri
um leið í engu ósamræmi við vísindalega
þekkingu.
Nú er undirritaður sekur um hið sama
og svo margir aðrir sem hafa á annað
borð nám í heimspeki á samviskunni: að
hafa ekki lesið mikið í Leibniz. En eftir
lestur þessa kvers get ég ekki neitað því
að „lausn" Leibniz í þessum efnum virð-
ist mér heldur fjarstæðukennd. Sjálfur
er hann sér greinilega meðvitaður um
hversu óvenjuleg og h'tt sannfærandi
kenning hans þótti við fyrstu sýn (sjá t.d.
127). Spurningin er hvort hún verði nokk-
uð trúverðugri við nánari skoðun: Heim-
urinn samanstendur af ómælanlegum
verundum eða „mónöðum" sem mynda
í sameiningu bæði efnislega og andlega
hluti þrátt fyrir að vera sjálfar óefnis-
legrar (= andlegrar?) náttúru. Það sem
gerir mónöðukenninguna að óvenjulegri
eindakenningu er að mónöðurnar mynda
einingar veruleikans saman án þess þó að
snertast, þ.e. án þess að hafa áhrif hverj-
ar á aðrar. Þess í stað fylgir hver þeirra
eigin áædun í samræmi við forákvarðað
samræmi og stöðuga varðveislu guð-
legrar forsjónar en engin raunveruleg
orsakatengsl eru á milli þeirra.
Almennt þykir mér eðlilegt að virða
hvert heimspekikerfi út frá eigin for-
sendum (að svo miklu leyti sem við átt-
um okkur á þeim) og reyna því að forðast
að skoða mónöður sem einhvers konar
„fyrirrennara" atóma eða gena í vísinda-
sögunni. En jafnvel þótt ædunin sé ekki
að leggja mat á kenningu Leibniz út frá
vísindum samtímans vakna óneitanlega
spurningar um hvað sé sameiginlegt
og hvað ekki sameiginlegt með slíkum
hugtökum og grunnhugtökum í nútíma-
náttúrufræði, þó ekki væri nema til þess
að gera sér betur grein fyrir því í hverju
mikilvægi frumspeki Leibniz er fólgið og
hveijar eru takmarkanir hennar. Hver er
t.d. málsvörnin fyrir því að hver þessara
mónaða eigi að endurspegla allar aðrar
mónöður? Er það til þess eins að mó-
nöður nái að skilja hina æðstu mónöðu,
Guð? Hvaða gátur um tengsl milli anda
og efnis telur Leibniz sig geta leyst þeg-
ar hann heldur því fram að hver þessara
aðskildu verunda sé „eins og heill heimur
og eins og spegill Guðs eða alls alheims-
ins sem hún tjáir, hver með sínum hætti
[...] hún tjáir [...] allt það sem verður í
heiminum, í fortíð, nútíð og framtíð"
(64-65)? Erfitt er að svara þeirri spurn-
ingu hvort mónöðukenningu Leibniz
megi réttlæta með sannfærandi hætti út
frá samtíma hennar eða hvort hún hafi
alla tíð verið fremur furðuleg hugarsmíð
og lítið meira en það.
Þrír stuttir kynningartextar á sér-
kennilegu heimspekikerfi svara engan
veginn þeim spurningum sem vakna við
lestur þeirra, heldur gegna þeir fyrst og
fremst því hlutverki að hvetja til frekari
lestrar. Það minnir mann á hversu lítið