Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 101
Gagnrýnar manneskjur
99
Hér persónugerir Páll gagnrýna hugsun og því er eðlilegra að líta svo á að hann
sé að fjalla um gagnrýnar manneskjur - manneskjur sem búa yfir gagnrýninni
hugsun - frekar en hugsunina sem sh'ka. Það eru einstaklingar sem rannsaka og
leita raka. Mikael M. Karlsson gerir þetta að umræðuefni í greininni „Gagnrýni
og hugsun" og segir:
Samkvæmt þessu má líta á gagnrýna hugsun sem fyrirbæri í h'kingu við
dygð. Gagnrýnin hugsun er einhvers konar gott hugferði, ef svo mætti að
orði komast, það sem á eðlilegu máli kallast rökvísi.3
Mikael segir svo að sé litið á spurningu Páls, „Er hægt að kenna gagnrýna hugs-
un?“ á þennan hátt, þá sé hún ekki ósvipuð spurningu Sókratesar í Menóni og
Prótagórasi um hvort hægt sé að kenna dygð og því kallar hann spurninguna plat-
onsku spuminguna. I þessari grein mun ég fjalla um gagnrýna hugsun á þessum
nótum - á platonskum nótum. Spurningin er þá ekki beinlínis hvað gagnrýnin
hugsun er, heldur hvað það sé að vera gagnrýnin manneskja.
Ein frægasta lýsing heimspekings á gagnrýninni manneskju er sjálfslýsing
Descartes í upphafi Hugleiðinga um frumspeki.
Fyrir allmörgum árum varð mér ljóst að ég hafði frá ungum aldri talið
margar rangar skoðanir réttar, og að hvaðeina, sem ég hafði síðan byggt
á þeim, hlaut að vera mjög vafasamt. Því hlyti ég einu sinni á ævinni að
kollvarpa öllu, og byrja að nýju frá grunni, ef ég vildi einhvern tíma reisa
eitthvað traust og varanlegt í vísindum.
Og nokkrum línum neðar:
I dag létti ég því af mér öllum áhyggjum, tryggði mér ákjósanlegt næði,
er einn og út af fyrir mig og hyggst snúa mér að því að rífa til grunna allar
fyrri skoðanir mínar, í fyllstu alvöru og án þess að hika.4
Verkefnið sem Descartes setur sér er „að fallast ekki á neina skoðun eða fullyrðingu
nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir
henni“, eins og Páll orðar það. Táknmynd hinnar gagnrýnu manneskju í þessum
skilningi er hugsuðurinn eftir Auguste Rodin. Maðurinn sem situr íhugull, laus
við flumbrugang og sleggjudóma, og leggur hugmyndir sínar í dóm skynseminnar
og fellst ekki á þær sem sannar fyrr en þær hafa staðist slíka rannsókn.
Við færumst ekki frá einberum skoðunum til þekkingar nema með því að íhuga
hlutina og maðurinn sem situr og hugsar er táknmynd hinnar gagnrýnu mann-
3 Mikael M. Karlsson, „Gagnrýni og hugsun", Hugsað með Páli, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005,
bls. 68.1 bókinni Hugsað með Páli eru tvær greinar til viðbótar um hugmyndir Páls Skúlasonar um
gagnrýna hugsun,„Tími mannsins: Gagnrýnin hugsun í óræðum heimi“ eftir Björn Þorsteinsson
og „Gagnrýnin hugsun: Kenning Páls Skúlasonar" eftir Guðmund Heiðar Frímannsson.
4 René Descartes, Hugleiðingar um frumspeki, íslensk þvðing eftir Þorstein Gylfason, Hið íslenska
bókmenntafélag, Reykjavík 2001, bls. 130.