Hugur - 01.06.2008, Side 125

Hugur - 01.06.2008, Side 125
Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar 123 ingu sem kveður á um markmið þekkingarinnar. Af þessum sökum gerir Husserl annars vegar greinarmun á athafnarætlandi sem er að verki í dómum okkar og ákvörðunum, og er eina ædandin sem Kant talar um í Gagnrýni hreinnar skynsemi, ogvirkri ædandi (fungierende Intentionalitát) sem myndar þá náttúrulegu einingu heimsins og lífs okkar sem fer á undan tungumálinu, tekur á sig skýrari mynd í löngunum okkar, gildismati og umhverfi heldur en í hlutlægri þekkingu, og lætur í té þann texta sem þekkingarbrotum okkar er ædað að vera nákvæm þýðing á. Tengslunum við heiminn sem taka þrotlaust á sig mynd í okkur er ekki þannig háttað að þau megi skýra með sundurgreiningu: heimspekin getur aðeins sett okkur þau fyrir sjónir að nýju og borið þau þannig upp til samþykkis okkar. Með skírskotun til þessarar útvíkkuðu hugmyndar um ætlandina má greina á miUi fyrirbærafræðilegs skilnings og hefðbundins „vitsmunaskilnings" \„intellec- tion'] sem heldur sig við „sanna og óbreytanlega náttúru hlutanna", og fyrir vikið getur fyrirbærafræðin orðið að fyrirbærafræði tilurðar. Hvort sem um er að ræða skynjun á hlut, sögulegan atburð eða kennisetningu er „skilningur" fólginn í því að ná að nýju tökum á heildarætluninni - þ.e. ekki aðeins því sem þessi fyrirbæri eru sem eftirmyndir í huga okkar („eiginleikar" skynjaðra viðfanga, leifarnar af „sögulegum viðburðum“ eða þær „hugmyndir" sem kennisetningin varpar fram) - heldur hinum einstaka veruhætti sem birtíst í eiginleikum steinvölunnar, glersins eða vaxmolans, í gjörvallri atburðarás byltingar og öllum hugsunum heimspek- ings. I sérhverjum menningarheimi er um það að ræða að finna Hugmyndina í hegelskum skilningi, þ.e.a.s. ekki eðlis- eða stærðfræðileg lögmál, sem hin hlut- læga hugsun hefur aðgang að, heldur tíltekna forskrift sem felur í sér einstætt tilbrigði í breytni gagnvart hinum, náttúrunni, tímanum og dauðanum, ákveðinn hátt á því að ljá heiminum mynd sem sagnfræðingurinn á að geta afmarkað og tileinkað sér. Þar eru komnar víddir sögunnar. Með tilliti til þeirra er ekki til sú beiting tungumálsins eða sú mannlega athöfn - jafnvel þótt hún sé venjubundin eða eftirtektarlaus - sem ekki býr yfir merkingu. Eg hélt að ég hefði þagnað vegna þreytu, ráðherra nokkur taldi sig hafa látið falla orð sem væru bundin við ákveðið tækifæri, en þögn mín og orð hans öðlast engu að síður merkingu vegna þess að þreyta mín og flótti hans á náðir orðagjálfurs voru engin hending heldur láta í ljós ákveðið áhugaleysi en samt um leið tiltekna afstöðu til þess sem var í tafli. Þegar atvik er skoðað náið á þeirri stundu sem það gerist virðist það hending ein: frama- girni tiltekinnar persónu, ánægjulegur samfundur eða staðbundnar aðstæður virð- ast hafa ráðið úrslitum. En tilviljanirnar upphefja hver aðra og þannig kemur í ljós að hið sundurlausa safn staðreyndanna rennur saman og myndar ákveðinn hátt á að taka afstöðu til hlutskiptis mannsins, og þannig verður atburður sem hefur til að bera ákveðna megindrætti sem við getum tekið til umræðu. A skilningur okkar á sögunni að byggjast á hugmyndafræði, stjórnmálum, trúarbrögðum eða hagfræði? Ber að skilja fræðikenningu í Ijósi opinbers inntaks hennar eða í ljósi sálarlífs höfundarins og viðburðanna á æviskeiði hans? Skilningurinn á að taka til allra þessara sjónarhorna samtímis, allt hefur merkingu og að baki allra þessara þátta má finna sömu formgerð verunnar. Oll þessi sjónarhorn eru sönn, að því gefnu að þau séu ekki slitin úr tengslum hvert við annað, að grafið sé til botns í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.