Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 18
i6
Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr.
jyrir og skilja hugtök á borð við tían (himinn, náttúra), dao (leið,ferli) ogjafnvel hið
konfúsíska ren (mannúð, myndugleiki) án pess að fallast á pá verufræði sem liggur
hinnifomkínversku veraldarsýn tilgrundvallar?
Hér er líklega mjög nærtækt og skynsamlegt að líta til frumspeki, eins og vinur
minn Roger Ames gerir. En sjálfur hef ég hneigst til að nálgast þennan vanda
með því að líta sérstaklega til menningar og tungumáls. Þar reyni ég að setja fram
hugtök sem eru sambærileg en hrærast innan frábrugðinna frumspekiheilda.
Hvað þetta áhrærir er til dæmis kantísk frumspeki að nokkru leyti frábrugðin
frumspeki afleiðingahugsunar á borð við nytjahyggju. Þær beita sömu hugtökum
til að lýsa viðfangsefnum siðfræðinnar en komast að öndverðum niðurstöðum
um það hvernig eigi að beita altækum reglum. Báðar stefnur nota orð á borð við
„siðferði", „hlutlægni“, „huglægni", „almennt", „persónulegt", „afarkostir", „val“,
„skylda", „skynsemi" og „frelsi". En þær skilja þessi hugtök með eilítíð mismun-
andi hættí. Það varpar til dæmis ljósi á muninn á heimspeki Kants og Hegels að
skoða hvernig þeir skilja orðið Freiheit með ólíkum hætti. Þannig er hægt að hafa
mismunandi frumspeki en ef þú talar sama tungumál siturðu samt uppi með það
sem ég kalla hugtakaklasa. Runan sem ég nefndi áðan er hugtakaklasi vestrænnar
nútímasiðfræði. Grikkland til forna hafði annan hugtakaklasa, Vesturlönd mið-
alda, t.d. England, enn annan og sömuleiðis eru margir hugtaklasar í Kína. Kon-
fusíusarsinnar hafa einn, daóistar annan. Hindúar hafa sömuleiðis sérstakan klasa.
Hugtakið dharma (lögmál, eðh) leikur til dæmis lykilhlutverk í siðfræði hindúa og
krefst ákveðinna hugtaka sem því tengjast á borð við karma (sjálfsköpuð örlög),
skhanda (skynhrif) og moksha (lausn, frelsun). Hugtök sem þessi eru alls ekki
síður gagnleg en „hlutlægt", „huglægt" og svo framvegis. En á margan hátt deila
hindúismi og búddismi ýmsu í tungumálinu. Hindúar tala t.d. um atman (sjálf)
en búddistar um anatman (ósjálf). Báðar stefnur tala semsagt um atman en önnur
þeirra setur það í neikvætt samhengi með forskeytinu an-. Báðar tala um dharma,
karma, moksha og fleira slíkt en frumspeki þeirra er afar ólík. Þannig að það þarf
að huga vel að menningarlegum normum og þeirri næmni sem finna má í tungu-
málinu, jafnt merkingar- sem setningarfræði.
Frá pessari hlið séð ætti kinversk heimspeki vel að geta tekið pátt í heimspekilegri
orðræðu Vesturlanda, rétt eins og hver önnur hugmyndastefna.
Já, afdráttarlaust. Ég fylgi Chomsky að málum í því að hvað sem unnt er að segja á
einu mannlegu tungumáli er jafnframt unnt að segja á öllum öðrum, að því gefnu
að maður nýti sér að fullu allt það sem tungumálið býður upp á. En þar til maður
gerir það er ljóst að sérhvert tungumál býður okkur að hugsa með tilteknum hætti
frekar en öðrum.
Þá samkvæmt tiltekinnifrumspekilegriformgerð?
Já, eða sérstakri menningarlegri tilhneigingu. Þess vegna víkkum við sjóndeildar-