Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 100
HUGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 98-112
Ólafiir Páll Jónsson
Gagnrýnar manneskjur
1. Mynd af gagnrýnum manni
I fyrstu bók Frumspekinnar segir Aristóteles: „Ollum mönnum er þekkingarþrá
í blóð borin". En hvort skyldi þetta nú segja okkur meira um manninn eða um
þekkinguna? Eftir hverju er þessi þrá sem mönnum er í blóð borin? Vitum við
hvað þekking er? Að því marki sem við höfum einhverja hugmynd um hvað þekk-
ing er, þá er það vegna þess að við höfúm reynslu af þekkingu, hvort heldur hjá
okkur sjálfúm eða öðrum. Sá sem býr yfir þekkingu hefúr ekki einungis skoðun,
heldur hefúr hann rök fyrir skoðun sinni. Hann hefúr rannsakað málið, krufið
það, og gert upp hug sinn á grundvelli þessarar rannsóknar.' Sá sem einungis býr
yfir skoðun hefúr ekki farið í sh'ka rannsókn. Sh'k rannsóknarvinna - og tilhneig-
ingin til að ástunda slíka rannsókn frekar en að sætta sig við einberar skoðanir
- er gjarnan tahn kjarninn í gagnrýninni hugsun. Þannig segir Páll Skúlason í
greininni „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?":
Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fúllyrðingu
nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fúndið fúllnægjandi
rök fyrir henni. Með öðrum orðum: gagnrýnin hugsun leitar að nýjum og
betri rökum fyrir skoðunum sínum og hugmyndum og er þar af leiðandi
sífellt að endurskoða þær.1 2
1 I samræðunni Þeætetosi cftir Platon veltir Sókrates þeirri skilgreiningu á þekkingu fyrir sér að hún
sé sönn rökstudd skoðun (sjá Þeœtetos, 20id o.áfr.). Sókrates er þó ekki sáttur við þessa greiningu
(sjá Eyjólf Kjalar Emilsson,„Pcri episteme", Tilraunir handa Þorsteini, Heimspekistofnun og Há-
skólaútgáfan, Reykjavík 1994, bls. 112). Þessi skilgrcining á þekkingu var þó afar vinsæl á 20. öld
uns Edmund Gettier hrakti hana í þriggja blaðsíðna grein,„Er sönn rökstudd skoðun þekking?”,
íslcnsk þýðing eftir Geir Þ. Þórarinsson, Hugur, 2007. Síðan þá hafa komið fram margar kenn-
ingar um þekkingu og þótt flestir séu sammála um að rökstuðningur, jafnvel góður rökstuðningur,
dugi ekki til að gera skoðun að þekkingu, þá eru samt flestir sammála um að rökstuðningur sé
mikilvægur fyrir þekkingu.
2 Páll Skúlason, „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“, Pœ/ingar, Ergo, Reykjavík 1987, bls. 70.