Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 127
Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar
125
er til staðar, þau „koma hvort öðru á legg“'3 og koma jafnframt rökvísinni á legg
með tilteknu frumkvæði sem á sér enga tryggingu í verunni, og réttlæting þess
hvílir að öllu leyti á þeim raunverulega mætti sem hún lætur okkur í té hvað það
varðar að gangast við sögu okkar. Heimur fyrirbærafræðinnar er ekki útskýring
á fyrirframgefinni veru heldur grundvöllun verunnar. Heimspekin endurspeglar
engin fyrirframsannindi, hún raungerir sannindi eins og listin. Menn kunna
að spyrja hvernig slík raungerving sé möguleg og hvort hún hitti ekki fyrir, í
hlutunum, skynsemi sem þegar er til staðar. Þessu má svara þannig til að sá eini
Logos sem fyrirfram er til er heimurinn sjálfur, og sú heimspeki sem færir hann
inn í sýnilega tilveru á ekki upptök í möguleikanum einum. Hún er virk eða
raunveruleg eins og heimurinn sem hún er hluti af, og engin skýringartilgáta er
ljósari en sú athöfn er við tökum þennan ófullbúna heim upp á okkar arma og
freistum þess að skapa heild úr honum og skilja hann í hugsuninni. Rökvísin er
enginn vandi, á bak við hana er engin óþekkt stærð sem við þurfum að ákvarða
með afleiðslu eða sanna með aðleiðslu á grundvelli rökvísinnar: á hverri stundu
verðum við vitni að því undri þegar upplifanir tengjast og enginn veit betur en
við hvernig þetta á sér stað, því við erum sjálf þessi skurðpunktur tengslanna.
Hvorki heimurinn né skynsemin er vandi; segja má að þau séu leyndardómsfull,
ef okkur býður svo við að horfa, en leyndardómur þessi skilgreinir þau, og engin
leið er að losna við hann með því að setja fram einhvers konar „lausn“, hann er
hafinn yfir allar lausnir. Hin sanna heimspeki felst í því að læra upp á nýtt að sjá
heiminn og í þeim skilningi getur frásögn vísað til heimsins á jafn „djúptækan"
hátt og heimspekiritgerð. Við tökum hlutskipti okkar í okkar hendur, íhugunar-
innar vegna verðum við ábyrg fyrir sögu okkar en einnig vegna þeirrar ákvörð-
unar að leggja líf okkar í sölurnar og í báðum tilvikum er í tafli ofbeldisverk sem
staðfestir sjálft sig um leið og það er drýgt.
Sem opinberun heimsins hvílir fyrirbærafræðin á sjálfri sér eða leggur sjálf
grunn að sjálfri sér.14 Hvers kyns þekking er reist á „jarðvegi“ frumhæfinga og að
endingu á samskiptum okkar við heiminn sem koma rökvísinni á fót. Sem róttæk
yfirvegun afsalar heimspekin sér þessari uppsprettu í orði kveðnu. Af því að hún
er einnig hluti af sögunni notast hún hka við heiminn og þá skynsemi sem mótast
hefur. Heimspekin verður því að beina til sjálfrar sín sömu spurningum og hún
leggur fyrir allar afurðir þekkingarinnar. Fyrir vikið tekur hún stöðugt á sig nýjar
myndir og verður, eins og Husserl orðar það, óendanleg samræða eða íhugun,
og ef hún á að vera ætlun sinni trú mun hún aldrei vita hvert hún stefnir. Þau
einkenni fyrirbærafræðinnar að vera ófullkomin og stöðugt á byrjunarstigi eru
ekki til marks um að hún hafi siglt í strand heldur eru þau óhjákvæmileg vegna
þess að fyrirbærafræðin einsetur sér að svipta hulunni af leyndardómi heimsins
og skynseminnar.15 Hafi fyrirbærafræðin fremur verið hreyfing en fræðigrein eða
kerfi, er það hvorki tilviljun né prettir. Hún útheimtir sömu þrautseigju og verk
13 Sama rit.
14 „Riickbeziehung der Phánomenologie auf sich selbst", segir í óútgefnu ritunum.
15 Þetta orðalag eigum við G. Gusdorf að þakka, en honum er haldið fbngnum í Þýskalandi þegar
þetta er ritað. Ef til vill notaði hann þó hugtakið í annarri merkingu.