Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 63
Tákn og merkingar í Breytingaritningunni - Yi Jing
61
Manngerving náttúrunnar
Eins og sjá má af framantöldu hefur túlkunarfræði Breytingaritningarinnar ein-
kennst af mjög sterkri tilhneigingu til náttúruhyggju. Ein af afleiðingum þess er
að í stað þess að vera táknræn fyrir náttúruna hefur Breytingaritningin oft á tíðum
orðið eins konar staðgengill náttúrunnar. Þetta er einnig meginástæða þess að í
Kína hafa Breytingafræðin í öllu sínu veldi og allar þær djúpu hugleiðingar sem
um ritninguna snúast á tíðum verið álitin vera fúllkomið náttúruvísindakerfi. Rétt
eins og nýkonfusískir fræðimenn Qing-veldisins töldu að hin konfusísku helgirit
innihéldu allt sem þyrfti að vita og svör við öllu, þá höfðu Breytingafræðin stöðu
náttúruheimspeki innan þessa trúarsetningakerfis og Breytingaritningin sjálf var
talin grundvöllur stjörnufræði, landafræði, tónlistar, hernaðarlista, stærðfræði og
guflgerðarlistar daoista, semsagt alls milli himins og jarðar. Breytingaritningin
hafði þá stöðu að vera staðgengill náttúrunnar, ekki í þeim skilningi að hún væri
áhtin vera náttúran sjálf, heldur fremur þeim að Breytingaritningin og allt hennar
táknkerfi væri líkan af náttúrunni, gert af mannahöndum og auðveldaði bæði
skilning og hagræðingu hennar.
Þessi táknræni heimur Breytinganna er því þegar öllu er á botninn hvolft tákn-
kerfi náttúrunnar sem ljáð hefur verið mannsmynd eða eðh mannlegs samfélags.
Og þessi tilhneiging til að sjá náttúruna, eða táknrænan staðgengil hennar, í hinni
táknrænu heimsmynd sem Breytingaritningin sýnir er jafnframt sterkt einkenni
á nýkonfúsískri heimspeki.Jafnvel má segja að hin kínverska náttúrusýn sé gegn-
sýrð af þessari tilhneigingu og ennfremur að þessi tilhneiging hafi á öldum áður
afvegaleitt vísindahyggju í Kína, m.ö.o. að í stað þess að gefa hlutlæga mynd af
raunveruleikanum hafi þetta mannseðli í táknkerfi Breytinganna litað túlkanir á
náttúrunni og dregið úr vísindalegri hlutlægni. I Kína til forna voru bæði náttúru-
vísindi og tækni á háu stigi, en það er freistandi að álykta að þessi manngerving
náttúrunnar með túlkunarfræði Breytinganna hafi átt þátt í því að Kína þróaðist
ekki á vit vísindasiðmenningar líkt og Vesturlönd.
Skýringar „ Viðbættra texta“og annara á spádómum
Mig langar að ljúka þessum vangaveltum mínum um tákn og merkingar í Breyt-
ingaritningunni á nokkrum orðum um sannleiksgildi véfrétta og hvað Breyt-
ingaritningin sjálf, og þá sér í lagi sá partur Vængjanna tíu sem er hvað heimspeki-
legastur, hafa um það vandamál að segja. I Kína hefúr bókin, sem sköpunarverk
goðsögulegra og sögulegra menningarfrömuða, og spásagnahefðin sem mótaðist
út frá henni,yfirleitt verið álitin hafin yfir alla gagnrýni. En að sjálfsögðu hafa líka
verið uppi efasemdir og í „Viðbættum textum" er hugmyndin um fyrirboða ji |j|13
útskýrð af Konfúsíusi sjálfúm sem svo:
23 Wilhelm/Baynes þýða þetta sem „seeds“, sem felur í sét sömu hugmynd.