Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 43
Ferlisfrœði öldungsins og aðgerðalausar athafnir 41
Þessi afstaða daoista endurspeglar jafnframt afstöðu þeirra til eðlis ferlisins sem
sé óskilgreinanlegt og ólýsanlegt eins og fram kemur í upphafsorðum Bókarinnar
um veginn. Bókvit og fræðimennska séu því ekki til þess fallin að færa menn nær
skilnings á ferlinu, þvert á móti auki sh'kt á hlutfirringu samfélagsins og innbyrðis
togstreitu.
Aðgerðaleysið - fzJð
Lýsing Bókarinnar um veginn á stjórnarháttum spekinga sýnir greinilega að hún
ekki aðeins heimspekirit heldur má ráða sterkan pólitískan boðskap úr torræð-
um yfirlýsingum hennar. Þetta kemur einna best fram í daoísku kenningunni
um aðgerðaleysi sem grunneiginleika ferlisins og lykilinn að heilbrigðum lifn-
aðarháttum, langlífi og góðri stjórnsýslu.
Daoistar hrósa gjarnan aðgerðalidum ríkisstjórnum og stjórnmálamönnum; því
færri tilskipanir og lög, þeim mun betra. Það væri samt misskilningur að telja að
þeir hrósi stjórnvöldum fyrir aðgerðaleysið eitt og sér enda getur aðgerðaleysi
verið með ýmsum hætti: „Þeir dyggðugustu framkvæma ekkert, en ekkert er
ógert...“ shangde wuwei er wu bu wei) (38. kafli). Aðgerða-
leysi dyggðugs stjórnanda felst í því að skapa skilyrði fyrir óhefta framvindu
sem samræmist ferlinu, þ.e. grundvallarlögmálum náttúrunnar og samfélagsins.
Athafnir hans eru ekki þvingandi heldur í samræmi við náttúrulegt eðli og til-
hneigingar. Það þarf ekki að þvinga vatn til að renna til sjávar né heldur geta
stjórnvaldsskipanir fengið vatn til að renna upp í móti.
Þessi afstaða daoista til beitingar ríkisvaldsins er að sjálfsögðu stórpólitísk.
Hún er framlag daoista til stjórnmálaumræðu síns tíma. I Bókinni um veginn er
pólitískum andstæðingum þeirra lýst á eftirfarandi hátt:
... Dyggðasnauðir framkvæma, en ýmislegt er ógert. Mikið góðmenni
framkvæmir, án þess að aðgerða sé þörf. Mikill réttlætismaður fram-
kvæmir, þegar aðgerða þörf. Mikill siðameistari framkvæmir án þess að
fá nokkur viðbrögð og brettir þá upp ermarnar og beitir þvingunum. (38.
kafli).
Upphaflega hefur ofangreindri lýsingu væntanlega verið beint gegn ýmsum póli-
tískum andstæðingum daoista um það leyti sem Bókin um veginn varð til. Síðar
var þetta aðaUega túlkað sem gagnrýni á stefnu Konfusíusar, sem hefur í hávegum
góðmennsku, réttlæti og siði, og boðar forræðisskyldu stjórnvalda gagnvart al-
menningi.
Sumir stjórnleysingjar nítjándu og tuttugustu aldar hrifust af hugmyndum
daoista um aðgerðalaust yfirvald og dæmi eru um að japanskir daoistar hafi verið
fangelsaðir vegna stjórnleysishugmynda sinna í heimsstyrjöldinni síðari. Frjáls-
hyggjumenn geta sömuleiðis fundið rök fyrir kenningum sínum um óæskileg
áhrif ríkisafskipta í Bókinni um veginn.