Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 45
43
Ferlisfræði öldungsins og aðgerðalausar athafhir
dæmi akuryrkjusamfélagsins. Stjórnaraðferð aðgerðaleysisins gat ekki sinnt slík-
um verkefnum.
En daoisminn blómstraði sem lífsspeki við hlið konfósíusarstefnunnar og sam-
tvinnaðist henni í menningarlííi Kínverja. Ahrif hans birtast greinilega í listum og
menningu og setja svip sinn á almennt lífsviðhorf Kínverja, siði þeirra og venjur.
Konfósískir embættismenn lásu daoísk ritverk í frístundum sínum og ortu dao-
ísk ljóð. Algengt var að þeir tækju upp daoískt líferni og helguðu síðustu ár sín
listsköpun og daoískum vangaveltum um h'fið og tilveruna þegar þeir hurfó frá
opinberum störfóm.
Heimspeki daoismans hafði veruleg áhrif á þróun búddismans í Kína ogjapan
og hugmyndir zen-búddista (chan) verða beinlínis raktar til hans. Hið sama má
segja um heimspeki nýkonfósíusarsinna á Tang-tímanum (618-906 e.Kr.).
Pólitískar hugmyndir daoismans skutu h'ka gjarnan upp kollinum í ýmsum
myndum á umbrotatímun þegar bændur gripu til vopna gegn vanhæfóm stjórnar-
herrum sem brugðust þeim konfósísku skyldum sínum að tryggja velsæld og frið.
Byltingarleiðtoginn Mao Zedong, sem leiddi kommúnista til sigurs um miðja
síðustu öld, orti daoísk ljóð í tómstundum og aðhylltist daoíska díalektík, þótt
hann hafi klætt hana í marxískan búning. Þegar að stjórnsýslunni kom fylgdi
hann hins vegar forræðishyggju konfósíusarsinna eins og aðrir ríkisleiðtogar Kína
fyrr og síðar.
Daoískar hugmyndir seytluðu til Vesturlanda með Jesúítamunkum á átjándu
öld og áttu vafalítið mun meiri þátt í að umbreyta hugmyndaheimi Vesturlanda-
búa en almennt er viðurkennt. Um það skal þó ekki fjallað í þessari grein heldur
verður það að bíða betri tíma.
Heimildir
Fairbank, John K., Edwin O. Reischauer og Albert M. Craig. EastAsia, Tradition and
Transformation. London: Ruskin House, 1973.
Fung Yu-Lan.yí Short History of Chinese Philosophy. New Yorlc Thc Free Press, 1966.
Lao-Tse. Bókin um veginn. Þýð. Jakob J. Smári og Yngvi Jóhannesson. Reykjavík:
Stafafell, 1971.
Lao Tze: Tao Teh King eða Bókin um dyggðina og veginn. Þýð. S. Sörenson. Reykjavík:
Helgiritaútgáfan, 1942.
Lao-Tzu. Te- Tao Ching.A New Translation Based on the Recently DiscoveredMa-wang-
tui Texts. Þýð. Robert G. Henricks. New York: Ballantine Books, 1985.
Lao Tzu. Text, Notes, and Comments. Ritstj. Chen Ku-ying.Taipei: Chinese Materials
Center, 1981.
Laozi. Ritstj. Wei Li. Changsha: Hunan chubanshe, 1995.
Speki Konfúsíusar. Þýð. Ragnar Baldursson. Reykjavík: Iðunn, 1989.
Tao Te Ching. Þýð. D.C. Lau. Hong Kong: The Chinese University Press, 1982.
Tsung-I Dow. Confucianism vs. Marxism: An Analytical Comparison of the Confucian
and Marxian Theories of Knowledge — Dialectical Materialism. Washington D.C.:
University Press of America, 1977.