Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 54
Jón Egill Eypðrsson
52
3+3+2 = 8 = fÞpÉ ungt yin
3+3+3 = 9 = gamalt yang (breytanleg lína)
Kastað er þremur myntum og einni hlið peninganna gefið gildið 2 og hinni gildið
3 og þannig er fengin tala milli 6 og 9. Þetta er endurtekið sex sinnum til að
mynda sexgraf.
Hugmyndin hér er sú að gamalt yin eða yang sé um það bil að breytast í and-
stæðu sína en ungt á ennþá langt í land. Þegar véfréttin er lesin er sexgrafið íyrst
skoðað í heild sinni út frá nafni þess, lögun, úrskurði og ímynd, en síðan eru
h'nurnar skoðaðar og er reglan sú að lesa aðeins breytanlegar h'nur, þ.e. hnur með
tölurnar 6 og 9. Línurnar eru svo nefndar 6 eða 9 í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða,
fimmta eða efsta sæti. Til dæmis er uppbygging sexgrafsins pi hér að framan
svo: 6 í fyrsta sæti 6 í öðru sæti 7x—, 6 í þriðja sæti , 9 í fjórða sæti Ji
IZ9,9 í fimmta sæti ýlJí og 9 í efsta sæti Jzýl.
Ennfremur er í hugmyndakerfinu gert ráð fyrir því að línurnar taldar neðanfrá
tákni þjóðfélagsstiga mannlegs samfélags. Fyrsta h'na táknar almúgann, önnur
lína embættismenn framkvæmdavalds, þriðja h'na embættismenn skriffinnsk-
unnar, fjórða h'na ráðherra, fimmta lína son himins (keisara, konung eða þann
sem með völdin fer) og fimmta lína táknar hinn heilaga mann eða einsetumann.9
Einnig er litið svo á að miðlínur þrígrafanna tveggja sem saman mynda sexgrafið,
þ.e. h'nur 2 og 5, séu merkingarþrungnari en aðrar hnur og kallast þær zhong cj3
eða „miðjur". Einnig er samband línusætanna annars vegar og yin og yang hins-
vegar tekið inn í myndina og myndin verður þá enn margslungnari. Þar sem yang
stendur fyrir oddatölur og yin fyrir sléttar, þá eru línusæti oddatalna, þ.e. fyrsta,
þriðja og fimmta, talin yang-eðhs en línusæti sléttra talna, annað, fjórða og efsta,
tahn yin-eðhs. Þegar yang (heil óbrotin) lína lendir á yang (oddatölu) hnusæti
eða yin (brotin) lína lendir á yin (sléttrar tölu) hnusæti, þá teljast þær vera rétt
staðsettar og tákna þá aðstæður sem eru „réttar“ (zheng IE), en enn réttari og
merkingarþrungnari eru þær þegar yang-h'na lendir á sínu miðjusæti, eða fimmta
sæti, eða yin-lína á sinni miðju eða öðru sæti, og kallast þær þá „miðréttar" (zhong
zheng cþlE). Á hinn bóginn þegar yang-hna lendir í yin-sæti og öfugt, þá eru h'n-
urnar kallaðar bu zheng TþTE eða „ekki réttar“ og túlkaðar sem slæmir fyrirboðar
þar sem hlutirnir eru í ójafnvægi.10 Þegar kemur að sjálfum spásögnunum eru
framangreind atriði þó ekki ýkja mikilvæg þar sem aðallega er stuðst við textann
við sexgröfin og í öðru lagi línutexta breytanlegu hnanna. Þau eru fyrst og fremst
hluti frumspekikerfis og heimsmyndar Breytingaritningarinnar og skýra af hverju
ákveðnar línur eru túlkaðar eins og þær eru.
9 Til dæmis er línutexti fyrstu línu sexgrafsins qian | 11111 „hins skapandi“ eða „himins" svo:
„fflýí • • Níu í fyrsta sæti. Drekinn er í djúpinu. Ekki gera neitt." Þetta túlkast sem
almúgamaður sem hefúr ekki enn risið upp þjóðfélagsstigann þrátt fyrir þá möguleika sem hann
kann að búa yfir. Og línutexti fimmtu línu „hins skapandi" er eftirfarandi: „ýi5 • ;;TfjK fyfv •
fJIMi^A • Níu í fimmta sæti. Dreki flýgur um himinhvolfið, það er hagur í því að hitta mik-
ilmenni." Hér mætti túlka sem svo að sonur himins sé á réttum stað, með yfirsýn og nálægt himni,
tíðarandinn er því góður fyrir áheyrn eða ráðgjöf.
10 Til dæmis er sexgraf númer 63 | j | j | j jiji í*£jí? með allar línur „réttar“ (JE) og það kemur þá af
sjálfú sér að önnur og fimmta lína eru „miöréttar" (! j17;;).