Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 110
io8 Ólafur PállJónsson
ljósi annað en einstaklingsbundinn smekksdóm: gott verður stytting á me'rfinnst
petta gott.
Hér kemur rannsóknarsamfélagið til hjálpar. Samfélagið sem slíkt verður eins
konar framlenging eða útvíkkun á hinum gagnrýnu hæfileikum einstaklinganna
um leið og það leggur til hlutlægt viðmið um rétt og rangt, gott og vont. I leit að
réttlætingu fyrir skoðunum þurfa einstaklingar ekki að reiða sig á sína eigin gagn-
rýnu hæfileika heldur hafa þeir aðgang að gagnrýnum hæfileikum allra í hópnum,
þeir hafa líka aðgang að ólíkum sjónarmiðum - óh'kum bakgrunni, ólíkum gildum,
margvíslegu hugmyndaflugi - og því er sá efniviður sem hin gagnrýna rannsókn
byggir á mun ríkulegri en einræn rannsókn hugsuðarins. Þannig er samfélagið
ekki einungis öflugra sem rannsóknartæki en hugur hvers og eins, það veitir h'ka
hugarheimi og hugmyndaflugi hvers og eins ríkulegri andlega næringu - það
veitir fjölbreyttari efnivið til að vinna úr. Og loks er minni hætta á að hugtökin um
re'tt og rangt tapi hlutlægri vídd sinni og standi fyrir einstaklingsbundna smekks-
dóma, af þeirri einföldu ástæðu að það er enginn einn smekkur sem er gefinn.
En hvernig þarf samfélagið að vera til að það geti eflt hina gagnrýnu hæfileika
einstaklinganna með þessum hætti? Rannsóknarsamfélag er ekki bara samsafn
einstaldinga, og það er heldur ekki samsafn einstaklinga sem ræða saman. Það
skiptir raunar höfuðmáli hér að samskipti innan samfélagsins séu rökræða en ekki
bara samrœða.
Þegar við tölum um rannsóknarsamfélag komumst við ekki hjá því að
sjá hvernig andstæð áhersla er lögð á hið persónulega í hugtakinu um
samfélag og hið rökræna, sem nær út fyrir hið persónulega, í hugtakinu
um rannsókn. Þannig að með því að stilla samræðu [conversation] upp
andspænis rökræðu [dialogue], þá komumst við ekki hjá því að sjá að
í samræðunni er hinn persónulegi þráður áberandi en hinn rökræni er
veikur. I rökræðunni er þessu hins vegar öfúgt farið. [...]
Samræður byggjast á því að skiptast á einhverju: tilfinningum, hugs-
unum, upplýsingum, skilningi. Rökræðan er leiðangur, könnun, rann-
sókn. Þeir sem ræða saman gera það í samvinnu, eins og tennisleikarar
sem slá knöttinn fram og til baka og æfa sig vingjarnlega og án takmarks.
Þeir sem taka þátt í rökræðu gera það í samstarfi, eins og lögreglumenn
sem vinna saman að tilteknu máU. Markmið þeirra sem slá knöttinn er
að halda því áfram eins lengi og kostur er. Markmið lögreglumannanna
er að leysa málið á sem skemmstum tíma.15
Hugmyndin um rannsóknarsamfélag á rætur að rekja til bandarísku pragmat-
istanna. Að ofan var vísað til Peirce en hugmyndir Johns Dewey um lýðræði og
menntun skipta einnig máli.
[...] lýðræðið sem h'fsmáti á rætur í einstaklingsbundinni trú í daglegri
samvinnu við aðra. Lýðræði er sú trú að jafnvel þegar þarfir og markmið
15 Matthew Lipman, Thinking in Education, bls. 232.