Hugur - 01.06.2008, Side 53
Tákn og merkingar í Breytingaritningunni - Yi Jing
5i
ytra, sem útfæra má á ýmsan hátt, t.d. samskipti leiðtoga og almúga, manns og
náttúru, anda og efnis, o.s.frv.
Sexgraf númer 11 1111 [ | nefnist tai og er andstæða pi, efra þrígrafið er kun
„jörð“ og hið neðra qian „himinn". Wilhelm/Baynes-þýðingin kallar það Peace, en
það má einnig þýða sem „samskipti" eða „miðlun". Þetta sexgraf táknar m.a. sam-
skipti og tengsl. I „Alyktanir skýrðar" Tuan zhuan sicflj segir um þetta sexgraf:
m • TíiA^T • MA«MMMfíz. • ±T£MÍ£i£ll
it. • • ftflÉMWH • TOTM^TA • • T
Aitætfc •
Tai (friður - samskipti): Hið smáa á förum og hið mikla kemur, gifta og
árangur. Himinn og jörð blandast saman og verur heims tengjast. Hið
efra og hið neðra blandast og vilji þeirra er hinn sami. Ljóst hið innra
og myrkt að utan, styrkur að innan en tryggð að utan. Upplýstur innri
maður en lítillátur á yfirborðinu. Vegur hins upplýsta vex meðan vegur
hins laka dvín.
I táknfræði sexgrafa er litið svo á að efra þrígrafið sé hið sjáanlega ytra borð og
hið neðralýsihinuinnra.Ogþví getasexgraf 11 111]|] taiT ogsexgraf 12 ]]]111pi
§ staðið fyrir hinar velþekktu andstæður konfúsískra fræða sem oft eru nefndar
í bæði Orðræðum Konjusíusar (Lunyu gmgp)8 og öðrum konfusískum ritum, þ.e.
hefðarmaðurinn eða hinn upplýsti maður (jun zi TT) og svo smámennið eða
hinn lakari maður (xiao ren /J\A)- Annar hefur ljós og styrk hið innra en er á
yfirborðinu lítillátur og eftirgefanlegur, hinn er á yfirborðinu upplýstur en í hjart-
anu bljúgur og þar ríkir myrkur.
Táknrœn merking lína sexgrafanna
Þrígröfin tvöfaldast og útvíkka merkingu sína í breiðara svið sexgrafanna, og á
svipaðan hátt víkka h'nurnar sem mynda sexgröfin út merkingarsvið þeirra í enn
flóknari smáatriði. Línurnar búa yfir ákveðnu merkingarlegu samhengi, eru taldar
neðanfrá og kallaðar fyrsta til sjötta sæti. Einnig eru yang-línurnar kallaðar níur
og yin-línurnar kallaðar sexur, og eru þessar nafngiftir byggðar á ákveðinni hug-
myndafræðilegri talnaspeki. Eins og fram kom hér að framan stendur yin fyrir
sléttar tölur og yang fyrir oddatölur; því er fyrsta náttúrulega slétta talan, 2, tala
yin og fyrsta náttúrulega oddatalan, 3, tala yang. Spásagnaraðferðin sem hér er
lýst ákvarðar hnur sexgrafanna með þrennum yin eða yang, þannig að við getum
fengið eftirtaldar línugerðir:
2+2+2 = 6 = TPÉ gamalt yin (breytanleg lína)
3+2+2 = 7 = API ungt yang
8 Sjá t.d. íslenska þýðingu Ragnars Baldurssonar, Speki Konfúsíusar, Iðunn, Reykjavík 1989.