Hugur - 01.06.2008, Page 64
Ó2
Jón Egill Eyþórsson
íh • • r^rm • mmr • m
WjZffi•K&liýgtfe •gíjyftffifE•
Meistarinn sagði: Að þekkja fyrirboða er guðdómlegt. Hinn upplýsti
smjaðrar ekki fyrir hærra settum, né óvirðir hina lægra settu því hann
þekkir fyrirboða. Fyrirboði er örlítil og næstum ógreinanleg hreyfing og
fyrsta merki gæíu. Hinn upplýsti maður sér fyrirboða og breytir eftir
þeim.
Með öðrum orðum er „fyrirboði" hér notað um eitthvað sem er næstum algerlega
ógreinanlegt en þó unnt að skynja með hjálp spásagna eða af sérlega næmum ein-
staklingum, en tilheyrir tilvistarstigi sem er hvorki you „vera“ né wu „óvera“
heldur eitthvað þar á milli. Þegar komið er fram á Tang-tímann /fJfijijj (618-907)
og hin opinbera keisaralega Zhou yi zheng yi jnjJ§IEj!Í eða Réttar merkingar
Breytinganna er gefin út þá er ji skýrt enn frekar: • ýhTíMA
PH • Fyrirboðar eru brottför frá óverunni og innreið í veruna. Þeir eru á milli veru
og óveru.“ Fyrirboðar ji þþ, eru sem sagt stig á milli „veru“ og „óveru" sem veru-
fræðin yfirleitt skilgreinir ekki, enda mótsögn í sjálfu sér. Hér er sennilega ekki
réttur vettvangur til að fara út í frekari bollaleggingar um þetta atriði, en á hinn
bóginn er ekki óviðeigandi að ljúka þessum hugleiðingum um tákn og merkingar
í Breytingaritningunni á þessari tilvitnun.
Lokaorð
Það hefur verið nokkurs konar tómstundagaman höfundar í nokkur ár að skoða
Breytingaritninguna og fræðin í kringum hana, raunar út frá sjónarmiði kín-
verskra fornfræða fremur en heimspeki sem sh'krar. Ekki er þó laust við að það sé
aðeins krafs í yfirborð þessa gífurlega umfangsmikla viðfangsefnis. Hér hafa fyrst
og fremst verið reifaðar almennar staðreyndir, skoðanir og hugmyndir varðandi
þessi fræði en ekki fræðilegar ályktanir höfundar sem þar að auki er ekki endilega
fyllilega sammála hefðbundnum túlkunum í öllum tilvikum. Einnig er rétt að
taka fram að seinni hluti greinarinnar er að stofni til viðbætt endursögn á kafla
eftir Yamaguchi Hisakazu UjPAflf.24
Heimildir
Baynes, Cary F. og Richard Wilhelm (þýð.): The I Ching or the Book of Changes. Prince-
ton: Princeton University Press, 1967.
[Honda Wataru (þýð. og ritstj.): Eki.
Tokyo: Asahi Shimbunsha, 1978].
24 Greinina er að finna í ÍniiiiffÍTÍIFIIOt&f^jTáAXAhÍÍÍMigg^^.