Hugur - 01.06.2008, Page 18

Hugur - 01.06.2008, Page 18
i6 Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr. jyrir og skilja hugtök á borð við tían (himinn, náttúra), dao (leið,ferli) ogjafnvel hið konfúsíska ren (mannúð, myndugleiki) án pess að fallast á pá verufræði sem liggur hinnifomkínversku veraldarsýn tilgrundvallar? Hér er líklega mjög nærtækt og skynsamlegt að líta til frumspeki, eins og vinur minn Roger Ames gerir. En sjálfur hef ég hneigst til að nálgast þennan vanda með því að líta sérstaklega til menningar og tungumáls. Þar reyni ég að setja fram hugtök sem eru sambærileg en hrærast innan frábrugðinna frumspekiheilda. Hvað þetta áhrærir er til dæmis kantísk frumspeki að nokkru leyti frábrugðin frumspeki afleiðingahugsunar á borð við nytjahyggju. Þær beita sömu hugtökum til að lýsa viðfangsefnum siðfræðinnar en komast að öndverðum niðurstöðum um það hvernig eigi að beita altækum reglum. Báðar stefnur nota orð á borð við „siðferði", „hlutlægni“, „huglægni", „almennt", „persónulegt", „afarkostir", „val“, „skylda", „skynsemi" og „frelsi". En þær skilja þessi hugtök með eilítíð mismun- andi hættí. Það varpar til dæmis ljósi á muninn á heimspeki Kants og Hegels að skoða hvernig þeir skilja orðið Freiheit með ólíkum hætti. Þannig er hægt að hafa mismunandi frumspeki en ef þú talar sama tungumál siturðu samt uppi með það sem ég kalla hugtakaklasa. Runan sem ég nefndi áðan er hugtakaklasi vestrænnar nútímasiðfræði. Grikkland til forna hafði annan hugtakaklasa, Vesturlönd mið- alda, t.d. England, enn annan og sömuleiðis eru margir hugtaklasar í Kína. Kon- fusíusarsinnar hafa einn, daóistar annan. Hindúar hafa sömuleiðis sérstakan klasa. Hugtakið dharma (lögmál, eðh) leikur til dæmis lykilhlutverk í siðfræði hindúa og krefst ákveðinna hugtaka sem því tengjast á borð við karma (sjálfsköpuð örlög), skhanda (skynhrif) og moksha (lausn, frelsun). Hugtök sem þessi eru alls ekki síður gagnleg en „hlutlægt", „huglægt" og svo framvegis. En á margan hátt deila hindúismi og búddismi ýmsu í tungumálinu. Hindúar tala t.d. um atman (sjálf) en búddistar um anatman (ósjálf). Báðar stefnur tala semsagt um atman en önnur þeirra setur það í neikvætt samhengi með forskeytinu an-. Báðar tala um dharma, karma, moksha og fleira slíkt en frumspeki þeirra er afar ólík. Þannig að það þarf að huga vel að menningarlegum normum og þeirri næmni sem finna má í tungu- málinu, jafnt merkingar- sem setningarfræði. Frá pessari hlið séð ætti kinversk heimspeki vel að geta tekið pátt í heimspekilegri orðræðu Vesturlanda, rétt eins og hver önnur hugmyndastefna. Já, afdráttarlaust. Ég fylgi Chomsky að málum í því að hvað sem unnt er að segja á einu mannlegu tungumáli er jafnframt unnt að segja á öllum öðrum, að því gefnu að maður nýti sér að fullu allt það sem tungumálið býður upp á. En þar til maður gerir það er ljóst að sérhvert tungumál býður okkur að hugsa með tilteknum hætti frekar en öðrum. Þá samkvæmt tiltekinnifrumspekilegriformgerð? Já, eða sérstakri menningarlegri tilhneigingu. Þess vegna víkkum við sjóndeildar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.