Hugur - 01.06.2008, Síða 116
Maurice Merleau-Ponty
114
spyr sig að því hvort heimspeki sem nær ekki einu sinni að skilgreina sjálfa sig
verðskuldi alla þá athygli sem hún hefiir hlotið, og hvort hér sé ekki fremur um
að ræða goðsögn eða tískufyrirbæri.
En þó svo væri þyrfti engu að síður að skilja dýrðarljóma þessarar goðsagnar
og upptök þessarar tísku. I anda heimspekilegrar alvöru mættí segja: Fyrirbæra-
frœðin er stunduð og viðurkennd sem hugsunarháttur eða stíll, hún er til sem hreyf-
ing áður en hún kemst til fullrar heimspekilegrar vitundar. Hún hefur lengi verið í
mótun og fylgjendur hennar sjá hana að verki út um allt, einkum í ritum Hegels
og Kierkegaards, en einnig hjá Marx, Nietzsche og Freud. Engu að síður myndi
textafræðileg athugun á þessum ritum ekkert leiða í ljós. I verkunum finnum við
aðeins þá merkingu sem við leggjum í þau, og hafi nokkur saga nokkurn tíma
þurft túlkunar við, þá er það saga heimspekinnar. Einingu fyrirbærafræðinnar og
raunverulegrar merkingar hennar finnum við í okkur sjálfum. Vandinn felst ekki
í því að tína til tilvitnanir heldur í því að ákvarða og hlutgera þá jyrirbærafrteði
jyrir okkur sem veldur því að margir samtímamenn sem lesið hafa rit Husserls eða
Heideggers fá á tilfinninguna að þeir séu ekki að kynnast nýrri heimspeki heldur
rekast á eitthvað sem þeir áttu von á. Fyrirbærafræði er ekki hægt að nálgast
nema með fyrirbærafræðilegri aðferð. Við skulum því leitast við að tengja saman
á skipulegan hátt hin margfrægu stef hennar eins og þau hafa tvinnast saman af
sjálfu sér í lífi okkar. Þá munum við ef til vill skilja hvers vegna fyrirbærafræðin
hefur verið svo lengi í mótun, sem óráðin gáta og óuppfyllt fyrirheit.
*
Málið snýst um að lýsa en ekki útskýra eða sundurgreina. Þessi fyrstu fyrirmæli
Husserls til fyrirbærafræðinnar í burðarliðnum, um að vera „lýsandi sálarfræði"
og snúa aftur „til hlutanna sjálfra", eru fyrst og fremst afneitun á vísindunum.
Ég er ekki niðurstaða eða skurðpunktur óh'kra orsakakeðja sem ákvarða h'kama
minn eða „sálarlíf'. Mér er fyrirmunað að skilja sjálfan mig sem ekkert annað en
h'tíð brot af heiminum, sem einfalt viðfang líffræðinnar, sálarfræðinnar og félags-
fræðinnar, né heldur get ég látið heim vísindanna fanga mig. Allt sem ég veit
um heiminn, að því meðtöldu sem vísindin hafa látið mér í té, hvílir á eigin við-
horfum eða upplifun af heiminum, og án þessara viðhorfa og þessarar upplifunar
væri táknmál vísindanna merkingarlaust. Heimsmynd vísindanna er grundvölluð
á heimi upphfunarinnar, og ef við viljum gera okkur skýra grein fyrir vísindunum
og meta merkingu þeirra og verksvið nákvæmlega verðum við að byrja á því að
endurvekja hina upprunalegu upplifun sem við öðlumst af heiminum, þá upplifim
sem vísindin eru reist á. Vísindin hafa ekki og munu aldrei, eðh sínu samkvæmt,
öðlast sömu tilfinningu fyrir verunni og heimur skynjunarinnar af þeirri einföldu
ástæðu að þau ákvarða og útskýra heiminn. Ég er hvorki „lifandi vera“ né „maður“
eða „vitund" með öllum þeim einkennum sem dýrafræði, samfélagsgreining eða
aðleiðslusálarfræði eigna þessum óhku afurðum náttúrunnar eða sögunnar. Ég er
hin algilda uppspretta og tilvera mín hlýst ekki af því sem á undan mér kemur
né heldur af náttúrulegu eða félagslegu umhverfi, heldur beinist hún að þeim og
heldur þeim uppi, því það er ég sem ljæ þessari hefð tilveru fyrir mig (og þar með