Hugur - 01.06.2008, Page 149

Hugur - 01.06.2008, Page 149
Valsað um valdið H7 styrkjast, margvísleg „afbrigðilegheit" festast í sessi."27 Það sem hér er að verki, meira eða minna á bak við tjöldin, er náið samspil valds og nautnar: sú viðleitni valdsins að hafa hemil á kynhfinu, kortleggja það og stýra því út í ystu æsar kveikir jafnskjótt og jafnharðan nýja nautn sem í reynd er tvíhliða: annars vegar kemur þar til sú „nautn að beita valdi sem spyr, vakir yfir, fylgist með, njósnar, grefst fyrir, þreifar á, leiðir í ljós; og á hinn bóginn nautn sem kviknar af því að forðast þetta vald, flýja það, blekkja það eða skopast að því.“28 A þennan hátt má óhik- að fuUyrða að veruleikinn sjálfur kynvæðist. Eða, nánar tiltekið, þráin í djúpum og víðum skilningi er virkjuð í þágu neyslunnar - kynh'f verður neysluvara og neysluvörurnar kynvæðast. Til marks um þetta mætti nefna þá merku uppfinn- ingu sem Guðmundur Andri Thorsson hafði orð á í blaðapistli fyrir nokkrum árum og nefndi „bílkynhneigð" - og með margfræga fasteignaauglýsingu sem birtist í auglýsingahléi áramótaskaups 2007 í huga má bæta hér um betur og tala í sama anda um „húskynhneigð". Á þennan hátt má segja að ráðandi öfl í þjóðfélaginu - sem við skulum einfaldlega nefna „valdið" að hætti Foucaults (en Marx hefði aftur á móti talað hér um auðmagnið) — virki kynh'fið, magni það upp og dreifi því út um allt, ef til vill með þeirri afleiðingu að orkan sem í okkur býr tvístrast og þynnist út, og verður þar af leiðandi meinlausari en ella. Þannig erum við ekki eins bæld og við höldum - en við erum heldur ekki eins frjáls og við höldum. I sjálfri viðleitninni til að leika á valdið styrkjum við það og þjónum því. Samfélagsvélin, vél valdsins, gleypir andstöðuna jafnharðan og stihir henni upp sem nýju stássi á arinhillu sinni. Valdið gegnsýrir okkur, og ekkert er eðlilegra en að við spyrjum: hvar má finna skjól? Og hvaðan er vonar að vænta? Hvernig er hægt að vera raunverulega hinsegin? * * * Á meðan við veltum því fyrir okkur hvernig svara megi þeirri spurningu skulum við h'ta nánar á gagnrýni Foucaults á sálgreiningu að hætti Freuds. Kjarni hennar er sú skoðun að sálgreiningin geri ekkert annað en lýsa áherslunni á kynh'fið innan frá, og að fyrir vikið verði hún ekki til annars en að renna stoðum undir ríkjandi skipan mála, þ.e. áhersluna á hjónabandið skilið sem sambúð gagnkynhneigðra. Sálgreiningin gengur þannig í hð með ríkjandi ástandi (feðraveldi og gagnkyn- hneigð) og í raun með bælingunni sem hún þykist þó ætla að vinna bug á - eða að minnsta kosti takast á við. Áherslan á Ödipusarduldina leikur lykilhlutverk í þessu sambandi.29 Sem kunnugt er felst duldin sú arna í því að öll langi okkur i reynd, innst inni, í sjálfum kjarna sálartetursins, til að drepa foður okkar og sænga hjá móður okkar í hans stað. Þessi löngun kemur til strax í frumbernsku, og setur í raun mark sitt á fyrstu skref okkar inn í samfélagið sem fullgildar, þ.e. fullorðnar, verur. Innsta og upprunalegasta löngun mannverunnar er með öðrum orðum sú 27 Foucault, „Bælingartilgátan", s. 198-199. 28 Foucault, „Bælingartilgátan", s. 206-207. 29 Sígilda framsetningu á kenningunni um Odipusarduldina má til dæmis finna hjá Sigmund Freud, lnngangsjyrirkstrar um sálkönnun, III. liluti [síðara bindi], Sigurjón Björnsson þýddi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1996), s. 356-365 (21. fyrirlestur: Þróunarferli líbídóar og skipulag kynlífs).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.