Hugur - 01.06.2008, Page 48

Hugur - 01.06.2008, Page 48
46 jón Egill Eypórsson helgirita gerir það og að verkum að engin leið er að gera henni nein heildræn í skil í svo stuttu máli, fremur en afgreiða mætti Biblíuna og þýðingu hennar fyrir Vesturlönd með einni stuttri grein. Slík er þýðing hennar á hinu austur-asíska menningarsvæði. Sögulegt samhengi Breytingaritningin á eins og fýrr segir rætur að rekja til að minnsta kosti n. og 12. árhundraðs fýrir Krists burð. Þetta er tíminn þegar Shang-veldið pSjfjj (1600- 1046 f.Kr.) líður undir lok og Zhou-veldið jajijíjj (1122-256 f.ICr.) hefst.Til að gera langa sögu alltof stutta, þá ríktu konungar Shang-ættarinnar yfir hinu eiginlega Kína3 til forna frá u.þ.b. 1600 til um 1100 f.Kr.4 og er þessi tími án efa þekktastur fýrir áletranir á svokölluðum spádómsbeinum (jiaguwen Eþ'ra'3^) sem eru elstu rituðu heimildir frá Kína. Shang-konungar þessir fóru ekki aðeins með verald- legt vald heldur voru og æðstuprestar ríkisins eins og alvanalegt er í frumstæðari samfélagsgerðum, og er því freistandi að kalla þá goða eða goð-konunga fremur en konunga. Spádómsbeinin voru þannig til komin að þessir goð-konungar og prestar beittu hita til þess að framkalla sprungumynstur á tiltölulega flötum dýra- beinum (aðallega var notast við herðablöð nautgripa) eða skjaldbökuskeljum, en svo var ýmislegt varðandi spádómana grafið í beinin og skeljarnar. Þessar áletranir eru greinilega stig í þróun kínversks ritsmáls og þykir einnig ljóst að ritmál þetta er ekki á neinu frumstigi, heldur eru mörg sérkenni kínversks ritmáls þegar mjög vel mótuð. Hversu mikil tengsl eru á milli þessara spádómsbeina annars vegar og aðalvéfréttar Zhou-veldisins hins vegar er ekki ljóst. Bókin er oft á tíðum skoðuð í fýrrnefndu konfiísísku samhengi, enda á hún þar fýllilega heima sem eitt af mikilvægustu ritum þeirrar útfærslu konfusíusarhyggju sem frá Han-tímanum }|§fý] (206 f.Kr.-220 e.Kr.) verður að opinberri heimspeki og stjórnsýslufýrirmynd Kínverska keisaradæmisins. Hins vegar liggja rætur hennar aftur í gráa forneskju og mun frumstæðari samfélagsgerð, þ.e. fýrrgreint goð-konungaveldi. A þeim tíma, er Shang-veldið líður undir lok og Zhou-veldið hefst, áttu sér stað ákveðnar trúarlegar og stjórnsýslulegar breytingar. Þó eru þær smávægilegar í samanburði við möndulöldina sem ríður yfir Kína á tímabilinu sem kennt er við vor og haust chun qiu jjfX (770-476 f.Kr.) og hin stríðandi ríki zhanguo fjcílsl (475-221 f.Kr.). I kínverskri söguskoðun þykir eðlilegt að h'ta á hið skammlífa Qin-veldi IjHjlj (221-206 f.Kr.) sem mikilvægan vendipunkt í sögunni þar sem hinn sögufrægi fýrsti keisari Qin leiddi ríki sitt til sigurs og batt enda 3 Það svæði sem hér er átt við er í stórum drátmm austurhluti Gulárdals í Norður-Kína; landsvæði sem samsvarar nokkurnveginn i lenan-fylki, suðvesmrhluta Shanxi-fylkis, og vesturhluta Shan- dong-fýlkis nútímans. Segja má að þetta svæði sé hið eiginlega landsvæði Kina til foma og vagga kínverskrar menningar. 4 Ekki hafa fræðimenn sæst á ákveðin ártöl varðandi þá atburði og sögulegu persónur sem hér um ræðir, og það sem sett hefur verið fram hleypur á áratugum. Einnig ber þess að gæta að sennilegt er að ættarveldi Kína til forna hafi öll verið til á sama tíma, átt bæði í ófriði og samvinnu og skiptingin í tímabil endurspegli sviptingar í valdajafhvægi milli þessara ætta fremur en eiginleg konungsættaskipti líkt og seinna á keisaraveldistímanum og í evrópskri sögu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.