Hugur - 01.06.2008, Page 90
88
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
fyndið og það sem gerir það ekki er ófyndið. Skemmtiþátturinn er þá fyndinn ef
og aðeins ef Gvendur telur hann fyndinn. I þessu tilviki hefiir Gudda rangt fyrir
sér með því að vera ósammála Gvendi þótt ekki sé hægt að segja að það sé með
öllu óháð huglægum viðbrögðum hvort eitthvað er fyndið þar sem það er jú háð
viðbrögðum eins aðila, þ.e. Gvendar. Hér er því ekki um hreina hluthyggju að
ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs. Dæmi um eiginleika sem ákveðnir aðilar
virðast fá að skilgreina á þennan hátt er „að vera í tísku". Við fáum sendar tillcynn-
ingar frá tískupostulum um að víðar buxur séu í tísku í ár og að þröngu buxurnar
frá því í fyrra séu ekki lengur í tísku, eða að nú sé í tísku að hafa allt í fjólubláu inni
á heimilinu og að réttast sé að fleygja svarthvítu innanstokksmununum sem við
fylltum allt með í fyrra. Annað sambærilegt dæmi gæti verið „að vera uppáhalds-
matur Guddu“. Tiltekinn réttur hefúr þennan eiginleika ef og aðeins ef Gudda
lítur á hann sem uppáhaldsmatinn sinn. En ósennilegt er að þetta geti gilt um alla
þá eiginleika sem við viljum líta á sem huglæga með einhverjum hætti, í mörgum
tilfellum virðist réttara að gera ráð fyrir að við höfum öll jafnan rétt þegar kemur
að ákvörðun viðkomandi eiginleika og h'klega er fyndni einn af þeim.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er að hvað sem öðrum eiginleikum líður
þá er fyndni tæpast þannig að hægt sé að halda því fram að Gudda hafi hreinlega
rangt fyrir sér ef hún segir skemmtiþáttinn ekki fyndinn. Við sitjum uppi með
þá kröfu að Gvendur og Gudda og huglæg afstaða þeirra hafi eitthvað um það
að segja hvort þátturinn sé fyndinn. Jafnframt virðist rétt að mæta þeirri kröfu
að Gvendur og Gudda séu jafnrétthá þegar skoðanir á fyndni eru annars vegar,
fremur en að annað þeirra eigi að vera einhvers konar fyndnieinvaldur sem fái
að ákvarða hvað er fyndið. Þetta þýðir að ef um raunverulegan ágreining er að
ræða milli Gvendar og Guddu þegar annað segir skemmtiþáttinn fyndinn og hitt
neitar því, þá hljóti sá ágreiningur að eiga að vera villulaus. Raunhæfu kostirnir í
þessu tilviki eru villulaus ágreiningur eða enginn ágreiningur.
Villulaus ágreiningur
Ef við ætlum að halda okkur við að ágreiningur ríki milli Guddu og Gvendar (sem
við gerum enn um stund) þurfum við sem sagt að gera ráð fyrir því að sá ágrein-
ingur sé villulaus. Gudda og Gvendur hafa bæði rétt fyrir sér þegar þau færa fram
tvær ósamrýmanlegar staðhæfingar. Hvernig í ósköpunum er það hægt? Eins og
gefur að skilja hefur einmitt þetta staðið í sumum en þessi möguleiki virðist gera
ráð fyrir einhvers konar afstæðiskenningu um sannleika, það er að einhvern veg-
inn geti það bæði verið satt og ósatt að skemmtiþátturinn sé fyndinn.
Sú hugmynd að sannleikurinn geti verið afstæður hefur þótt tortryggileg meðal
þorra heimspekinga, ef ekki fjarstæðukennd. Annað hvort er setning sönn eða
ósönn, en hún getur ómögulega verið hvort tveggja. Þetta er til dæmis sú mynd
af sannleikanum sem Þorsteinn Gylfason bregður upp og ekki er annað hægt en
kinka kolli við lesturinn: