Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 11
9 um rannsóknum til samanburðar og „manntali“ því, sem hér var framkvæmt, og nokkrum niður- stöðum þess. Aðferðum þeim, sem beitt hefur verið til að afla upplýsinga um tíðni geðsjúkdóma og fjölda sjúkl- inga, má aðallega skipta í þrennt. 1) Aðferð svipuð þeirri, sem Helgi Tómasson (2) notaði, en eingöngu byggir á fyrstu innlagningu á spítala. Ef ekki er skortur sjúkrarúma fæst þannig glögg hugmynd um þá, sem verða mest veikir. En alltaf eru margir, sem ekki þurfa eða vilja fara á spítala, svo að heildarlíkurnar til að veikjast hljóta alltaf að vera verulega meiri en líkur þess að leggj- ast á sjúkrahús (5, 6). 2) Aðferð, þar sem tekið er óvalið úrtak ein- hverrar þjóðar, t.d. allir sem eru fæddir á ákveðnu árabili á ákveðnu svæði og þeirra æviferli síðan fylgt. Eða teknar eru ættir einhverra manna og allir leitaðir uppi í þeim (3, 7, 8). 3) „Manntalsaðferðin“, svipuð þeirri, sem hér hefur verið notuð nú, þ.e. talning á öllum geð- veikum í ákveðnum íbúafjölda á ákveðnum degi eða yfir ákveðið tímabil (8, 9, 10). Island ætti að vera tilvalið til slíkra rannsókna, með hvaða aðferð sem væri, ekki aðeins á geð- og taugasjúkdómum, heldur á hvaða öðrum sjúkdóm- um eða sjúkdómaflokkum sem vera skal. Hér býr fátt fólk á vel afmörkuðu svæði við mjög lík skil- yrði. Hér er hægt að finna tíðni sjúkdóma hjá heilli þjóð án þess að framkvæma úrtak eins og gera þarf við slíkar rannsóknir meðal stærri þjóða. Þær erlendar rannsóknir, sem hér verður minnst á, eru sambærilegar við talningu þá, sem hér hefur farið fram að nokkru leyti, en ekki fyllilega vegna mismunandi aðferða til að afla þeirra upplýsinga, sem rannsóknirnar byggja á. Brugger (8) framkvæmdi í Thúringen talningu á öllum geðveikum, sem hann gat aflað upplýsinga um frá læknum, sjúkrahúsum, prestum, lögreglu og fleirum, meðal 37.561 íbúa og fann 0,62% með geðsjúkdóma (alcoholismus, psychopathia og neurosis ekki meðtalið). Strömgren (9) fann 1.4.1935 meðal 45.930 íbúa á Bornholm 1,14% íbúa sem voru eða höfðu verið geðveikir einhvern tíma, en talningadaginn voru 0,71% íbúanna geðveikir (alcoholismus og neurosis ekki meðtalið). Samtals voru 525 manns, sem voru eða höfðu verið geðveikir, 141 á spítala, 184 utan spítala og 200, sem ekki voru veikir taln- ingardaginn. Því get ég þessara talna hér, að Strömgren (9) telur þær dæmigerðar fyrir alla Danmörku og að þær svara mjög vel til fjölda geðveikra utan spítala í því 31 héraði utan Reykjavíkur, sem upplýsingar bárust úr. Pá eru tvær talningar frá Finnlandi (10), önnur framkvæmd á árunum 1935-1936 á vegum finnska félagsmálaráðuneytisins. Náði hún til ca. 12% landsmanna eða 418.472. Var fyrst aflað upplýs- inga frá spítölum, læknum, hælum og embættis- mönnum um alla geðveika og fávita, sem þessir aðilar vissu um. Síðan voru sendir geðveikralæknar til að rannsaka alla, sem taldir voru geðveikir eða fávitar yfir 7 ára. Fundust alls 3.026 geðveikir (meðtalin epilepsia, alcoholismus og psychopathia) og 1.852 fávitar (idiotica og imbecilitas). Síðari talningin var á vegum finnsku alþýðu- trygginganna (10). Eru þar allir 18 ára og eldri tryggðir gegn varanlegri örorku og elli. Þó voru í byrjun allir öryrkjar á aldrinum 18-54 ára og þeir, sem voru meira en 55 ára utan trygginganna. Þessir öryrkjar áttu að tilkynna örorku sína. Fjöldi þeirra var 55.442 1. júlí 1940, þar af 12.606 geðveikir, 2.405 flogaveikir og 8.547 fávitar. Var því meðal- fjöldi geðveikra á aldrinum 18-54 ára (incl. epilepsia, excl. alcoholismus, psychopathia og vef- rænir heilasjúkdómar) 7,86%c og fávita 4,43%c. Loks er að geta þriggja rannsókna, sem gerðar hafa verið til að reikna út líkur einstaklinganna til að veikjast. Fremming (3) telur líkumar til að verða geðveikur í Danmörku fyrir 55 ára aldur vera 4,13% ± 0,13%. Neuroses, alcoholismus og psychopathia ekki talin með. Samtals fann hann að 13,7% afþeim4130mönnum,semfæddirvoruá Bornholm á árunum 1883-1887 og náð höfðu 10 ára aldri, voru eða höfðu verið haldnir einhverjum geð- eða taugasjúkdómi (þar á meðal fávitar). Ödegaard (6), sem byggir á fyrstu innlagningu í norska geðveikraspítala á árunum 1925-1936 telur líkurnar í Noregi til að verða svo geðveikur þar, að sjúklingurinn þurfi að leggjast á sjúkrahús, vera 3,75%. Hann umreiknar tölur Slaters (5) frá Englandi 1932, sem byggðar vom á sams konar athugunum, og fær líkumar þar 3,22%. Tilgangurinn með athugun þeirri, sem hér verður stuttlega gerð grein fyrir, var fýrst og fremst að reyna að komast eftir, hve margir væru geð- veikir hér á landi og hve mörg sjúkrarúm vantaði fyrir slíka sjúklinga. AÐFERÐ OG GAGNASÖFNUN Öllum læknum á landinu voru send fyrirspurn- areyðublöð og óskað eftir upplýsingum um, hve marga sjúklinga með geð- og taugasjúkdóma þeir hefðu til meðferðar þ. 15. marz 1953. Yfirleitt brugðust læknar mjög vel við málaleitan þessari og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.