Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 59
57
en hitt vekur meiri athygli að tæplega 60% sjúk-
linga með geðbrigðasjúkdóma (affective disord-
ers) hafa langvarandi einkenni. Hér er í langflest-
um tilfellum um að ræða þunglyndiseinkenni
vegna þess að nær allir sjúklingar með oflæti fengu
einkennin í köstum. Töflur V og VI sýna fjölda
innlagna á stofnun árlega á 1000 einstaklinga úr-
taksins á báðum rannsóknartímabilunum. Prátt
fyrir að tíðni geðsjúkdóma sé svipuð í báðum ald-
ursflokkum, er fjöldi innlagna vegna þessara sjúk-
dóma meiri á aldrinum 75-81 árs og munar þar
mest um aukinn fjölda innlagna vegna elliglapa,
einkum erfiðari tilfellanna. Tafla VII sýnir hvernig
tjöldi innlagna dreifist milli mismunandi stofnana á
fyrra tímabilinu, þegar meðalaldur í úrtakinu er
61-75 ára, og tafla VIII sýnir það sama fyrir seinna
tímabilið. í ljós kemur, að geðsjúkdómar aldraðra
sem innlagnar þurfa við, eru sjaldnast meðhöndl-
aðir á geðsjúkrahúsum. Sjúklingar með geðbrigða-
sjúkdóma eru oftast lagðir inn á almennt sjúkrahús
ef þeir eru 61-75 ára en á aldrinum 75-81 árs
skiptast innlagnir vegna slíkra sjúkdóma nokkuð
jafnt milli geðdeilda, almennra sjúkrahúsa og
TAFLA VII
Fjöldi sjúklinga fæddra 1895-1897, sem lagðir voru inná árunum
1957-1971 vegna geðsjúkdóma, eftir tegund stofnunar. (Tölur í
svigum merkja fjölda sjúklinga á ári pr. 1000 manns í úrtakinu).
Geð- sjúkrahús önnur sjúkrahús Hjúkrunar- deildir og elliheimili
Væg elliglöp 2 (0,03) 38 (0,7) 31 (0,6)
Erfiö elliglöp 10(0,2) 37 (0,7) 57(1,1)
Geöbrigðasjúkdómar 29 (0,6) 67(1,3) 17(0,3)
Aðrir geðsjúkdómar 23 (0,4) 61(1,2) 14(0,3)
Allir geðsjúkdómar 64(1,2) 203 (3,9) 119(2,3)
TAFLA VIII
Fjöldi sjúklinga fæddra 1895-1897, sem lagðir voru inn á árunum
1971-1977 vegna geðsjúkdóma eftir tegund stofnunar. ' (Tölur í
svigum merkja fjölda sjúklinga á ári pr. 1000 manns í úrtakinu).
Geð- sjúkrahús önnur sjúkrahús Hjúkrunar- deildir og ellihejmili Stofnun óþekkt
Væg elliglöp 3 (0,2) 11 (0,6) 18(1,0) 0
Erfið elliglöp 6 (0,3) 39 (2,1) 81 (4,4) 5
Geðbrigðasjúkd. 15 (0,8) 17 (0,9) 14 (0,7) 1
Aðrir geðsjúkd. 7 (0,4) 10(0,5) 15(0,8) 0
Allir geðsjúkd. 31(1,7) 77(4,1) 128 (6,9) 6
I) Et innlangir cru tluiri en ein. er aðeins talin innlögn á sérhælðasta
sjúkrahúsið.
hjúkrunar- og elliheimila. Þegar á heildina er litið,
er yfir helmingur sjúklinga á aldrinum 61-75 ára,
sem lagðir eru inn beinlínis vegna geðsjúkdóma,
lagðir inn á almenn sjúkrahús. A aldrinum 75-81
árs er það hins vegar oftast á hjúkrunar- eða elli-
heimilum, sem meðferð geðsjúkdóma fer fram.
UMRÆÐA
Aðferð sú, sem hér er notuð til upplýsingasöfn-
unar, er að sumu leyti ónákvæm. Flestar upplýs-
ingar koma frá heimilislæknum og við því er að
búast, að í sumum tilfellum sé þeim ekki kunnugt
um öll vandamál sjúklinga sinna. í Kópavogi var
gerð athugun á heilsu og högum aldraðra árið 1979
(4). I ljós kom, að heimilislæknum var kunnugt um
flest vandamál sjúklinga sinna. í könnuninni fund-
ust 57 einstaklingar með minnisleysi og af þeim
voru 7 tilfelli (12%) ekki skráð hjá heimilislækni.
Með þunglyndi voru 32 einstaklingar en aðeins 3
(9%) ekki skráðir með þunglyndiseinkenni hjá
heimilislækni sínum. Ef þetta gildir almennt um
heimilislækna á íslandi má búast við að þær tölur
sem hér eru birtar séu heldur lægri en þær ættu að
vera. Rétt er þó að geta þess að viðbótarupplýs-
ingar úr sjúkraskrám og í einstaka tilfelli frá
sjúklingi sjálfum bættu stundum við það sem
heimilislæknar höfðu gefið upp. Þegar þessar nið-
urstöður eru bornar saman við niðurstöður er-
Iendis, kemur í ljós að algengið er yfirleitt heldur
lægra. Kay og Bergman (5) rannsökuðu geðsjúk-
dóma fólks 67 ára og eldri með því að leggja spurn-
ingalista fyrir hvern og einn. Algengi elliglapa var
þar 20-22% hjá fólki eldra en 80 ára. Á töflu III sést
að hér er algengi elliglapa tæp 17% við 81 árs
aldurinn og þannig 3-5% lægra en í rannsókn Kays
og Bergmans. Algengi geðbrigðasjúkdóma er
svipað við 74 ára og 81 árs aldurinn. Hér var í
flestum tilfellum um að ræða þunglyndiseinkenni.
I faraldsfræðilegri athugun á geðsjúkdómum 67
ára og eldri í New York (6) er algengi þunglyndis-
einkenna, sem þarfnast meðhöndlunar, 13% og
var svipað á öllum aldri hjá konum, en hækkaði
talsvert hjá körlum um áttrætt. Er þetta í ósam-
ræmi við niðurstöður hér, þar sem algengi geð-
brigðasjúkdóma er mjög svipað á öllum aldri hjá
báðum kynjum. Á töflu IV vekur það athygli að 128
(58,2%) sjúklingar með geðbrigðasjúkdóma hafa
langvarandi einkenni. Sömuleiðis er það áhugavert
hversu lítill hluti þessa hóps er lagður inn á geð-
deildir. Talið er fullvíst að rétt meðferð á þung-
lyndi aldraðra sé yfirleitt árangursrík, og sumir
höfundar (7, 8) halda því fram, að allt að 85%
sjúklinga með þunglyndi lagist við rétta meðferð.