Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 51
49
leiddu í Ijós að alhæfing ætti sér stað samfara bio-
feedback þjálfun í slökun frontalis.
Þær rannsóknir, sem taka til alhæfingar frá
þjálfun vöðva, venjulega frontalis, til annarra
vöðva hafa verið þeim annmörkum háðar að sjúkl-
ingamir hafa verið eðlilegir og vöðvavirkni ann-
arra vöðva sem mæld hefur verið samhliða hefur
verið mjög lág. Raunhæfara virðist því að rannsaka
alhæfingu til sjálfvirkra breyta. Sé litið gagnrýnum
augum á rannsóknaniðurstöður þær sem fyrir
Iiggja, verður að telja vafasamt að fullyrðing
Alexanders og Smiths (2) standist þar sem þeir
draga í efa að með EMG-biofeedback þjálfun
einni sér sé hægt að draga úr lífeðlislegu uppnámi.
Þessi fullyrðing er grunduð á fáum rannsóknum sem
eru aðferðarfræðilega gallaðar. Að auki tóku fáir
þátt í þessum rannsóknum og ekki var tekið tillit til
mikilvægra breyta.
Klínískt skiptir sú spurning miklu máli hvort
alhæfing á sér stað frá einum vöðva til annars. Við
hönnun þeirrar rannsóknar sem hér verður rakin
var reynt að sníða af þá aðferðafræðilegu van-
kanta sem áberandi höfðu verið í fyrri rannsóknum
til að skera úr um hvort alhæfing eigi sér stað frá
einum vöðva til annars. Þessi rannsókn (19) var því
framkvæmd á hópi kvíðinna sjúklinga (anxiety
states); alhæfing frá einum vöðva til annars og
sjálfvirkra breyta var mæld og frontalis EMG-bio-
feedback var borið saman við biofeedback frá hita-
stigi handa (controlled group — comparison
study).
AÐFERÐ
Rannsóknarhópurinn: Þrjátíu göngudeildarsjúkl-
ingar, 15 karlar og 15 konur á aldrinum 20-58 ára
(meðaltal 33,8 ár, staðalfrávik 19,8 ár) sem vísað
hafði verið til geðdeildar háskólans í Manchester
tóku þátt í þessari rannsókn og fullnægðu allir
greiningarskilyrðum fyrir kvíðanevrósu (anxiety
neurosis) (20).
Tœki: Meðan þjálfun stóð yfir sat sjúklingurinn
(subject) í slökunarstól, framleiddum af Parker-
Knoll í litlu hljóðeinangruðu herbergi við hlið
stjórnunarherbergis. Hitastigi í herbergi sjúkl-
inganna var haldið í 22°C meðan þjálfun stóð, en
þá var herbergið einnig rökkvað. Allt samband við
stjórnunarherbergi fór fram um kalltæki (inter-
com). Gögn voru skráð á átta rása sírita (poly-
graph) af gerðinni Devices M19.
FRAMKVÆMD
Tíðni og lengd meðferðar: Meðferðin tók 8 lotur
(sessions) og spannaði yfir 4 vikur. Þá eru ekki
talin með viðtöl sem geðlæknir tók fyrir og að
lokinni meðferð. Fyrsta lotan var ætluð til aðlög-
unar að rannsóknaraðstæðum og tók 20 mínútur.
Næstu 7 lotur tóku 30 mínútur og var skipt í 10
mínútna grunnlínu- og tvisvar sinnum 10 mínútna
meðferðartímabil.
Lífeðlislegar mœlingar framkvœmdar samtímis:
Eftirtaldar lífeðlislegar breytur voru mældar: Þrír
vöðvar, andardráttur, hitastig fingra og hjartslátt-
ur.
Mæld var vöðvavirkni í frontalis og buccinator,
en báðir þessir vöðvar eru innerveraðir af heila-
taug (n. facialis) og eru hvort tveggja starfrænt og
anatomiskt tengdir. Þriðji vöðvinn var flexor í
framhandlegg (þ.e. flexor carpi radialis og flexor
digitorum sublimis), en sá vöðvi þótti athugunar-
verður vegna þess að hann er anatómískt ótengdur
frontalis, með aðra innervation og áreiðanlegur við
síendurteknar mælingar.
Framkvæmd þjálfunar og klínísk viðbrögð:
Sjúkiingum var skipt af handahófi í 3 hópa og var
jafnmargt af hvoru kyni í þeim öllum. Voru tveir
tilraunahópar og einn viðmiðunarhópur. Enginn
marktækur munur var milli hópanna hvað varðaði
aldur, hjúskaparstöðu eða lyfjatöku.
EMG-hópurinn fékk biofeedback í formi
analogue smella sem samanstóðu af stöðugu merki
í logarithmisku hlutfalli við vöðvavirkni frontalis.
Hitahópurinn fékk biofeedback í formi talna
sem sjúklingarnir sáu.
Viðmiðunarhópurinn fékk feedback, sem ekki
var háð neinum breytingum á lífeðlislegri starf-
semi, og fólst í upptöku á stöðugum smellum. Þessi
upptaka var gerð með því að tengja merkjagjafa
(signal generator) sem stilltur var á 5 p.V við inn-
stunguna á ASI 1500 a (mælir stilltur á 1) og síðan
var merkið tekið upp beint í gegnum úttakstengil-
inn á ASI 1500 a.
Tónhæð heyrnar-feedbacksins var ákvörðuð
með hávaðamæli, Dawe Instruments 1405C, sem
staðsettur var u.þ.b. 2 cm frá heyrnartólum þeim
sem sjúklingar báru og mældist 54 desibel.
Rafrit: Virku elektróðurnar voru staðsettar á
frontalis og flexorum vinstra framhandleggs eins
og mælt er fyrir um hjá Lippold (21). Þær elek-
tróður sem mældu vöðvavirkni í buccinator voru
staðsettar 1 cm fyrir neðan miðja línu á milli tragus
ytra eyrans og ipsilateral ale nasae, þ.e. ein á hvorri
kinn.
Þegar mælistaður hafði verið staðsettur og