Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 51
49 leiddu í Ijós að alhæfing ætti sér stað samfara bio- feedback þjálfun í slökun frontalis. Þær rannsóknir, sem taka til alhæfingar frá þjálfun vöðva, venjulega frontalis, til annarra vöðva hafa verið þeim annmörkum háðar að sjúkl- ingamir hafa verið eðlilegir og vöðvavirkni ann- arra vöðva sem mæld hefur verið samhliða hefur verið mjög lág. Raunhæfara virðist því að rannsaka alhæfingu til sjálfvirkra breyta. Sé litið gagnrýnum augum á rannsóknaniðurstöður þær sem fyrir Iiggja, verður að telja vafasamt að fullyrðing Alexanders og Smiths (2) standist þar sem þeir draga í efa að með EMG-biofeedback þjálfun einni sér sé hægt að draga úr lífeðlislegu uppnámi. Þessi fullyrðing er grunduð á fáum rannsóknum sem eru aðferðarfræðilega gallaðar. Að auki tóku fáir þátt í þessum rannsóknum og ekki var tekið tillit til mikilvægra breyta. Klínískt skiptir sú spurning miklu máli hvort alhæfing á sér stað frá einum vöðva til annars. Við hönnun þeirrar rannsóknar sem hér verður rakin var reynt að sníða af þá aðferðafræðilegu van- kanta sem áberandi höfðu verið í fyrri rannsóknum til að skera úr um hvort alhæfing eigi sér stað frá einum vöðva til annars. Þessi rannsókn (19) var því framkvæmd á hópi kvíðinna sjúklinga (anxiety states); alhæfing frá einum vöðva til annars og sjálfvirkra breyta var mæld og frontalis EMG-bio- feedback var borið saman við biofeedback frá hita- stigi handa (controlled group — comparison study). AÐFERÐ Rannsóknarhópurinn: Þrjátíu göngudeildarsjúkl- ingar, 15 karlar og 15 konur á aldrinum 20-58 ára (meðaltal 33,8 ár, staðalfrávik 19,8 ár) sem vísað hafði verið til geðdeildar háskólans í Manchester tóku þátt í þessari rannsókn og fullnægðu allir greiningarskilyrðum fyrir kvíðanevrósu (anxiety neurosis) (20). Tœki: Meðan þjálfun stóð yfir sat sjúklingurinn (subject) í slökunarstól, framleiddum af Parker- Knoll í litlu hljóðeinangruðu herbergi við hlið stjórnunarherbergis. Hitastigi í herbergi sjúkl- inganna var haldið í 22°C meðan þjálfun stóð, en þá var herbergið einnig rökkvað. Allt samband við stjórnunarherbergi fór fram um kalltæki (inter- com). Gögn voru skráð á átta rása sírita (poly- graph) af gerðinni Devices M19. FRAMKVÆMD Tíðni og lengd meðferðar: Meðferðin tók 8 lotur (sessions) og spannaði yfir 4 vikur. Þá eru ekki talin með viðtöl sem geðlæknir tók fyrir og að lokinni meðferð. Fyrsta lotan var ætluð til aðlög- unar að rannsóknaraðstæðum og tók 20 mínútur. Næstu 7 lotur tóku 30 mínútur og var skipt í 10 mínútna grunnlínu- og tvisvar sinnum 10 mínútna meðferðartímabil. Lífeðlislegar mœlingar framkvœmdar samtímis: Eftirtaldar lífeðlislegar breytur voru mældar: Þrír vöðvar, andardráttur, hitastig fingra og hjartslátt- ur. Mæld var vöðvavirkni í frontalis og buccinator, en báðir þessir vöðvar eru innerveraðir af heila- taug (n. facialis) og eru hvort tveggja starfrænt og anatomiskt tengdir. Þriðji vöðvinn var flexor í framhandlegg (þ.e. flexor carpi radialis og flexor digitorum sublimis), en sá vöðvi þótti athugunar- verður vegna þess að hann er anatómískt ótengdur frontalis, með aðra innervation og áreiðanlegur við síendurteknar mælingar. Framkvæmd þjálfunar og klínísk viðbrögð: Sjúkiingum var skipt af handahófi í 3 hópa og var jafnmargt af hvoru kyni í þeim öllum. Voru tveir tilraunahópar og einn viðmiðunarhópur. Enginn marktækur munur var milli hópanna hvað varðaði aldur, hjúskaparstöðu eða lyfjatöku. EMG-hópurinn fékk biofeedback í formi analogue smella sem samanstóðu af stöðugu merki í logarithmisku hlutfalli við vöðvavirkni frontalis. Hitahópurinn fékk biofeedback í formi talna sem sjúklingarnir sáu. Viðmiðunarhópurinn fékk feedback, sem ekki var háð neinum breytingum á lífeðlislegri starf- semi, og fólst í upptöku á stöðugum smellum. Þessi upptaka var gerð með því að tengja merkjagjafa (signal generator) sem stilltur var á 5 p.V við inn- stunguna á ASI 1500 a (mælir stilltur á 1) og síðan var merkið tekið upp beint í gegnum úttakstengil- inn á ASI 1500 a. Tónhæð heyrnar-feedbacksins var ákvörðuð með hávaðamæli, Dawe Instruments 1405C, sem staðsettur var u.þ.b. 2 cm frá heyrnartólum þeim sem sjúklingar báru og mældist 54 desibel. Rafrit: Virku elektróðurnar voru staðsettar á frontalis og flexorum vinstra framhandleggs eins og mælt er fyrir um hjá Lippold (21). Þær elek- tróður sem mældu vöðvavirkni í buccinator voru staðsettar 1 cm fyrir neðan miðja línu á milli tragus ytra eyrans og ipsilateral ale nasae, þ.e. ein á hvorri kinn. Þegar mælistaður hafði verið staðsettur og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.