Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 93
91 Hefðbundnar neysluvenjur hér á landi hafa verið þær, að drekka sjaldan en mikið í einu (2). F>etta leiðir til þess, að ölvunartíðni er há (7, 3). Nýjar neysluvenjur áfengis eru að verða almenn- ari, en þær fela í sér tíðari neyslu, en þá er lítils neytt í einu (8). Erlendar rannsóknir sýna, að nýjar neysluvenjur koma oftast nær til viðbótar þeim á- fengisneysluvenjum sem fyrir eru, en ekki í staðinn fýrir þær (9). Þegar hin litla heildarneysla áfengis hérlendis er borin saman við heildarneyslu annarra þjóða, mætti álykta að hér væru minni vandamál samfara áfengisneyslu en í öðrum löndum. Það þarf þó ekki svo að vera þar sem það er ekki bara heildar- neyslan, heldur einnig neysluvenjurnar, sem hafa áhrif á stærð og eðli áfengisvandamála. Hinar hefðbundnu neysluvenjur áfengis hafa í för með sér afleiðingar, sem rekja má til einstakra drykkju- skipta og ölvunar fremur en sjúkdóma af völdum áfengisneyslu. Það má því ætla að sjúkdómar af völdum áfengisneyslu séu hér sjaldgæfari en annars staðar, en slys, afbrot og aðrar athafnir, sem raska ró hins almenna borgara, stafi oft af áfengisneyslu. ÁFENGISVANDAMÁL Þegar fjallað er um vandamál vegna áfengis, er lögð áhersla á mismunandi atriði. Mákelá og Viikari (9, 10) greina áfengisvandamálin í þrennt. í fyrsta lagi sem vandamál tengd allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Þá er áfengi talið vera helsta orsök afbrota, fátæktar og fjölskylduvandamála. Tíðni vandamálanna sést einkum á tölum um ölvun á almannafæri, fjölda ofbeldisbrota, slags- mála og deilna. í öðru lagi er áfengi álitið vera vandamál fyrir atvinnulífið eins og það birtist í fjarvistum, minni afköstum og vinnuslysum. í þriðja lagi er áfengi skoðað sem heilbrigðisvanda- mál, sem kemur fram í áfengissýki og ótímabærum dauða af völdum sjúkdóma og slysa, sem rekja má til áfengisneyslu. Áhersla á einn þessara þátta verður til þess að ýta öðrum til hliðar og það er breytilegt frá einum tíma til annars og eftir þjóð- félagsgerð hver þessara þriggja þátta er talinn þýðingarmestur. Ef áfengisvandamálin eru fýrst og fremst talin vera spurning um allsherjarreglu í þjóðfélaginu og öryggi borgaranna, eru það lögregla og refsistofn- anir, sem eiga að glíma við vandann. Ef félagslegu vandamálin eru í brennidepli, fá ýmsar stofnanir á því sviði að fást við áfengisvandamál. Og á sama hátt eru það heilbrigðisstofnanir, sem verða hinn rétti vettvangur, þegar áfengisvandamálin eru skil- greind sem heilbrigiðisvandamál. Um síðustu aldamót kom sú skoðun fyrst fram, að áfengi hér á landi eins og víða annars staðar væri talið vera einn helsti orsakavaldur félagslegra vandamála. Neysla sterks áfengis og ölvun hafa einkennt áfengisvenjur íslendinga. Slíkar venjur raska ró hins almenna borgara og því er lögreglan sá aðili, sem einna lengst hefur haft afskipti af áfengisvandamálum. Á undanförnum árum hefur sú þróun átt sér stað, að afskipti lögreglu af áfeng- isvandamálunum hafa minnkað, en afskipti stofn- ana á sviði félagsmála og einkum heilbrigðisstofn- ana hafa aukist. Hliðstæð þróun hefur átt sér stað víða í öðrum löndum. Sérhæfðar sjúkrastofnanir, sem eingöngu taka áfengissjúklinga til meðferðar, voru yfirleitt ekki settar á stofn fyrr en á árunum 1940-1950(9). SJÚKRAHÚS FYRIR ÁFENGISSJÚKLINGA Á þessum árum var einnig hér á landi byrjað að starfrækja stofnun eingöngu fyrir áfengissjúklinga, Kumbaravogshælið, sem tók til starfa árið 1943 (11). Fram að þeim tíma höfðu áfengissjúklingar farið í meðferð á Kleppsspítala, eins og jafnan síðar. Árið 1974 voru áfengissjúklingar teknir til vistunar og meðferðar á eftirtöldum stöðum: Kleppsspítala, Gunnarsholti og Víðinesi. Tvær þær síðustu voru langdvalarstofnanir. Eins og rakið hefur verið, er Kleppsspítali elsta sjúkrahúsið fyrir áfengissjúklinga og aðra misnotendur vímuefna. Hluti Kleppsspítala og seinna geðdeilda ríkisspítal- anna á Kleppi og Landspítalanum hefur verið ætlaður sjúklingum vegna misnotkunar áfengis og annarra vímuefna. Þetta hefur verið gert í samræmi við sjúkdómsflokkun Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, sem flokkar áfengissýki og mis- notkun annarra vímuefna sem geðsjúkdóma. Árið 1976 jókst starfsemin á þessu sviði veru- lega þegar hún var endurskipulögð og eftirmeð- ferðardeild fyrir áfengissjúklinga, sem starfað hafði á Flókagötunni, flutti í nýtt húsnæði á Vífils- stöðum. Seinna flutti svo göngudeild áfengissjúkl- inga í húsnæði geðdeildar Landspítalans. Allt frá árinu 1974 fóru allmargir í meðferð til Bandaríkjanna vegna áfengissýki, aðallega á Free- port-sjúkrahúsið, en nokkrir fóru á Hazelden Foundation. Höfðu þessar ferðir veruleg áhrif á þróun og framboð meðferðar fyrir áfengissjúkl- inga hér á Iandi. Það var ekki nýtt að íslendingar færu í meðferð á erlendar stofnanir vegna áfengis- vandamála. Á tímabili fóru allmargir til Noregs á slíkar stofnanir. Eftir að Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið, SAA, fóru að reka sjúkra- stofnanir hérlendis með svipuðu sniði og Freeport,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 17. fylgirit (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/364862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. fylgirit (01.12.1983)

Aðgerðir: