Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 19
17 í staöinn fyrir að margfalda meðallíkurnar til að veikjast ekki á einu ári svo oft með sjálfum sér, sem árafjöldinn segir til um (1- (1-p)55). Munurinn sem fæst á útkomunni með þessum tveim aðferð- um, er svo lítill, að ekki er ástæða til að nota fyrri aðferðina. Samkvæmt þessum útreikningum eru líkurnar fyrir því að 15 ára maður þurfi að vitja læknis vegna geð- eða taugasjúkdóma áður en hann verður sjötugur 40 ±2.6%. Ég hef einnig reiknað út líkur manna, sem náð hafa ákveðnum aldri, með 5 ára millibili upp í 65 ára aldur til að veikjast fyrir sjötugt, ef þeir lifa. Má sjá þær af 8. mynd. Við þá útreikninga hef ég notað fyrri for- múluna, sem sýnd er hér að framan. Áður var fundið af Helga Tómassyni (2), að líkur 15 ára manns til að veikjast fyrir sjötugt væru 37%. Það er því allgott samræmi milli niðurstaða þessara út- reikninga núna og þeirra, sem áður hafa verið gerðir hér á landi. Ef reiknað er á sama hátt má gera ráð fyrir að árlega veikist hér 104 af psychosis manio-depressiva og mundi það gefa sjúkdóms- iíkurnar 6,1 ± 1,1% eða þær sömu og áður voru fundnar fyrir 15 ára mann til að veikjast fyrir sjötugt (12). UMRÆÐA Líkurnar fyrir því að veikjast af geð- eða tauga- sjúkdómi hér á Islandi virðast vera nokkum veginn eins við þessar tvær rannsóknir. Þær eru hins vegar miklu meiri hér en annars staðar hefur verið fundið, allt að 10-12 sinnum meiri en þar sem eingöngu hefur verið miðað við þá, sem lagst hafa á sjúkrahús. Líkurnar hér eru þó ekki nema þrisvar sinnum meiri en heildarfjöldi þeirra, sem Fremm- ing (3) fann að hefðu verið veikir á Bomholm. Nokkum mun getur það og gert að líkurnar hér eru reiknaðar fyrir annað aldursskeið. Fremming sem telur alla sem veikst hafa, fær líkurnar til að veikjast af psychoses (neuroses, psychopathia, alcoholismus og oligophrenia ekki meðtalin) fyrir 55 ára aldur 4,13%. Ef reiknað væri hér á sama hátt, væru líkurnar um 13% eðaum þrisvarsinnum hærri hér en í Danmörku. Mjög sennilegt er að við katamnestiskar rannsóknir eins og Fremmings sé allmikið af léttari tilfellum, sem ekki finnast jafn auðveldlega og við rannsóknir þær, sem hér hafa verið gerðar. Sá fjöldi geð- og taugasjúklinga sem fram kemur í þessari talningu er sennilega heldur minni en raunverulegur fjöldi þessara sjúklinga er í landinu. Talning sem þessi getur aldrei verið fullkomin, þótt ekki sé af öðru en að sjálfan talningardaginn er eitthvað af sjúklingum, sem ekki eru hjá neinum lækni. Ekki er ástæða til að ætla að hér hafi talist verr fram en vera mundi um aðra sjúkdóma. Mestur hluti sjúklinganna er hjá sérfræðingum, en þeir sendu allir upplýsingar um sína sjúklinga. Frá öðrum læknum hafa skýrslur heimst margfalt betur en gerist, t.d. um farsóttarskýrslur, sem sjá má af því að upplýsingar vantar aðeins frá 6 læknum í Reykjavík. Vitað er að fávitar eru miklu fleiri en hér koma fram, þ.e.a.s. flestir þeirra eru líklega ekki undir læknishendi. í heilbrigðisskýrslum 1950 (1) eru fávitar taldir 331 á öllu landinu, eða 2,3 %c af heildaríbúafjöldanum. Á því ári var reynt að hafa upp á öllum fávitum í Reykjavík og höfð um það samvinna við ýmsa aðila. Ekki tókst að finna nema 85 fávita eða 1,5 %c íbúanna í Reykjavík. Þetta eru mun lægri tölur en annars staðar er talið. Kaila (10) telur, að í Finnlandi sé fávitafjöldinn (idiotia og imbecilitas) 4,3 %c, Fremming telur 1-2% íbúanna í Danmörku vera fávita (með greindarvísitölu undir 75). í Englandi telur Tredgold (13) að minnst 1% íbúanna séu fávitar. Það væri því mjög æskilegt, ef hægt væri að fá nánari vitneskju um fjölda fávita hér á landi. Einnig er líklegt að flogaveikir séu fleiri en virð- ast eftir þessari talningu. Er annað hvort, að þeir eru ekki til meðferðar hjá neinum lækni eða hjá almennum læknum, sem ekki hafa hirt um að telja þá fram sem sína sjúklinga. Oft eru það sérfræð- ingar, sem hafa greint sjúkdóminn og sett sjúkl- ingana í ákveðna meðferð, sem almennir læknar halda síðan áfram. Þeim síðarnefndu finnast þetta ekki vera „sínir" sjúklingar, því að greiningin og meðferðin er frá öðrum lækni (sérfr.), sem telur þá ekki heldur „sína" sjúklinga, þar eð hann er hættur að sjá þá. Loks er mjög líklegt, að eitthvað vanti af sjúkl- ingum utan af landi, einkum vægari tilfellum, sem ekki þurfa sérfræðingshjálpar við og leita kannski alls ekki til læknis. Hugsanlegt er, að geðsjúklingar í dreifbýlinu þurfi síður að Ieita læknis en þeir, sem búa í bæjum, m.a. vegna minni árekstrarhættu við aðra meðborgara. Einnig er aðstaða þeirra til að Ieita læknis miklu erfiðari, svo að ekki er verið að hlaupa til læknis með minni háttar kvartanir. Þá er það og almenn reynsla að fleiri eru vistaðir í sjúkra- húsum og elliheimilum vegna elliglapa í borgum en sveitum. Af þessu mætti ætla, að talningin á Reyk- víkingum gæfi réttari hugmynd um hlutfallsfjölda sjúklinga. Af Reykvíkingum eru 14,8 %c með geð- og taugasjúkdóma. Sé neuroses, alcoholismus, fávitum og vefrænum taugasjúkdómum sleppt eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.