Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 81
79
brugðnar aðstæðum landmanna. Þeir þurfa að
bogra mikið og vinna oft í kulda og vosbúð. Þá
þykja þeim mannaskipti of ör og að starfið sé van-
metið af öðrum, enda eru margir þeirra að hugsa
um að skipta um starf. Ekki kemur á óvart, að
meira en helmingi sjómannanna finnst slæmt að
búa við óvissu um afla og tekjur, en slíkt á ekki við
um landmenn.
Þótt þau atriði, sem hér hafa verið talin, séu
merki um óþægilegar vinnuaðstæður, þurfa þau
ekki endilega að valda streitu. Nokkur þeirra
tengjast mælikvörðum okkar á streitu og gætu því
verið streituvaldar. Ekki eru þetta þó fremur þau
atriði, sem flestir svara játandi, þannig að margir
hinna hugsanlegu streituvalda taka aðeins til lítils
hluta mannanna. Fimm atriði, sem yfir helmingur
sjómanna kvartar um, tengjast streitu, tvö þeirra
báðum mælikvörðum hennar, 1) að bogra mikið og
2) kuldi og vosbúð. Önnur atriði, sem tengjast
streitu, eru 3) að þurfa að bregðast skjótt við án
fyrirvara, 4) að starfið sé vanmetið af öðrum, og 5)
hugmyndir um að skipta um starf. Ekkert þeirra
atriða, sem meira en helmingur landmanna svarar,
tengist mælikvörðum á streitu, en hjá þeim þriðj-
ungi landmanna, sem eru að hugsa um að skipta
um starf, eru að meðaltali meiri streitueinkenni en
hjá hinum, eins og reyndar gildir einnig um sjó-
mennina.
Nokkur atriði til viðbótar tengjast streitu, þótt
þau gildi aðeins um minnihluta þátttakendanna.
Um þriðjungur sjómannanna telja starfið krefjast
of mikils vinnuhraða, og má sjá marktækt meiri
streitueinkenni hjá þeim hópi en hinum. Er þetta í
samræmi við önnur svör um vinnuálag sjómanna.
Aðeins 4% landmanna svara þessari spumingu
játandi. Fleiri sjómenn en landmenn telja sig hafa
of langan vinnutíma, en lengd vinnutímans er þó
meiri streituvaldur hjá landmönnum. Hins vegar er
slæmur samstarfsandi erfiðara mál hjá sjómönnum
en landmönnum, þótt sjaldgæfari sé, og er ekki að
undra þótt hið þrönga og nána samfélag sjómanna
þurfi að vera gott til þess að þeim líði vel. Nokkrir
menn í báðum hópunum eru oft í óvissu um
hvernig vinna á verkin og í báðum tilvikum tengist
það meiri einkennum um streitu.
Þegar borin eru saman svör hópanna varðandi
áhrif starfsins á einkalíf þeirra (tafla VI) kemur
fram mjög verulegur munur á aðstæðum sjómanna
og þeirra, sem vinna í landi. Langflestir sjómann-
anna telja frítíma sinn í landi of lítinn og að ekki
gefist tími til að reka nauðsynlegerindi. Sömuleiðis
raskar sjómennskan eðlilegum tengslum við fjöl-
skyldur þeirra og veldur þeim spennu. Flestir
þeirra, sem áttu konu og börn, töldu slæmt að vera
í burtu frá þeim. (Hér ber að athuga, að hlutfalls-
tölur um þessi atriði í töflu svara til nær allra, sem
áttu konu eða börn). Þá taldi meirihluti sjómanna
sig ekki geta sinnt áhugamálum sínum, eins og
íþróttum og félagsmálum, á þann hátt, sem þeir
hefðu kosið. Ekkert þessara atriða var vandamál
fyrir meirihluta landmanna.
Meðal þessara atriða eru einnig mörg, sem
tengjast streitu hjá meirihluta sjómanna, en engin
hjá Iandmönnum. Níu af hverjum tíu sjómönnum
töldu sig hafa of lítinn tíma til persónulegs erinda-
reksturs og eru spenntir, þegar þeir koma af sjón-
um. Þessi atriði tengjast báðum streitumælikvörð-
unum. Aðrir þættir, sem tengjast streitu hjá meiri-
hluta sjómanna, eru þeir, að vera of lengi að
heiman og geta ekki sinnt tómstundastörfum og
félagslífi.
UMRÆÐA
í niðurstöðum okkar kom fram, að mun fleiri
sjómenn en landmenn kvörtuðu yfir þeim vinnu-
aðstæðum, sem tilgreindar voru í streituspurn-
ingalistanum. Þetta má ef til vill að nokkru
skýra með því, að spurningarnar eigi fremur
við vinnuaðstæður sjómanna en landmanna,
en sú skýring á þó aðeins við sumar spurn-
ingarnar. Nærtækari og sennilegri skýring er sú, að
vinnuaðstæður sjómanna séu erfiðari og þar sé
fleiru ábótavant en hjá landmönnum. Kemur það
heim og saman við niðurstöður úr læknisskoðun og
viðtali (9), þar sem mun fleiri sjómenn en land-
menn töldu vinnuálag vera verulegt eða mikið.
Niðurstöður okkar benda einnig til þess, að
vinnuaðstæður sjómanna hafi meiri áhrif á andlega
líðan þeirra en vinnuaðstæður landmannanna, sem
er ekki að undra í sjálfu sér, þar eð sjómennskan
tekur upp miklu meiri tíma af lífi sjómannsins en
fjölskylda og félagslíf. Það er athyglisvert, ef litið er
yfir töflu VI, að þau vandamál sjómannanna, sem
tengdust streitu, varða mest heimkomuna eða hina
stuttu dvöl heima á milli sjóferða. Eftirvænting,
kvíði, spenna og þörf til að njóta miklu fleiri hluta
en þeir ráða við, setur svip sinn á dvölina heima, og
afleiðingin verður trúlega oft ófullnægja og von-
brigði með heimkomuna. Kynlíf er eitt af því, sem
sjómennskan setur sínar takmarkanir á. Þannig
töldu 74% sjómannanna sig fara á mis við nægjan-
legt kvnlíf, sem þó í sjálfu sér tengist ekki streitu.
Hins vegar sýndu þau 16%, sem ekki gátu notið
kynlífs sökum getuleysis, þegar heim kom, merki
um taugaveiklun, en getuleysi í kynlífi stafar iðu-
lega af spennu og eftirvæntingu.