Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 110
108
krefst mannafla og ef hann er tekinn af þeim
mannafla, sem nú starfar í geðheilbrigðiskerfinu,
hlýtur það að hafa í för með sér minni meðferð og
endurhæfingu geðsjúklinga. Geðvernd hefur
einnig í för með sér kostnað, og ef hann er greiddur
af því fé, sem nú rennur til heilbrigðiskerfisins,
hlýtur það að leiða til minni þjónustu við geð-
sjúklinga.
Af því sem sagt hefur verið hér að framan má
ráða, að ekki er rétt að hefja notkun aðferðar til að
fyrirbyggja geðsjúkdóm, fyrr en afleiðingar hennar
hafa verið kannaðar og reynt hefur verið að ganga
úr skugga um, að þær séu ekki óæskilegar og jafn-
vel verri en sjúkdómurinn. Afleiðingar fyrir-
byggjandi aðferða gætu verið svo slæmar og gætu
brotið svo í bága við siðaskoðanir, stjórnmála-
skoðanir eða hagsmuni manna, að þeir kjósi heldur
að sætta sig við hina háu tíðni geðsjúkdóma en að
una þessum afleiðingum.
NIÐURSTÖÐUR
Enn eru aðeins þekktar fáar gagnlegar aðferðir
til geðverndar (2,6). Þekking okkar á orsökum
geðsjúkdóma er heldur lítil og ekki miklar líkur á
að fleiri aðferðir finnist fyrr en hún hefur aukist
verulega.
Enn um sinn mun meðferð og endurhæfing
koma að meira gagni en geðvernd við að draga úr
algengi geðsjúkdóma. Geðheilbrigðisstarfsmenn
hljóta því að leggja mesta áherslu á meðferð og
endurhæfingu, þar til tekist hefur að finna fleiri
aðferðir til geðverndar. Þeir geta með engu móti
leyft sér að eyða miklum tíma og miklu fé í gagns-
litlar tilraunir til geðverndar, því það hlýtur að
draga úr meðferð og endurhæfingu.
Geðheilbrigðisstarfsmenn geta helst gegnt því
hlutverki í geðvernd að:
1. Nota aðferðir til geðvemdar, sem rannsóknir
hafa sýnt fram á árangur af.
2. Upplýsa aðra um árangursríkar aðferðir og
leiðbeina þeim um notkun þeirra.
3. Leita eftir nýjum aðferðum til geðverndar
með hliðsjón af þeirri þekkingu sem nú er til
um orsakir geðsjúkdóma.
4. Stunda grundvallarrannsóknir á geðsjúk-
dómum til að finna forsendur fyrir nýjum
aðferðum.
Ekki er ráð að taka mannafla til geðverndar-
starfsemi af þeim mannafla, sem nú vinnur að með-
ferð og endurhæfingu, heldur verður að manna
þessa starfsemi sérstaklega. Það er heldur ekki ráð
að taka fé til geðverndar af því fé, sem nú er veitt til
geðheilbrigðiskerfisins.
HEIMILDIR
1. Spiro, H.R. Prevention in Psychiatry: Primary,
secondary, and Tertiary. Comprehensive Textbook
of Psychiatry. Third edition. Williams & Wilkins.
Baltimore 1980.
2. Adler, D.A., Levinson, D.J. & Astrachan, B.M. The
Concept of Prevention in Psychiatry. A Reexamin-
ation. Arch. Gen. Psychiatry 1978; 35; 786-9.
3. Dohrenwend, B.P. Mental Illness in the United
States. Praeger. New York 1980.
4. Helgason, T. Epidemiology of Mental Disorders in
Iceland. Munksgaard. Copenhagen 1964.
5. Caplan, G. Principles of Preventive Psychiatry.
Basic Books. New York 1964.
6. Lamb, H.R. & Zusman, J. Primary Prevention in
Perspective. Am. J. Psychiatry 1977; 136; 12-17.
7. Kessler, M. & Albee, G.W. Primary Prevention.
Am. Rev. Psychol. 1975; 26; 557-91.
8. Davis, J.A. Education for Positive Mental Health:
A Review of Existing Research and Recommen-
dation for Future Studies. Aldine Publishing Co.
Chicago 1965.