Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 39
37
munur var ekki á milli hjúskaparstöðu og afdrifa
en reglubundin vinna var tíðari hjá giftum sjúkl-
ingum.
Fram að lokum rannsóknartímabilsins höfðu 66
sjúklingar eignast samtals 114 börn eða 1.7 bam/
sjúkling. Langflest barnanna fæddust fyrir fyrstu
komu. Hafa ber í huga að meðalaldur sjúklinga var
þá 36 ár og því komið vel yfir þann tíma er bam-
eignir eru tíðastar.
Alls lögðust 63 (67%) sjúklingar inn á geð-
sjúkrahús, þar af 29 innan fyrsta almanaksárs frá
komu, en 34 síðar. í lok rannsóknartímabilsins
hafði 31 (33%) enn ekki lagst inn á geðsjúkrahús.
Aðeins 15 af 63 sjúklingum lögðust aðeins einu
sinni inn á geðsjúkrahús en 8 sjúklingar dvöldust á
geðsjúkrahúsum þrjú síðustu rannsóknarárin.
Mynd I sýnir að tæplega helmingur innlagðra
sjúklinga leggst í fyrsta skiptið inn á geðsjúkrahús á
fyrstu tveim rannsóknarárunum en fyrsta innlögn
hinna dreifist svo nokkuð jafnt út allt rannsóknar-
tímabilið. Alls lögðust 3 sjúklingar inn í fyrsta
skiptið síðasta árið og bendir það til þess að enn
eigi sumir þeirra, er ekki hafa dvalist á geðsjúkra-
húsum, eftir að fara þangað.
NO
MYNDI
Fjöldi innlagöra sjúklinga í fyrsta skipti/ár
MYND II
Fjöldi innlagðra sjúklinga/ár
Mynd II sýnir fjölda sjúklinga (1 skipti/ár) er
voru lagðir inn sérhvert rannsóknaráranna. Fram
kemur einnig að innlagningum sjúklinga er Iögðust
inn fyrsta almanaksárið fækkaði fram til 1971 en
fjölgaði upp úr því. Einnig kemur í Ijós að þeir er
lögðust inn eftir fyrsta almanaksárið eftir fyrstu
komu þurftu í vaxandi mæli á endurinnlagningu að
halda.
Meðalinnlagningartíðni þeirra 63ja sjúklinga er
Iögðust inn á geðsjúkrahús á rannsóknartímabilinu
(10-11 ár) var 4.3 skipti. Meðalvistunartími
reyndist 118 dagar. AIls dvöldust sjúklingar að
meðaltali 13.8% af rannsóknartímabilinu á geð-
sjúkrahúsi. Aðeins 6 þeirra, er lögðust inn á geð-
sjúkrahús, leituðu aldrei til geðlækna utan sjúkra-
húsanna, en 9 leituðu til þeirra öll rannsóknarárin.
Að meðaltali voru 34 sjúklingar úr öllum rann-
sóknarhópnum árlega í meðhöndlun utan geð-
sjúkrahúsa. Af þeim sem ekki lögðust inn á geð-
sjúkrahús, leituðu 3 í eitt skipti til geðlækna og 2 öll
árin.
Horfur eru metnar m.t.t. geðheilsu, félagslegra
samskipta og vinnu. Þáttunum var hverjum fyrir sig
skipt í stig eins og sést á töflu II. Við mat ber að hafa
í huga að ekki var rætt við alla sjúklinga.
Geðheilsa: Til liðar 1 töldust þeir er lausir voru
við geðræn einkenni og þurftu ekki á meðhöndlun
að halda. Til liðar 2 töldust þeir er höfðu væg
einkenni og gátu í sumum tilfellum verið í meðferð
TAFLA II
Afdrifárið 1977.
GEÐHEILSA: t'JÖIdi 94 %
I. Eðlileg, engin meðhöndlun 7 7,5
2. Væg geðræn einkenni, meðhöndlun skemur en 2 mán/ár, engin dvöl á geðsjúkrahúsi 24 25,5
3. Greinileg geðræn einkenni, dvöl á geðsjúkrahúsi skemur en 2 mán/ár eða meðhöndlun utan geðsjúkrahúss lengur en 2 mánuði 37 39,4
4. Þung geðræn einkenni eða dvöl á geðsjúkrahúsi lengur en 2 mán/ár 26 27,6
FÉLAGSLEG SAMSKIPTl:
1. Eðlileg samskipti, á vini og er virkur í félagsmálum 13 13,8
2. Skert einlægni í vináttu, starfar fremur lítið og óreglulega að félagsmálum 23 24,5
3. Engin einlægni, óvirkur í félagsmálum, tilhneiging til einangrunar 44 46,8
4. Engir vinir, þolir ekki samskipti, einangrun 14 14,9
VINNA:
1. Er í fullu starfi 19 20,2
2. Starfar meira en hálft árið 29 30,9
3. Starfar skemur en hálft árið 21 22,3
4. Engin reglubundin vinna 25 26,6